Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1950, Blaðsíða 33

Samvinnan - 01.05.1950, Blaðsíða 33
handa almenningi og rannsóknir á þessum málum, lieldur en margt annað, er ríki og bæjarfélög taka sér fyrir hendur. Slík rannsókn ntyndi vera fróðleg fyrir hvern þann aðila, senr það tæki að sér, og áreiðanlega væri liægt að lagfæra margt og koma heilbrigðum sjónar- rniðurn á framfæri. Stœrð rúma og smiðirnir. Menn, sem eru eitthvað vfir meðalhæð, kvarta oft undan því, að rúm séu yfirleitt allt of stutt. Það er varla von að ástandið sé gott, hvað þetta snertir, þegar engin stærð er fastákveðin, fáir húsgagna- „arkitektar“ koma nálægt fram- leiðslunni og, almenn fræðsla um þessi mál er af skornum skammti. Oft mun það í valdi húsgagnasmið- anna eingöngu, hvernig rúmin verða. Þegar maður nokkur pant- aði rúm hjá húsgagnasmiði, spurði smiðurinn: „Hvernig á það að vera?“ „Bara venjulegt rúm,“ var svarið. Það var varla von, að hús- gagnasmiðurinn legði sig í líma til að smíða gott rúm. Hans sjónarmið voru önnur, heldur en mannsins, sem átti að sofa í rúminu um ókorn- in ár. Rúrnið er eitt af mikilvægustu húsgögnum heimilisins, og á því að sitja í fyrirúmi fyrir mörgtt öðru. Það verður a. m. k. að teljast stefnu- röng heimilishagfræði, að kaupa hluti eins og radíógrammófón eða vínskáp, en eiga ekkert rúm til að sofa í. Stærð rúmsins hefur verið reikn- uð út af sérfræðingum. Lengdin telja þeir eigi að vera 18—20 cm. meiri, heldur en lengd þess manns, sem á að sofa í því, og breiddin á að vera 80—90 cm. Hið algengasta mál nú, mun vera 90x195 cm. Ekki er talið gott, að rúm sé breiðara en þetta, því að erfitt er þá að búa um það. Hæð rúmanna hefur einnig verið rædd, og unnið er stefnufast að því, að hætta við lágu rúmin, sem voru svo mjög í tízku ekki alls fyrir löngu. Lágu rúmin voru hús- móðurinni ltið mesta kvalræði sök- um þess, hve erfitt var að búa um þau og komast undir þau til að gera hreint. Þegar gólfflöturinn var tvöfallt stærri en stærð þeirra rúma, er hér voru nefnd fhjóna- rúm), varð hreingerningarvanda- málið enn verra viðfangs. í hinum yngri húsgagnaiðnaði á Norður- löndum, er unnið á móti hinum stóru hjónarúmum, en í þess stað predikað, að rúmin eigi að vera tvö. Tveim rúmum er hægt að koma fyrir á ýmsan hátt, og fæst oft meira og betra pláss í herberginu með því að setja þau sinn við hvorn vegg, í framlengingu hvort af öðru eða á einhvern annan hátt. Þegar veikindi eru getur verið gott og oft sjálfsagt, að færa hjónarúmin í sundur. Hæð rúmanna og fyrir- komulag þarf að vera þannig, að gott og auðvelt sé að gera lireint í svefnherbergintt, því að fá herbergi eru í húsinu, ef nokkurt, sem jafn áríðandi er að haldið sé vel lnein- um og loftgóðum. Berandi fjaðurmagn er nauðsynlegt. Gott rúm samanstendur fyrst og fremst af góðu rúmstæði, nægilega stóru, og góðri og fastri dýnu (madrass). Áríðandi er að dýnan sé þannig, að hún verði ekki eins og „hengikoja“, þegar legið hefur \ erið í henni um stund. Til þess að vöðvar líkamans fái rétta hvíld, verður dýnan að liafa vissan teygj- anleik og vera eftirgefanleg, m. ö. o. fjaðra. Erfitt er að segja ná- kvæmlega, hve mikið þetta fjaður- magn eigi að vera, því að öllum hentar ekki það sama. Hinar ný- tízku fjaðradýnur (springmadrass) eru því mjög góðar, því að hægt er að fá þær af ýmsum gerðum, bæði linar og harðar, en allar liafa þær þó nokkuð fjaðurmagn, og það er hið berandi fjaðurmagn, sem er nauðsynlegt. Fiðursæng getur verið mjúk að leggjast á, en maður sekk- ur fljótlega „til botns", og liggur síðan á jafn hörðu og undirlagið er. Fiðursængina vantar hið berandi fjaðurmagn. Dýnan þarf að hafa Mjó n'un eni óþœgileg — oþnir gaflar orsaka liha kutda. þetta fjaðurmagn, ekki eingöngu í miðjunni, heldur alls staðar. Ef kantarnir eru harðir og gefa ekki eftir hefur líkaminn engan hreyf- ingarmöguleika, en verður alltaf að liggja á miðri dýnunni. Gornia- botn í rúmi er mjög góður, en gormarnir verða að vera sterkir og vel strektir. Góð, stoppuð dýna með taglhári ofan á slíkan botn, getur verið ágætis rúm. Aðrar tegundir af rúmbotnum, sem þykja mjög góðar eru: Fjaðra- botn, sem festur er á grind (fjaðr- irnar lóðréttar) og þar ofan á góð taglhárs-dýna. Og í öðru lagi gormabotn og fjaðradýna (sjjring- madrass) ofan á. Hvernig, sem dýn- an er, er nauðsynlegt að verja hana sliti og óhreininduin. Bezt er það gert með því, að hafa utan um hana ver úr sterku efni, sem opið er í báða enda og auðvelt er að smeygja utan um hana og af aftur. Einnig er talið gott að hafa slitlak ofan á dýnunni (]rað kemur undir !iið venjulega lak) og annað á milli dýnunnar og gorma- eða fjaðra- botnsins. Slík lök þurfa að vera sterk, en þau hlífa dýnunni mjög fyrir sliti og óhreinindum. Sœng eða teppi? Hér á landi mun vera algéngara að sofa við sængur heldur en teppi. Sængur eru saumaðar úr dúnheldu lérefti og notaður í þær ýmist dúnn, hálfdúnn (þ .e. blanda af dún og fiðri) eða fiður. Æðardúnssængur,

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.