Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1950, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.05.1950, Blaðsíða 13
Verzlunarhús Kaupfélags ísfirðinga, byggt á árunum 1930—1931. að senda fólki heim vörur, en seinna þótti heppilegra að sameina verzlun- ina á einn stað og flytja heldur dag- legar matvörur til viðskiptamanna í fjarlægari hluta bæjarins. Undir eigið þak. Strax á árinu 1929 þótti sýnt, að húsakynnin í Hafnarstræti 1 væru að verða of lítil. Einkum var geymslu- liúsnæði að verða ófullnægjandi. Var þá hafinn undirbúningur að byggingu eigin verzlunarhúss fyrir kaupfélagið. Félagið fékk byggingarlóð á bezta stað í bænum, á horni Austurvegar og Hafnarstrætis, beint á móti bæjar- bryggjunni. Vorið 1930 var byrjað á bygging- unni, sem er 300 fermetrar að grunn- fleti, þrjár hæðir og kjallari. Er það mesta verzlunarhús, sem byggt liefir verið á Vesturlandi fram til þessa, veg- legt hús og vandað í hvívetna. Flutti kaupfélagið aðalverzlun sína úr Hafnarstræti 1 í nýja húsið í desern- bermánuði 1931 og batnaði aðstaða félagsins stórum við þá breytingu. Numið land í Norðursýslunni. Frarn að þessum tíma hafði kaup- félagið nálega eingöngu liaft innan- bæjarviðskipti við íbúa ísafjarðar- kaupstaðar, en upp úr þessu tók það mjög að breytast. Einstakir menn í Norðurhreppum Norður-ísafjarðarsýslu tóku nú að beina viðskiptum sínum til kaupfé- lagsins, og á árinu 1934 tók félagið að sér að annast mjólkursölu fyrir bænd- ur í Nauteyrarhreppi. Spruttu brátt af þessu margvísleg viðskipti við bænd- ur, og hafa þau margfaldazt á seinni árurn. Vegna mjólkursölunnar reisti félagið svo mjólkurstöð árið 1937, og var hún stækkuð meira en um helm- ing á síðastliðnu ári. Á árinu 1936 keypti félagið slátur- hús, sem til var á Arngerðareyri og byggði auk þess sláturhús í Vatnsfirði. Þótti bændum að þessu hið mesta hagræði. Enn er þess að geta, að vegna sláturfjárviðskipta úr öðrum hrepp- um sýslunnar, reisti kaupfélagið stórt sláturhús á ísafirði. Festust nú vel og færðust í aukana viðskiptin við bændur í Norður-ísa- fjarðarsýslu á næstu árunum hér á eftir. Á árinu 1936 varð líka mikil breyt- ing á starfi félagsins í bænum. Um vet- urinn tók félagið fiskverkunarstöð í Neðstakaupstað á leigu og tók jafn- framt að sér verkun á afla samvinnu- félagsbátanna, auk þess sem það verk- aði fisk fyrir ýmsa aðra. Þar með var kaupfélagið orðið einn stærsti atvinnu- rekandinn í bænum, en fram að þess- um tíma hafði það nálega eingöngu sinnt vörusölunni og lítil afskipti haft af atvinnumálum bæjarbúa. Vefnaðarvara og byggingarefni. Á árinu 1937 kom félagið sér upp vísi að vefnaðarvöruverzlun, sem tók örum vexti á stríðsárunum, en vegna vöruskorts á seinni árum, hefir félag- inu reynzt ófært með öllu að bæta úr brýnustu þörfum félagsmanna sinna, enda hafa víst öll kaupfélög sömu sög- una að segja, sérstaklega að því er snertir útvegun álnavöru. Það var einnig til nýlundu árið 1937, að kaupfélagið keypti þá Timb- urverzlun Guðna M. Bjarnasonar og hefir nú meirihluta byggingarvöru- verzlunarinnar í bæ og sýslu í sínum höndum. Edinborgarkaup og kolaverzlun. Á árinu 1938 keypti félagið svokall- aðar Edinborgareignir og þar með bryggju, vörugeymsluhús, íbúðarhús og allvíðlendar lóðir á góðum stað í bænum. — Auk sláturhússins, sem áð- ur er nefnt, kom félagið sér upp litlu frystihúsi á Edinborgareigninni. Jafn- framt þessu keypti kaupfélagið Kola- verzlun Ólafs Kárasonar og árið eftir einnig kolaverzlun iðnaðarmanna og fékk þannig á hendina um það bil helming kolaverzlunarinnar í bænum. — Með kaupum kolaverzlunar J. S. Edwald á árinu 1947 tók félagið svo að sér alla kolaverzlunina í bænum og að mestu leyti í sýslunni, og hefur svo verið síðan. Afskipti af atvinnumálum. Á árinu 1938 stofnuðu jafnaðar- menn á ísafirði hlutafélagið „Njörð“, sem þá þegar lét byggja 6 landróðra- báta og síðar kaupa frá Svíþjóð tvo 80 tonna vélbáta. Kaupfélagið gerðist þegar stærsti hluthafi félagsins og leigði því uppsátur á Edinborgareign- inni. — Með sama hætti hefur kaupfé- lagið síðar lagt frarn nokkurt hlutafé í útgerðarfélög, sem verkamenn og sjómenn hafa stofnað til í Súðavík, Hnífsdal og Bolungavík. Hefur félagið með þessu móti gert sitt til að styrkja atvinnulífið á félagssvæðinu, án þess þó að stofna sér í verulega áhættu í sambandi við það. Deildaskipting félagsins. Á árunum 1939 og 1940 var lögum og skipulagi félagsins breytt. Því var skipt í deildir í bæ og sýslu, og urðu nú aðalfundir félagsins fulltrúafundir. 13

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.