Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1950, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.05.1950, Blaðsíða 17
Arababœrinti í Oran. í úthverfi borgarinnar er Araba- hverfið- út af fyrir sig og þar lifa þeir sínu sérstæða lífi óáreittir og út af fyr- ir sig að mestu leyti, í hinni ævafornu borg sinni, sem fráleitt hefir tekið miklum breytingum frá því að ræn- ingjarnir liéldu frá þessum slóðum norður til Islands og rændu þar mönn- um og konum. Evrópumenn gera held- ur h'tið að því að heimsækja Arabana, enda er trúarofstæki þeirra mikið og slíkar heimsóknir ekki hættulausar, sérstaklega ef komið er að þeim við trúarlegar aðgerðir og bænahald. Ættarmót frá Vestmannaeyjum eða austan af landi? Hins vegar er það fýsilegt til fróð- leiks fyrir ferðalanga norðan af ís- landi að lieimsækja slíkan Arababæ í Afríku, þó að ekki væri til annars, en að vita hvort ekki brygði þar fyrir augu norrænum andlitsdrætti, sem verið gæti ættaður úr Vestmannaeyj- um eða austan af fjörðum. Það varð því úr, að gerður var samn- ingur við franskan leigubílstjóra á bílastöð einni í franska bænum, um að aka okkur Islendingunum út í Ar- ababæinn og um liann, til þess að við ættum þess kost að sjá hann rækilega. Skyldi liann hafa akstrinum þannig, að ég fengi tækifæri til að taka mynd- ir af Aröbum og lifnaðarháttum þeirra og borgarlífinu, út um opna hliðarrúðu í framsæti bílsins, þar sem ekki gæfist ráðrúm til að fara út til myndatöku. Bílstjóri lét illa af þessari uppástungu og miklaði fyrir sér þá hættu, sem hann setti bílinn og sig í með þessu uppátæki. Hann vissi, sem við vissum líka, að Aröbum ar mein- illa við myndavélar, meðfram af trú- arlegum ástæðum, og er afleitlega við að teknar séu af þeim myndir. Verður þá helzt að stelast að þeim til þess, og eiga þeir til að reyna að grýta þá, sem það gera, þegar um villutrúarmenn er að ræða, en í þeirra augum eru kristn- ir menn sízt betri en venjulegir heið- ingjar. Niðurstaðan varð þó sú, að samningar tókust. Bílstjóranum var lofað þrefaldri borgun, eða eitt þús- und frönkum, fyrir ferðina, og svo hófst ferðalagið. Gatan, leikvangur barnanna og hœnsnanna. Þegar í Arabahverfið kom, breyttu byggingarnar um svip. Byggingarstíll þeirra sker sig úr á sérstæðan hátt. Húsin eru gluggalitlir steinkastalar, yfirleitt ekki ýkjaháir, en oft með steinsúlum utan á veggjunum og hvelfingum og kúplum á bænahúsum og öðrum opinberum byggingum. Yf- irleitt eru göturnar ákaflega mjóar og engar gangstéttir. Óþrifnaðurinn virð- ist í hávegum hafður og sorprennur eru ekki aðrar til en gatan sjálf. Þar leika líka hænsni og kalkúnar lausum liala, en börnin ýmist liggja sofandi eða leika sér á götunni innan um þetta allt saman. Víða sitja konur og karlar flötum beinum á hinni mjóu götu, stundum með börn í kringum sig, en liænsnin tína úrganginn við dyr ná- grannans. Konurnar eru allar í hvítum skikkj- um, sem þær sveipa um sig frá hvirfli til ilja að heita má, svo að aðeins sér í annað augað. Ungu stúlkurnar eiga það þó til að lyfta skýlunni frá hinu auganu, sjái þær eitthvað, sem þeim þykir gaman að. sumar bera börn með sér undir skýlunni. Karlmennirnir klæðast í einkennilegar pokabuxur, víðar að ofan og með feikna miklum rasspoka, sem nær niður undir hné. En að ofan er klæðnaðurinn marg- breytilegri. Flestir voru með vefjar- hött (túrban) á höfðinu. Marbreytilegur varningur á markað- inum. Markaðir Arabanna eru haldnir á stórum, opnum svæðum, illa hirtum grasflötum með moldargötum. Og þar er nú líf í tuskunum. Eiginlega voru markaðirnir í þessum Arababæ tveir. Á öðrum voru öll matvæli, aðallega grænmeti og lifandi fuglar, en hinum vefnaðarvara. Matvörumarkaðurinn var að nokkru leyti í einni af hinum þröngu götum og þar ægði saman ætu og ó- ætu. Þar voru handverksmenn, skó- smiðir og aðrir við iðju sína úti á göt- unni og þjörkuðu við viðskiptavinina, en aðrir voru í asnakerru með græn- meti og buðu niður fyrir nágrannan- um. Á vefnaðarvörumarkaðinum var öllu meira um dýrðir. Þar stóðu kaup- mennirnr með strangana ýmst uppi á kössum eða spýtnaborðum, en lang- samlega flestir þeirra röðuðu þó ger- semunum í kringum sig á grasflötina. Mikið af vefnaðinum virtist vera heimaunninn hjá Aröbunum, sumt komið innan úr landi, en trúlegt er að mörg íslenzk húsmóðir hefði þegið að fá gólfteppi eins og þau, sem prýddu þarna grundirnar undir pálmatrján- um í Arababænum í Oran. gþ- FYRSTA KAUPFÉLAGIÐ. (Framhald af bls. 5) þó skýrast og verða greinilegri og vísa loks veginn gegnum mistur aldarand- ans. Sú varða var eins og viti, sem lýsti þjakaðri alþýðu á langri ferð. Eg er sannfærðum um að sá viti hefur, meir og betur, lýst upp heim samvinnunn- ar, en margan grunar. Hvenær viður- kennir heimurinn til fulls vitaljósið, sem var tendrað í Lennoxtown árið 1812? Hvenær verður litla, skozka sveitaþorpið, á milli ásanna, vafið slíkum frægðarljóma? Finnur Kristjárisson. Bómullardúkar frá Japan Bretland er nú byrjað að flytja inn töluvert af bómullardúkum frá Japan, en eins og kunnugt er hafði til skamms tíma verið innflutningsbann á jap- önskum bómullardúkum í Bretlandi. Innflutningsbanninu var aflétt með verzlunarsamningum, sem gerðir voru í árslok 1949. Bómullardúka-prentarar í Bretlandi hafa fagnað þessum samningum mjög mikið. Kaupa þeir japönsku dúkana óáprentaða, lita þá og þrykkja inn á þá alls konar skrautmyndum og útflúri. Síðan flytja þeir dúkana aftur út og selja þá aðallega í hinum svokölluðu sterlingslöndum. Vefararnir í Lancashire hafa hins vegar litð þennan samning illu horn- auga. Þeir vita sem er, að japanskur bómullardúkavefnaður var um langan aldur hættulegasti keppinautur Lan- cash irevef naðarins. Dúkarnir, sem keyptir eru frá Jap- an, áprentaðir í Bretlandi og síðan fluttir út aftur fullunnir, eru ódýrari en dúkar þeir, sem unnir eru að öllu leyti í Lancashire. 17

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.