Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1950, Síða 22

Samvinnan - 01.12.1950, Síða 22
Svona teiknaði H. C. Andersen MYNDIN hér til vinstri er af rómverskum götu- strák, árgangur 1833. Teiknarinn hefur með listilegu hand- bragði náð hinum ó- svífna, en þó skemmti- lega, svip á stráksa, og maður getur látið sér detta í hug, að þau orð, sem eru augsýni- lega komin fram á varir lians, séu af þeirri tegundinni, er ekki er gott að setja á prent, nema þá að- eins fyrsta stafinn og svo púnktalínu á eft- ir, hæfilega langa. Þetta er ungmenni, sem á fyrir liöndum að láta margar ungmeyjar roðna, en gefa þeim jafn- framt forsmekkinn að himneskri ham- ingju og sælu. Vel má vera að lesendur geti nú ekki lesið allt þetta úr svip drengs- ins, en allir ættu að geta verið sam- mála um, að teikningin er mjög lif- andi og vel gerð. En listamaðurinn, sem teiknaði, var enginn annar en H. C. A ndersen, ævintýraskáldið góða, sem allir þekkja. Frummyndin er geymd á H. C. Andersen-safninu í Odense á Fjóni, ásamt þeim öðrum myndum, sem hér eru prentaðar. Þegar Andersen var á ferðalögum, og hann ferðaðist mikið um dagana, hafði hann það fyrir sið að rissa á blað hjá sér svipmyndir úr ferðinni, rétt eins og margir ferða- menn nú á dögum geyma minningar frá ókunnum stöðum með aðstoð ljósmyndavélarinnar. Sjálfur hefur hann lýst því í bréfi til vinkonu sinn- ar, er hann ritaði frá Portúgal 1866, þá orðinn roskinn maður, að hann kitlaði jafnan í fingurna, er liann sá eitthvað markvert, svo að hann varð að teikna á blað. Og stundum urðu myndirnar skemmtilegar og lýstu vel ágætum hæfileikum listamannsins á fleiru en einu sviði. Andersen hafði aldrei hlotið neina tilsögn í dráttlist og lögmál perspek- tívsins voru honum fjarlægari en staf- setningarreglurnar. Sumir vina hans höfðu samt auga fyrir þessari eðlis- gáfu hans, en þegar hann sýndi mynd- höggvaranum Jericliau eina af mynd- um sínum, og útskýrði um leið, að liann væri alveg ólærður í faginu, varð hinum ágæta myndhöggvara þetta að orði: „Það er nú auðvelt að sjál“ Og vitaskuld hafði liann rétt fyrir sér með því að hann skoðaði teikning- una af sjónarhóli akademíkarans og atvinnu-listamannsins. í dag er mynd- listin ekki eins rígbundin við hið klassíska form og þá var. Hún um- vefur í dag einnig hina ólærðu lista- menn. Van Gogh og aðrir snillingar hafa kennt þau sannindi, að teikning eða málverk getur verið mikið listaverk enda þótt formið virðist svo ófull- komið, að það mundi aldrei standast próf frá viðurkenndum listaskóla. Þess vegna er það, að í dag njóta teikn- ingar H. C. Andersen miklu meiri viðurkenningar Jaeirra, sem til þeirra þekkja, en samtíð hans vildi veita þeim. Menn kunna nú að meta það, sem í þeim býr, en þær eru einkenni- legar, persónulegar og mjög lifandi og skemmtilegar, og sýna mæta vel hvernig miklir listamannshæfileikar brjótast fram, hvernig sjálfstæð lista- verk verða til. Allar teikningarnar eru frá suður- för Andersens árið 1833, er hann hlaut styrk til Ítalíuferðar. Á þessari ferð lærði hann mikið og þroskaðist. Síð- ar sagði hann, að hann hefði óskað sér að hverfa aldrei heim aftur fremur en að koma heim án þess að vera til- búinn að skapa sönn skáldverk. Hann ferðaðist frá Kaupmannahöfn um Hamborg, Kassel og Frankfurt til Parísar. Þaðan fór hann um Júrafjöll- in, í gegnum Rhone-dalinn, til Míl- anó og síðan lengra suður á bóginn, til Genúa, Písa, Flórens og loks til Rómar, en þangað kom hann hinn 18. október 1833. Þaðan ferðaðist hann til margra merkra staða, svo til Capri, Pompeji og Neapel, en dvaldi að öðru leyti í Róm til vorsins 1834, en hélt þá heim og kom við í mörg- um borguin. aðallega í Þýzkalandi og Austurríki. Á þessari ferð var hugur hans op- inn og móttækilegur fyrir inargs kon- ar áhrifum, eins og liann getur að- eins verið, er menn ferðast frá föður- garði í fyrsta sinn. Þetta má m. a. ráða af hinum mörgu rissmyndum og teikningum, sem hann gerði á ferð- inni, m. a. af landslagi, götum, krám, klaustrum, fornum rústum og graf- steinum. Doub-fossinn i Júrafjöllum. XHXKXHXHXHXBXHXHXHKHXBXHXHXHXHKBX»»lKBXBXHXHXHXHXHXBXBXHXHXHXHXBKBKHXBKHXBXHXHXeXBXBXHXHXHXBX«? Margir listamenn hafa fleiri en einn streng á boga sínum. — Svo var um hið ágæta danska skáld H. C. Andersen. Hann teiknaði fallegar rissmyndir á ferðalögum sínum «BXhXHXHXHXBXhXhXhXhXbXbXhXBXbXHXH#XhXHXBXHXbXhXhXhXbXhXHXhXHXbXhXbXhXBXHXhXhXhXbXHXHXhXhXHXHXi 22

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.