Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1950, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.05.1950, Blaðsíða 25
■ óbreyttu hermenn — fallbyssufóður hinna stríðandi herja. Peðin sækja fram um einn reit í senn, þótt þau geti lagt undir sig tvo reiti í byrjunar- áhlaupinu. Þau fella andstæðinginn með því að ganga áfram á ská. Það er heldur enginn leyndardóm- ur, hvernig á að leika fram foringja- liðinu. Biskuparnir ferðast díagónalt, áfram og aftur á bak, án takmarkana á opnu borði. Riddararnir hoppa á ská yfir reit. Hrókarnir ferðast beint áfram eða aftur á bak og eru sterkir, sem kallað er, sérstaklega í endatafli. Kóngurinn er enginn berserkur og getur ekki ferðazt nema um einn reit í senn, nema þegar hrókað er. Hann hefur ekki meira frjálsræði en kóng- ur, sem lýtur þingbundinni stjórn, og hann þarf mikinn lífvörð. En drottn- ingin — þar er kvenmaður, sem betra er að hafa gát á. Hún er skeleggasti bardagamaðurinn á borðinu. Vald hennar varð til á dögum endurreisn- arinnar. Þá var leikreglunum breytt. Áður var hún bara venjuleg dama, með litlar hugmyndir um réttindi kvenna. Það er ekki hægt að handtaka kóng- inn, eins og liðsmennina. Ef ekki er hægt að forða honum úr skák, eða bera mann í milli, er hann mát, og það er takmark taflsins. Mát er leiks- íok, án tillits til þess, hversu marga menn hvor keppinautur á eftir á borð- inu. . Það er líka auðvelt að læra fyrstu og beztu byrjunarleikina. En þaðan í frá miðar ört að því, að lærdómur- inn verður flókinn. Notkun liðsaflans býður upp á ótrúlega fjölbreytni í möguleikum. Til dæmis má nefna það, að fjórir fyrstu leikirnir geta skapað aðstöður, sem fræðilega skoðað bjóða upp á 500.000.000.000 mismun- andi taflstöður. Það er til happs fyrir skákíþróttina, að ekkert vit er í flest- um þessum taflstöðum og þær koma því ekki til greina í veruleikanum. Sjaldnast er um nema fáar leiðir að velja, sem nokkurt vit er í eftir hvern leik andstæðingsins. Val skynsamlegra leikja er auðveldað af nokkrum al- mennum strategiskum og herfræðileg- um grundvallarreglum, sem auðvelt er að skilja og forða því, að leggja þurfi leikjaröðina í kennslubókum á minni. TÖFRAR þessarar íþróttar eru í augum skákmanna hinir sömu og sérhverrar annarrar listgreinar í aug- um þeirra, sem hana stunda. Eitt sinn lagði ég þá spurningu fyrir nokkra kunna menn, hvers vegna þeir væru skákáhugamenn. Tveir kunnir for- stjórar gáfu nær því sama svarið. Þeir sögðu það vera vegna þess, að skákin takmarkaði mjög heppnismöguleik- ana og legði áherzlu á gott skipulag. Tónlistarmaður skrifaði, að skákin væri eins og lífið sjálft. Hún kenndi að samhæfa skynsemi og eðlisávísun. Stærðfræðingur hafði gaman af fegurð leiksins. Vel hugsuð leikjaröð var í hans augum eins og fallegt dærni. Frægur heimspekingur játaði, að áhugi hans fyrir skák væri mótsagna- kenndur. Fræðilega séð ættu heim- spekingar að vera skákaðdáendur vegna þess að tilviljunin er þar úti- lokuð. Afleiðingar sérhvers leiks eru bundnar ákveðnum lögmálum, og skynsemi og rökvísi sigra. En það hefði komið fyrir sig, hvað eftir annað, að eftir að hann hefði lagt sig fram um að finna bezta leikinn, hefði rökvísi hans reynzt ófullnægjandi. Hann hafði gaman af skák vegna þessarar óvissu. Áhugi hans var bundinn því ófyrirsjáanlega. STÓR meirihluti skákmanna eru ekki sérfræðingar, en það skemm- ir ekki ánægju þeirra af því að tefla. Til eru nokkur þúsund ágætir skák- menn. Ofan þeirra standa hinir 'út- völdu, og þeir eru fáir, aðeins 50—100 menn. í milli áhugamannsins og meistar- ans er óbrúandi djúp. Þetta kenrur bezt í ljós, þegar eftir skákbyrjunina, þegar sú raun, að reikna jafnvel ekki nema þrjá til fjóra leiki fram í tím- ann mundi verða ofraun fyrir heila mannsins, vegna hins mikla aragrúa taflstöðumöguleika, er fyrr var nefnd- ur. Hér er hinn fákunnandi skákmað- ur á hálum slóðum, á meðan stöðu- kennd meistarans — afleiðing mikill- ar reynslu — gerir honum mögulegt að kjósa þann leik, sem að mestum líkindum er beztur. Þessi stöðukennd gerir skákina fremur list en vísindi. Hvaða hæfileikar eru að baki yfir- burðum skákmeistarans í þessum þætti taflsins og síðar? Þeir, sem ekki kunna skák, lialda stundum að meist- arinn þarfnist óvenjulegs minnis, mjög mikillar greindar og hæfileika til þess að einbeita hugsuninni. Vel má svo vera. En skipuleg athugun á nokkrum fremstu skákmeisturum heimsins, sem gerð var af sálfræðing- um, leiddi í ljós, að hin almenna skoðun um sérstaka hæfileika þessara manna, er mjög vafasöm. Það var upp- lýst, að minni skákmeistarans er ó- 25 Mikhail Botvinnik, núverandi heimsmeistari i skák.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.