Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1950, Blaðsíða 4

Samvinnan - 01.12.1950, Blaðsíða 4
í öndverðu batt ást og tryggð við þess- ar stöðvar, og reyna að gera oss grein fyrir átrúnaði hans. Frásagan yim liann í Landnámabók er örstutt, aðeins fáeinar línur. En út úr þessum fáu línum má þó með særni- legri athygli lesa aðra lengri og merki- legri sögu. Það má gera sér furðu skýra hugmynd um djúpúðugan og ein- kennilegan mann, sem í ýmsu var frá- brugðinn því, sem algengt var um for- feðu'r vóra. ; • • '('f; 1 Þess er eigi getið, hvaðan Þórir kom úr Noregi, og má einnig vera, að liann liafi komið vestan um haf. Faðir llans er nefndur Ketill brimill og hefur sennilega á æskuárum verið selveiða- maður í norðanverðum Noregi, ef nokkuð má ráða af auknefni hans. Seg- ir Hauksbók reyndar, að Ketill hafi verið víkingur mikill og hafi hann farið til Hjaltlands með Torf-Einari, syni Rögnvalds Mærajarls, og er senniíégt, að það hafi verið kringum 890, og má þá vera, að Þórir hafi verið í för með þeim. Gefur Hauksbók einnig þær upplýsingar um ætt Ketils, að hann hafi verið kominn af Hrafn- istumönnum og verið kvæntur Jór- unni, dóttur Þórgnýs lögmanns af Svíaríki. Þetta virðist styðja að því, að Ketill hafi verið höfðingi mikill, víð- förull og í góðu áliti, en af því verður líka ljóst, að kyn gáfumanna og skálda hefur staðið að Þóri. Var hann auk- nefndur snepill og kann það að liafa lotið að einhverju líkamseinkenni, þó að ekkert verði um það fullyrt. Eins atviks er getið frá siglingu Þór- is út hingað. Með honum var á skipi maður sá, er Gautur hét og virðast þeir hafa verið samrýmdir og ef til vill fóstbræður. í hafi sigldu að þeim fé- lögum víkingar, og laust Gautur stafnbúann í skipi þeirra með hjálm- unveli og sneru víkingar við það á brott. Fyrir þetta nefndi Þórir vin sinn Hjálmun-Gaut og sýnast þeir hafa hent gaman að þessum atburði. Segir nú ekki af ferðum þeirra fyrr en þeir tóku land og komu skipi sínu í Skjálfandafljótsós. Nam Þórir fyrst Kaldakinn milli Skuggabjarga og Ljósavatnsskarðs. En þar nam hann ekki yndi og leitaði sér annars land- náms. Þá kvað hann þetta: Hér liggur, kjóla keyrir Kaldakinn um aldur, en vér höldum heilir Hjálmun-Gautur á braut. Þórir nam síðan Fnjóskadal allan til Ódeilu og bjó að Lundi. Hann blótaði lundinn, segir Landnáma. Varð hann síðan kynsæll mjög um Þingeyjarþing og Vaðiaþing. HVAÐ MÁ ráða af þessari fáorðu sögu? Fyrst og fremst það. að Þórir hefur verið ágætt skáld eins og frændi hans Egill Skallagrímsson. Eg ræð það ekki aðeins af þessari vísu, sem vafalaust hefur aðeins verið ein af möigum, en er haglega gerð og sýnir, að hann hefur kunnað góð tök á kenn- ingum og skáldskaparmáli. Eg ræð það fyrst og fremst af nafngiftum hans. Allar líkur mæla með því, að hann hafi skírt: Skjálfandafljót, Skugga- björg og Ljósavatn. Þessi nöfn eru svo blæfögur og hljómsterk, að það er fljótséð, að sá maður liefur haft óvenju ríka tilfinning fyrir fegurð náttúrunn- ar og fegurð tungunnar, sem skapaði þau. Hann skynjar fyrirbrigði náttúr- unnar með þeim næmleik, sem skáld- um einum er gefinn. Hann getur með einu orði málað óafmáanlega skýrt það, sem hann sér. Og það er enn annað, sem sýnir glöggt þessa skáldlund Þóris snepils. Það er sagan um það, hvernig hann nam ekki yndi í Kinninni. Ef til vill hefur hann fyrst komið þangað í sól- skini og fundist sveitin minna sig á brosandi vanga og því sezt þar að. F.n útrænan verður honum leið, 02: að lok- um helzt hann þar ekki lengur við. Hann er þá orðinn kunnugri og veit um aðra fegurri staði í nágrenninu. Hann skírir sveitina Kaldakinn og fer á brottu og býst við, að enginn muni koma til að búa þar framar. Þá er það, sem hann kemur í Vagla- skóg, og hér í fylgsnum skógarins finn- ur liann sál sinni þann frið, sem hann fór ef til vill að leita að, jjegar hann lagði út á ólgandi hafið til nýrra land- náma. Hér kynnumst vér enn nýrri hlið á lundarfari lians. Landnámabók segir oss, að hann hafi verið trúaður maður. Og hann var trúaður á þann hátt, sem sjaldgæft var með forfeðrum vorum. Hann trúði ekki á Óðin eða Þór eða Njörð, sem algengast var. Hann blótaði ekki álfa eins og allmargir gerðu, ekki steina eins og nágranni hans úti á Flateyjardalnum. Hann blótaði lund- inn! Þessi frásögn Landnámabókar kem- ur oss dálítið ókunnuglega fyrir sjón- ir. Það er svo örsjaldan talað um slíkan átrúnað í fornsögum vorum, að af því er naumast unnt að gera sér verulega grein fyrir í hverju þessi átrúnaður var fólginn. Því hef eg gert það að gamni mínu, að grennslast ofurlítið eftir því samkvæmt öðrum heimild- um, hvílíkur þessi átrúnaður Þóris snepils múhi' hafa verið, og skal eg nú skýra frá því með nokkrum dæmum. EGAR VÉR förum að athuga trú- arsögu mannkynsins, verðunr vér þess vör, að tilbeiðsla á trjám er fyrir- brigði, sem þekkist svo að segja um all- an heim, og gætir hennar eigi minnst í trúarsögu ariska kynstofnsins í Ev- rópu. Þetta skýrist ef til vill af því, að í upphafi sögunnar huldu geysimiklir skógar mikinn hluta af meginlandi Norðurálfu, og af elztu sagnritum vita menn einnig, að bæði á Grikklandú Ítalíu og Bretlandseyjum voru mikil landflæmi hulin myrkviðarskógi, þar sem nú vex ekki hrísla úr jörð. Skóg- urinn varð mönnum því ósjálfrátt það musteri, þar sem þeir tilbáðu guði sína og hyggja fróðir menn, að latn- eska orðið templum, sem þýðir hof eða guðsdýrkunarstaður, merki upp- runalega skógarlund, þar sem þessi guðsdýrkun hafi farið fram, og eimdi lengi eftir af þeim átrúnaði með Ger- mönum, að þeir blótuðu slíka staði. Hvíldi svo mikil helgi yfir lundum þeirra, að ægileg refsing lá við eftir forngermönskum lögum, ef brotin var grein eða börkur skafinn af tré, er í honum stóð. Skyldi nafli sökudólgsins skorinn út og festur við tréð, en mað- urinn síðan leiddur umhverfis og raktar úr honum garnirnar. Á meðal Kelta er það alkunnugt að prestar þeirra, drúidarnir, tilbáðu helgar eikur, og nálægt Uppsala í Sví- þjóð var ginnheilagur lundur, þar sem hvert tré var talið heilagt. Algengt var það með Slövum að þeir tilbæðu tré og helga lundi og sama tíðkaðist með Lithuönum þangað til þeim var snúið til kristni, en það var ekki fyrr en í lok 14. aldar. Gengu þeir til véfrétta við trén og höfðu helga lundi um- hverfis hús sín eða þorp, þar sem ósvinna þótti að brjóta grein. Var tal- 4

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.