Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1950, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.05.1950, Blaðsíða 14
Kehll Guðmundsson kaupfélagsstjóri á einkáskrifstofu sinni i kaupfélagshúsinu. Voru deildir stofnaðar í flestum hrepp- um Norður-ísafjarðarsýslu. Útibú í þorpunum, íshús á Langeyri. Upp úr þessu kom til mála að sam- eina Kaupfélag Isfirðinga og Kaup- félag Súðvíkinga, sem starfað hafði af myndarskap um nokkur ár. Skyldi Kaupfélag ísfirðinga hafa deild í Súðavík og reka þar sérstakt verzlunarútibú. Meðan sameiningarmálið var á döf- inni, festi Kaupfélagið kaup á eignum Utvegsbanka Islands á Langeyii við Alftafjörð. Þarna var gömul fiskverk- unarstöð með hafskipabryggju og nokkrum byggingum, en allt í sorg- legri niðurníðslu. Þariia reisti félagið lítið hraðfrystihús árið 1943 og hefur rekið það síðan. Á sama ári var leitast eftir því, að Pöntunarfélagið Hvöt í Bolungavík — er Verkalýðsfélag Bolungavíkur liafði stofnað til — yrði deild úr Kaupfélagi ísfirðinga. Varð það úr, að Kaupfélag ísfirðinga yfirtók eignir þess, reisti lítið verzlunarhús og stofnaði verzl- unarútibú í Bolungavík. Er nú verið að stækka kaupfélagshúsið í Bolunga- vík, einkum með tilliti til þess að geta tekið mjólk bændanna í Hólshreppi til sölumeðferðar og opnað sérstaka mjólkurbúð í þorpinu. í árslok 1944 hætti Kaupfélag Hnífs- dælinga störfum, en Kaupfélag ísfirð- inga keypti eignir þess. Með ársbyrjun 1945 stofnaði félagið deild í Hnífsdal og opnaði þar sölubúð. Var það þriðja 14 verzlunarútibú félagsins í Norður-ísa- fjarðarsýslu. Þegar rætt er um verzlunarútibú félagsins, er rétt að geta þess, að í árs- byrju’.i 1946 keypti Kaupfélagið verz.l- un Páls Jónssonar við Silfurgötu og hefur haft þar útibú síðan og verzlað þar með almennar matvörur. Vöruskemma — vöruþurrð. Á árunum 1947 og 1948 lét félagið breyta yfirbyggðu kolaporti, sem það hafði keypt, er það yfirtók kolaverzlun iðnaðannanna, og innrétta það sem vöruskemmu. Er hún á ágætum stað, rétt við bæjarbryggjuna og er hin gagnlegasta vörugeymsla. Á seinustu árum hafa takmarkanir af hendi hins opinbera iii bygginga- framkvæmda staðið í vegi fyrir því að félagið gæti ráðizt í ýmsar nauð- synlegar byggingaframkvæmdir og h'ifur það dregið nokkuð úr eðlilegri þróun félagsins. Ekkert hefur þó þjak- að félagið eins og vöruskorturinn hin síðari ár, og munu víst flest kaupfélög landsins hafa líka sögu að segja af því. Félagsþróun í fóm orðum. Ef til vill er ekki unnt í stuttu máli að gefa gleggri heildarmynd af þróun félagsins með öðru móti en því að láta tölurnar tala. — Þess vegna skulu nú tilfærðar nokkrar tölur úr bókum félagsins um félagsmannatölu, vöru- sölu og sjóðeignir þess á ýmsum tím- um með nokkurra ára millibili. Ár Félagsm. Vörusala Sjóðeignir 1924 31 121.000,00 4600,00 1929 85 348.000,00 47.000,00 1934 135 425.000,00 120.000,00 1939 342 900.000,00 226.000,00 1942 475 2.400.000,00 530.000,00 1947 800 9.700.000,00 818.000,00 Nú munu félagsmenn vera tæpt þúsund, vörusalan tæpar 10 miljónir, og sjóðeignirnar nálægt tveimur millj- ónum króna. ísfirðingar traustir samvinnumenn. Við athuganir, sem Ketill Guð- mundsson kaupfélagsstjóri hefur gert, hefur komið í ljós, að félagsmenn og fólk, sem þeir hafa á framfæri sínu muni vera rétt um 4000, eða 4/5 allra íbúanna á félagssvæðinu, sem er Isa- fjarðarkaupstaður og Norður-ísafjarð- arsýsla. Má af þessu sjá, að ef vöru- skortur bagaði ekki, mundu ísfirðing- ar víkja fyrir fáum liér á landi sem traustir samvinnumenn. Verkefnum fjölgar — verkefni bíða. Kaupfélag ísfirðinga hefur undir stjórn Ketils Guðmundssonar aflað sér mikils trausts fyrir vöruvöndun og áreiðanleik í öllum viðskiptum. í fyrstu, allt fram yfir 1930, sinnti félagið aðeins nauðsynjaverzlun bæjar- búa. Þá var tekið fyrir að gerá verzlun- ina við bæjarbúa fjölþættari. Því næst sneri félagið sér að viðskiptunum við bændur nágrannasveitanna og kaup- túnanna, og að síðustu tekur félagið að hafa afskipti af atvinnumálum bæj- arbúa og rétta samvinnumönnum í ná- grenni bæjarins hjálpandi hönd í við- skipta- og atvinnumálum þeirra. Fæ ég ekki betur séð, en að þetta sé hin ánægjulegasta og eðlilegasta þró- unarsaga vaxandi samvinnufyrirtækis. Og þannig mundi ég vilja óska að stefnunni yrði fram haldið. Það er að vissu leyti ánægjulcgt, að þrátt fyrir örugga þix un, stig af stigi hafa vakandi félagsmenn alltaf ný og ný verkefni í sigtinu og eru óánægðir með það hve seint sækist og að félagið skuli ekki geta fullnægt félagsmönnum um út- vegun allra nauðsynja þeirra, svo að þeir þurfi í engu á kaupmannanna náðir að leita. (Framhald á b'ls. 27)

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.