Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1950, Blaðsíða 11

Samvinnan - 01.05.1950, Blaðsíða 11
um, myndir af svörtum skýjum, endurómandi raddir gjallarhorna og véla, óstöðvandi hróp, linnulaus bardagi, flótti, hrjúf snerting ó- freskjunnar sem læsir klónurn í okkur — s t r í ð ! EGAR ég opna augun, eru trén ekki lengur til skjóls fyrir sólinni. Ég hefi setið hér rnjög lengi. Það eru engir á bekkn- um með mér. Ég lit við og sé, að klukkan í turninum er langt gengin í fimm. Ég þýt upp af bekknum með dofa í fótunum og svart fyrir augunum. Svo reyni ég að átta ntig. Gamall maður spilar á skemmda fiðlu undir einu trjánna. Ég geng til hans og legg fimm aura á diskinn hans. Ég þreifa ofan í vasann og finn einseyring. Ég set einseyr- inginn líka á diskinn. Maðurinn hættir að spila og hneigir sig. Sígarettu? spyr ég annan mann, sem gengur framhjá. Hann tekur upp pakka, fullan pakka, og býður mér að taka sígarettu. Ég er svo aldeilis hissa. Er mig ekki að dreyma? Mikið er víst óhollt að sitja á bekkjunt í sólarhita. Ég hlýt að vera með óráði. Ég geng nokkra hringi umhverfis bekkinn þar sem ég sat. Það er eins og mér finnist eitthvað öryggi í því að fara þaðan ekki fyrr en ég sé búinn að ákveða hvert ég skuli halda. Þetta er munurinn á mér og sessu- nautum mínum. Mér finnst ennþá sem ég þurfi að ákveða næsta áfanga, enda þótt það skipti mig engu máli í raun og veru, hvert ég fer. Vegna þess, að ég ræð ekki mínum næturstað, frekar en skáldin vinir mínir, sem leikhússtjórinn hefur leitt út á torgið. Svo sezt ég á bekkinn aftur. Ég er ekki búinn að sitja lengi, þegar til mín kemur kona. Hún er með rautt hár og heldur á rauðri rós. Sælir, segir konan og er kurteis. Ég fer hjá mér, því mér finnst hún vera of kurteis. Sælar, segi ég. Konan er gömul. Eruð þér ekki að hugsa um að kaupa yður rós? spyr hún. Hvernig getur lienni dottið í hug að spyrja svona asnalega? Ég Ég á engan pening. Ég get ekkert keypt. Nei, segi ég. Eiginlega ekki. En má ég þá ekki gefa yður þessa rós hér segir konan. Ég er yður rnjög þakklátur, segi ég (en þannig er siður að þakka fyrir sig í þes«u landi), má ég ekki borga rósina? Guð komi til, segir konan. Hún er ekki þess virði. Ég er búin að selja allar rósirnar mínar í dag nema þessa. Mig langaði til að sjá hana fara líka. Ég var að hugsa um að gefa fiðluleikaranum hana. En hann er blindur, veslings maðurinn, svo að hann hefði ekki liaft neitt gaman af því. Ég bið yður að fyrirgefa. Ivonan ætlar að standa upp. En ég toga í handlegg liennar, skyndilega, eins og eitthvað hafi skeð. Og það er vegna þess að ég sé, að rósin er tilbúin. Það eru rauð og glansandi pappírsblöð, vafin og límd á ryðgaðan vírþráð. Og ég spyr: Heyrið þér, kona góð. Fyrirgefið! En mig langar til að spyrja yður að einu. Eru — eru allar rósirnar, sem verið er að selja hér, af þessari gerð? Ég meina: eru ekki seldar af- skornar rósir í dag? Ég veit ekki nema konan hafi móðgazt, en hún brosir og svarar: Nei, það þýðir ekki, þær myndu skrælna. Þessar rósir, sem þér sjáið þarna, þær eru allar tilbúnar. Við seljum þetta fyrir barnahælið og hermanna- spítalann. Stríðið er svo sem ekki búið enn. Ég þakka fyrir. • SÓLSKIN og hvítt torg, og margt fólk eins og leikbrúður, einnig ég, útlendingur- inn. Og til hægri handar Skuggahverfið, þar sem úrkast mannfélagsins safnast saman í kjallaranum undir gömlu húsi til að vera. Ár þess að aðrir sjái. Ég þangað. Og þar er enginn skuggi. Enginn ætli, að þar sé hinn minnsti skuggi. í dag flýr enginn þennan steikjandi hita, þessa glóandi rist. Eina vonin sú, að í nótt, þegar himinninn verður blár, sveipist einnig steinhellur gatnanna bláum slæðum ævintýrisins. Líkt og ofnplötur, sem einu sinni voru rauðkyntar, verða bláar og kaldar, þegar glóðin er kulnuð og enginn eldur meir. I STUTTU MÁLI (Framhald af bls. 2) rískra bænda að gera (Government’s Commo- dity Credit Corporation. eða CCC, eins og hún er kölluð), orðið að káupa mjög mikið magn af framleiðsluvörum landbúnaðarins til að fyrirbyggja stórkostlegt verðfall land- búnaðarvara og efnahagstjón bænda. Starfsemi CCC og hin mikla framleiðsla landbúnaðarins, hefur leitt það af sér, að bandaríska ríkið á nú stærsta vörugeynislu- hús í Bandaríkjunum. I því er rneira korn, hveiti og bómull en í nokkru vörugeymslu- húsi einstakra bandarískra firina. Á meðal þeirra vara, sem geymdar eru í vörugeymslu- húsum CCC eru: 230 millj. pund af þurrmjólk, 95 - pund af smjöri. 22 - pund af osti. 64 - pund af þurrkuóum eggjum (jafn mikið og 192 millj. dúsín af ferskum eggjum). 35 - pund af niðuis. kjöti frá Mexico (keypt í sainbandi við samninga um að USA fengi að fara til Mexico og vinna að útrýmingu dýrasjúkdóma). 172 — skeppur af hveiti. 82 — skeppur af korni (og um Jtað bil 300 millj. skeppur væntanl. til viðbótar í maí 1950). 3.750.000 pokar af baðinull. Þykir vikublaðinu Time að vonum horfa heldur óvænlcga fyrir bandarískum bænd- um á næstunni, ef áframhald verður á þeirri þörf, að C C C kaupi svo og svo mikið af landbúnaðarvörum, til þess eins að stafla þcim uj>p í vöruhúsum sínum hér og þar í Bandaríkjunum. Frægt bókasafn Dr. Luther H. Evans. Þingbókasafnið í Bandaríkj- unum varð 150 ára gamalt 24. apríl síðastl. Þessi stofnun er að ýmsu leyti eitt merkilegas'a bókasafn heimsins. í því eru yfir 29.800.000 bækur, handrit, samn- ingar og annað, er bókmenntum og bókagerð viðkemur, þar á meðal frumeintakið af stjórnar- skrá Bandaríkjanna. Dr. Luther H. Evans nefnist yfirbókavörður safnsins, og birt- ist mynd af honum hér að ofan. Það má geta nærri, hve þýðingar- mikið starf hans er, þegar safn lians er t. d. borið saman við bókafjölda Landsbókasafnsins. Þingbókasafnið í Bandaríkj- unum var fyrst og fremst stofn- að til notkunar fyrir þingmenn þar í landi. Hins vegar hefur það vaxið langt út fyrir þessi tak- Það er orðið alþjóða bókamiðl- ari, sem opið er hverjum þeim, sem vill notfæra sér þjónustu þess. Það hefur aðsetur sitt í tveim stórbyggingum í Washing- ton, D. C. Dr. Evans hefur verið -yfir- bókavörður síðan árið 1945. 11

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.