Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1950, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.05.1950, Blaðsíða 16
A markaðstorgi i Arababauum Oran. þar upp að landinu um hádegi daginn eftir. Mistur og móða var í loftinu eins og oftast þarna suður frá, en haf- ið blátt eins og Miðjarðarhafið á að vera. Hafnsögumaðurinn var seinn á sér að hlýða kallinu og þegar hann kom, hafði hann afsökun á reiðum hiind- um. Það er helgur dagur í dag og við Frakkarnir sofum samfleytt í þrjá daga. Annars var þetta allra myndar- legasti karl, þéttur á velli og hinn skemmtilegasti, ekki ósvipaður gild- um bónda í íslenzkri sveit. Agengur prangaralýður. En þegar komið var inn á höfnina fór gamanið að kárna. Alls konar lýð- ur prangara og svartamarkaðshöndl- ara komu á smábátum og reru þeir kringum skipið og munaði minnstu að þessi söfnuður réðist til uppgöngu á skipið áður en það hefði lagzt að bryggju. Byrjuðu þeir strax að gala og góla, hver í kapp við annan, upp í skipverja, er voru við störf. við land- festar. Flest af þessu voru Arabar og veifuðu þeir skrautlegum teppum sín- um og öðrum munum framan í komu- menn. Útigangsunglingar i Afríkusólinni. Þegar skipið var orðið landfast tók ekki betra við. Á bryggjunni var hóp- ur manna, sem augsýnilega beið með eftirvæntingu komu skipsins. Voru þar, auk prangaranna, berfættir ungl- ingar, sem spígsporuðu um kolabing- ina á uppfyllingunni, berfættir í rifn- um tötrum, en flestir með sígarettur í munninum. Höfðu þessir unglingar mikinn viðbúnað vegna skipskomunn- Unglingar pyrptust niður að höfn, er Hvassa- fell lagðist að bryggju. ar og voru með háreysti og kölluðu ýms aðdáunarorð til skipverja, eða báðu um að gefa sér sígarettur, skyrt- ur, eða mat og sumir bentu á bera fæturna í augljósu augnamiði. Síðar þetta sama kvöld komumst við að því, að flestir þessara ólánsömu unglinga, sem flækjast þarna um hafn- arbryggjurnar, eiga hvergi heimili, sofa á kolahlöðum eða undir pakk- liúsvegg á næturna, enda nægur hiti í veðri, en sníkja sér mat á daginn í skipum í höfninni. Um kvöldið, þeg- ar kvöldverði var lokið í Hvassafelli, gaf brytinn þessum vesalingum matar- leifar á tveimur fötum, og tóku þeir hraustlega til matar síns. Hlupu þeir með matarfötin út í kolahlaðana og skiptu nokkurn veginn friðsamlega á milli sín, en skiluðu svo ílátunum aft- ur. Síðan linntu þeir ekki látunum fyrr en flestir þeirra voru búnir að fá vindlinga, og þá sögðu þeir að Ísíend- ingar væru góð þjóð, og nærri því eins góðir og Ameríkumenn. Hvassafell var ekki fyrr lagzt að bryggju, en liópur ágengra prangara réðist upp á skipið með töskur sínar og farangur. Drógu þeir upp rándýr ilmvatnsglös, skrautleg arabísk vegg- teppi, silkiklúta, sjónauka og flest það, sem nöfnum tjáir að nefna. Franskir embætismenn voru verðir við skipið og voru alltaf að reka þenn- an prangaralýð frá skipinu, en þeir komu jafnharðan aftur. Arabi með lifandi kalkúna. Flestir voru þessir farandsalar Ar- abar og lá þeim kalt orð til frönsku nýlenduþjóðarinnar. Einn af Aröbun- um kom um borð, ásamt syni sínum, með tvo lifandi kalkúna undir hend- inni og hélt þeim uppi á löppunum og bauð til kaups. Var liinn rnesti pilsaþytur af komu hans í hvítri skikkju og vængjaþyt kalkúnanna. — Þegar prangaralýðurinn sá að komu- menn voru ekki ginkeyptir fyrir varn- ingi þeirra, dró smátt og smátt úr áhuganum og þeir fóru að tínast frá skipinu, en margir urðu hinir verstu. Gekk það svo langt, að einn þeirra byrjaði að kasta kolamolum í skipið með ragni og formælingum, en sneri svo frá, heldur súr á svipinn. Eineygðar konur i hvitum. skikkjum. Höfnin í Oran liggur í breiðri vík undir liáum bökkurn. Undir bökkun- um er aðeins það, sem höfninni til- heyrir, en uppi á hæðinni blasa við íbúðarhús, sum þeirra í gömlum, ara- bískum byggingastíl frá blómaöld Araba. Þegar komið er upp á hæðina tekur við stór franskur nýlendubær, sem ekki er ósvipaður öðrum frönsk- um bæjum á meginlandinu, nema hvað mikið er af Aröbum á götunum, menn með asnakerrur og Arabakonur með hvítar slæður vafðar um sig, setja svip sinn á bæinn í augum útlendings- ins. 16

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.