Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1950, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.05.1950, Blaðsíða 10
sjóðandi torginu. Það er dauðinn. Sólin skín á rósirnar þangað til þær deyja. Ég held áfram að stara þannig fram fyrir mig. Það er ekki nema einstöku sinnum, að mér verður litið til hliðar, og ég sé, að sessu- nautar mínir eru þögulir og móka. Þó heyri ég ógreinilega, að þeir skiptast á einhverjum orðum annað slagið, ekki hátt, heldur mjög lágt, eins og þeir vilji ekki láta heyrast hvað þeit segja, eða þeir vilja ekki trufla neinn, kannske þeir ræði leyndarmál, ég veit Jiað ekki. Þeir láta mig afskiptalausan og biðja mig ekki um sígarettu. Líklega hafa þeir séð, að ég gaf þeim þær síðustu sem ég átti. Ef ég skotra augunum til hliðar, kemst ég ekki hjá því að sjá kinnfiskasogin andlit mannanna, tálgaðar hendur, rifníurnar utan á skrokkunum svo gersamlega sneyddar öll- um lit, að mér finnst ég hafa móðu fyrir augunum. Hryglan og hæsin — þetta lága veika suð, þegar þeir eru að tala — yfirgnæfir þys og glaum heillar stórborgar. Ég kemst ekki hjá að heyra. Þetta smýgur inn í eyru manns eins og ískur. Stellingar þeirra og hreyfingar eru á þann veg, að það er eins og þeim sé stjórnað af meinfýsnum leikstjóra, sem hafi þá festa í þræði og geri sér far um, að brúðurnar líti út sem herfilegastar. Þeir eru hoknir og slappir. Þau sáralitlu þægindi, sem bekkurinn getur veitt, hafa þeir tæplega uppgötvað. Ég veit, að rendur og horn sting- ast í þá, deyfa þá. Þeir myndu hafa miklu betra af því að ganga, jafnvel hlaupa sig móða, lieldur en liggja þannig. Ég veit, að ekkert af trjánum gefur Jieim forsælu, þótt ég héldi það fyrst (leikstjórinn kærir sig ekk- ert um að brúðurnar hans séu í skugga). Ég finn, hvernig þá verkjar í hverja taug. Hvergi í þessum skrokkum er minnsta hvíld, hvað þá nautn af því sem veitist. Hér eru ekki menn, sem hvílast á bekk, heldur rykfallnar leik- brúður stríðshaldarans, bráðum einskisnýtar, jafnvel of sljóar til að njóta hvíldar, eigin- lega ekki færar um að lifa lengur, hafa kann- ske aldrei lifað. En hann hefur stillt þeim hingað út á þetta hvíta torg til þess að viðra þær. Kannske hann haldi, að einhver hafi gaman af þeim. Þeir eru líkir einhverju, sem ég þekkti fyrr, ekki endilega mönnum, miklu fremur dauðum hlutum, sem ég þekkti fyrr og man. Illa meðförnum hlut, sem enginn vildi leng- ur eiga. Þá hluti má svo víða sjá. Svo eru þeir einnig líkir einhverjum mönn- um, já, jafnvel mönnum, sem ég umgekkst í bernsku, vinum mínum. Mönnum, sem þá voru fjarska ungir og fallegir og bjartsýnir og ætluðu að leggja undir sig allan heiminn. Þá menn má svo óvíða sjá. Ég minnist einkum þeirra bernskuvina minna, sem voru listamenn, skáld, þeirra sem alls staðar sáu efni til að fjalla um, breyta — skapa í. Ég minnist Jjeirra vegna þess að ég dáði Jrá ótakmarkað, skildi þá aldrei til fulls, heldur stóð frammi fyrir þeim eins og töluvert stærra barn en þeir. Og þó voru [reir jafnan mikil börn, áttu þann barnslega draum að verða stöðugt meiri og meiri skáld, unz þeir dæju; Jiannig að leggja undir sig allan heiminn. EINN hét Steinn Jósteinn, sextán ára þeg- ar ég fór, hár og grannur, ljóshærður, bláeygur, tekinn að stillast, las, vann í búð, spilaði á píanó, hafði þau undarlegustu augu, sem ómögulegt var að horfa í, ætlaði að kaupa sér gleraugu, hlustaði á klassiska músík án þess að stæra sig af því, safnaði bókum um listamenn, kunni sjö orð í Jiýzku, slóst aldrei, hafði ekki gaman af að raka sig (ekki einu sinni í fyrsta skipti, sagði hann), hélt broti í buxunum sínum ótrúlega vel, orti kvæði undir fjölmörgum háttum. Annar hét Hannes Jóhannes, lítill, fjör- legur, svarteygur, með dökkblátt hár, nærri svart, gulur í framan, sautján ára, hafði gaman af dansi, bauð stúlkum upp í bíla og gaf vinum sínum kaffi á næturþeli, hafði einu sinni farið utan ásamt mömmu sinni, át konfekt, Jiráði stundum einveru, langaði til að passa hænsn í afskekktum fjalladal þar sem hann gæti skrifað í næði, vildi skrifa margar Jiykkar bækur um lífið, ætlaði að taka sér skáldnafn, hugsaði mikið um þetta allt. Sá þriðji hét Natan Jónatan. Hann sagði alltaf sæll og bless, þegar hann heilsaði og bless þegar hann kvaddi, svo sagði hann það held ég nú í tíma og ótíma og [tað er nú það. Hann var kaþólskur, enginn var kaþólskari en hann. Fimmtán ára, yngstur allra ungra listamanna, lá hann á hnjánum oftast í hliðarskipi kirkjunnar, innarlega, bað Jrannig til guðs vissa tíma dags, vel heima í litúrgíu móðurkirkjunnar, vissi fyrirfram í hvert skipti er söngmeyjarnar kváðu við fyrir alt- arinu, ætlaði ekki að reykja eða drekka fyrr en hann væri orðinn þrítugur, lagði stund á flestar tegundir skáldskapar. Þessara manna minnist ég. Þetta voru ungu skáldin, vinir mfnir, þeir sem hurfu mér, þegar ég kvaddi ættjörðina. HVERS VEGNA minna Jiessir fátæku sessunautar mínir á þá? spyr ég svo sjálf- an mig eins og ég vakni af dvala. Undarleg hugsun. Hvernig ætla ég að heimfæra Jjetta við sannleikann? Eða hvað er sannleikur? Ég veit ekki, hvað hefur gerzt. Ég hefi ekki haft sambönd í mörg ár við fólkið heima. Því ég týndist. Og stríðið gleypti mig, eins og alla, einnig ykkur, sem eruð hér á torg- inu og ég reyni að telja mér trú um, að séuð vinir nn'nir heima, sem ég hefi þráð árum saman. Mér líður vel, liefi ég skrifað. Árum saman. Mér líður mjög vel, en hvernig hefur mér liðið? Stríð. Og ég á ekki fyrir fari heim, og hefi aldrei átt fyrir neinu fari. Ég er að skrökva að ykkur, vinir mínir, ég á ekki fyrir fari. Ég get ekki sagt skilið við þennan stað í von um að koma heim og sjá )>á, sem ég kvaddi. Ég er einn af ykkur, sem eruð hér, aumur, fátækur, ósjálfbjarga, fest- ur i þráð, stillt út á glóandi torg. Svo er ég að reyna að telja mér trú um, að gegnum neyð ykkar geti ég nálgazt að verða brot af þeim æskuvinum mínum, sem voru mér ætíð fremri og eru það ennþá, ég veit það. En þið haldið, að ég sé svo miklu meiri en þið, svo óendanlega miklu meiri, af því ég átti sígarettur áðan, og af Jjví ég er ekki ennþá farinn að vera eins góður félagi ykkar og ég ætti að vera, samkvæmt eðli mínu og þjóðfélagsstöðu. Þið haldið, að ég sé meiri en þið. O, blessuð börn getum við verið. Allir. Aðeins er ég þakklátur ykkur fyrir, að þið hjálpið mér til að lifa fyrri daga. Það er flóttinn. Það er að vera hræddur, einnig við að deyja. Við höfum lifað af stríðið og alltaf verið að reyna að flýja dauðann. Svona er- um við mikil börn. Ég, alveg eins og þið, jafnvel miklu meira. Ég, svo miklu meira. Því ég þori ekki að vera einn af ykkur. En þið haldið hópinn og eignizt óefað sígarett- ur aftur miklu fyrr en ég. Nú er ég að fara heim, þetta er bara orðinn langur tími, þegar maður fer að hugsa út í það, sagði ég áðan. Og þið trúðuð mér. Þið getið ekki hugsað ykkur, hvilíkur aumingi ég var. Nei, þið lítið ekki við mér, því að þið hafið ekkert við mig að segja. Ekkert. Höfuð mitt sígur niður í bringuna. Steikj- andi hiti torgsins lokar augum mínum. Og þegar hann hefur lokað augunum, kemur hún til mín hún María, rauðhærða konan, móðir Hannesar Jóhannesar, og hún hefur keypt rós á sölutorginu, eina af þessum dauðadæmdu, og lnin setur hana í hnappa- gatið á jakkaboðung sonarins, klappar hon- um á kollinn og fer. En hvað ég man vel eftir þessari góðlegu konu. Henni þótti alltaf svo vænt um soninn. Hún grét, Jjegar hann kom heim eftir klukkan ellefu á kvöldin og var farinn að leika sér úti. Ég hef aldrei séð neina konu jafn mædda og hún var [>á. Einnig man ég Natan Jónatan þar sem hann lá á hnjánum, örugglega geymdur í leyndasta afkima móðurkirkjunnar, ákall- andi á latínu Maríu guðsmóður að biðja fyrir sér, eins og hann væri stórsyndari. (Mater amata, Interamata, Ora, ora pro nobis!) Fátt er jafn sérkennilegt og unglingur á bæn, einn í stórri kirkju. Ég sé Stein Jóstein setjast við píanóið, feiminn og glaðan í senn eins og þann, sem hefur skamma stund sætt sig við fánýti hlut- anna en sífellt betur og betur sannfærzt um varanleika þess, sem er stöðugra öllum vin- um, verðmætara öllum eignum, unaðarfyllra en allar skemmtanir aðrar, háleitara öllu. Þess vegna svo feimin hreyfingin, auðmjúk snertingin á hljómborðinu, afsakandi fram- koman, þannig að manni finnst n.aður vera ókunnur gestur og helzt ekki eiga að vera nærri. Ég segi: Munið þið, að við ætluðum að Ieggja undir okkur heiminn? Ekkert svar. En það voru aðrir menn, sem lögðu undir sig heiminn, segi ég eins og sífrulegur krakki. Þeir notuðu okkur til að hjálpa sér, öttu okkur í leikinn. Síðan hafa þeir leitt okkur hingað, út á þetta hvíta torg, einnig ykkur, skáldin, vini mína. Og föt ykkar eru litlaus og snjáð, raddir ykkar eins og þið hafið kallazt á í skotgröfum árum sarnan, reynt að yfirgnæfa fallbyssur og vítisvélar, kallað ár- angurslaust á hjálp. Og svona erum við allir. Við erum varla farnir að átta okkur á því, að það er kominn vopnaður friður. Munið þið friðardaginn? Okkur var dreift með tára- gasi. Þetta rifjast allt saman upp. Ég kreisti aftur augun. Otal fyrirsagnir úr dagblöðun- 10

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.