Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1950, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.05.1950, Blaðsíða 22
Frá leiksýningum Þjoðleikhússins. Efst t. v.: íslandsklukkan eftir Halldór Kiljan Laxness. Baðstofan á Rein: Arnas Arnæus (Þorst. O. Stephensen) leitar að blöðum úr Skáldu í rúmfleti móður Jóns Hreggviðssonar. Jón liggur á fleti í baðstofu (Brynjólfur Jóhann- esson). í dýflissunni. Jón Hreggviðsson situr á höggstokknum, sýning framan við fortjaldið. — Nýjársnóttin eftir Indriða Einarsson. Álfakóngur í hásæti sínu (Indriði Waage). Dísir og á’lfar. — Neðst t. h.: Fjalla-Eyvindur eftir Jóhann Sigurjónsson. Halla (Inga Þórðardóttir) og Guðfinna (Emilía Jónasdóttir). Þjóðleikhús íslendinga (Fiamhald af bls. 20. förina og þannig gætu kaupfélögin stuðlað að því, að sem flestir félagsmenn þeirra gætu not- ið góðrar leiklistar í hinu fagra umhverfi Þjóð- leikhússins á næstu árum. Hér er gott og þarft menningarverkefni að leysa fyrir samvinnu- féfögin. HÉR verður ekki gerð tilraun til þess að lýsa Þjóðleikhúsinu eða vígslu þess. Það hefur þegar verið gert í öllum blöðum landsins og í útvarpinu. Það verður látið nægja hér, auk þess sem myndirnar sýna, að segja, að bygg- ing Þjóðleikhússins, þá er henni var loksins lokið eftir langa og erfiða baráttu, hefur tekizt mjög vel og er forvígismönnum hugmyndar- innar og byggingarinnar til hins mesta sóma. í þeim hópi ber fyrst og fremst að nefna húsameistarann, prófessor Guðjón Samúels- son, sem með þessu musteri hefur reist sér minnisvarða, sem mun standa um aldir. Þessi ágæti listamaður lá helsjúkur er Þjóðleikhúsið var vígt og lézt fáum dögum síðar. Af öðrum forvígismönnum byggingamálsins, sem minn- ist ber á þessum tímamótum í sögu íslenzkrar leiklistar, eru þeir Indriði Einarsson skáld og Jónas Jónsson, fyrrv. ráðheina. Mörg fleiri nöfn mætti að sjálfsögðu nefna, þótt það verði ekki gert hér. En mest er um það vert nú, að Þjóðleikhúsið hefur verið afhent þjóðinni og er tekið til starfa. Vonandi reynist það sá skóli og menningarmiðstöð, sem til er ætlast.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.