Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1950, Side 26

Samvinnan - 01.12.1950, Side 26
SEIÐUR LÍFSINS í FYLGSNUM SKÓGAR OG EINVERU. (Framh. af. bls. 6) hugmyndin um, að sálir forfeðranna byggju í trjánum og hyrfu þangað, eins og Þórsnesingar trúðu, að þeir dæu inn í Helgafell? Mér þykir það ólíklegra, af því að Þórir var hér ný- græðingur, fjarri ættarstöðvum sínum. Hitt þykir mér líklegast, að hann hafi af skáldlegri innsýn skynjað, að skógurinn var þrunginn af lifanda lífi. Hann hafi öðlast hina sömu trúarlegu skyggni og Móses, þegar hann kom að þyrnirunninum, sem logaði af guð- dómlegu lífi án þess að brenna. Báðir fundu, að það var heifög jörð, sem þeir gengu á. Með þessari tilfinning blótaði land- námsmaðurinn lundinn. Guðinn, sem liann tilbað var ekki Jahve, heldur sennilega Freyr, guð hinna sænsku móðurfeðra. Freyr var frjósemdar- og ársældarguðinn sá, sem tilbeðinn var í lundinum helga við Uppsala og blót- aður þar til árs og friðar, og árlega kvæntur með miklum hátíðahöldum fegurstu mey héraðsins, sem varð hof- gyðja hans. Sagt er að Freyr réði fyrir álfheimunr, en álfar voru samkvæmt hugmyndum forfeðra vorra andar dauðra manna. Er því ef til vill liér sýnilegt samband við forfeðradýrkun- ina. En hvað sem því líður, þá var Freyr jafnan tilbeðinn sem hinn bjarti og blíði guð sem: „mey né grætir né manns konu, en leysir úr höftum hvern.“ Er það eðlilegast, að maður nreð skáldlund Þóris og auga fyrir náttúru- fegurð hneigðist einmitt að þessum gróðrarguði og blótaði liann. En livort guðinn heitir Freyr eða Jahve, það skiptir engu máli. Aðalatriðið er það, að geta séð það, sem Þórir sá, geta skynjað hina sörnu tilfinning, er vér komum á þennan fagra stað: að það er lteilög jörð, sem vér stöndum á! Það er sannarlega lifandi líf og andi einhvers máttugs guðs, sem logar í limi og laufi og litbrigðum þessa skógar og í gervalli fegurð hans. Þetta hefur þá einnig eitt af vorum beztu skáldum fundið. er það kemst einmitt þannig að orði: „Hér logar allt af lífi hér ljómar allt af gleði.“ Vér finnum þetta einnig, þegar sól- in ljómar yfir lundinum og vindurinn þýtur í laufinu með sínum dularfulla niði, alveg eins og á dögum landnáms- mannsins. Og það er þessi tilfinning fyrir liinu volduga, dásamlega og ó- endanlega, sem ein megnar að gagn- taka oss og gera fögnuð vorn fullkom- inn hér í helgidóminum. TTLEGGUR ÞÖRIS SNEPILS greindist um Fnjóskadal og Eyja- fjörð. Frá honum voru Ljósvetningar, sem mjög koma við kristnisögu vora, og Hlenni spaki í Saurbæ. Hann var einn af þeim, sem fyrstur tók kristni af Friðreki biskupi og Þorvaldi. Hann var einn þeirra, sem heitinn var guði til sigurgjafar, er kristni var lögtekin á alþingi, og sýnir það, að hann hefur verið trúmaður mikill og talinn með ágætustu mönnum sinna tíma. Sýnir þetta, að trúhneigð hefur haldist með afkomendum Þóris snepils og ætla eg að svo sé enn í dag. Ættareinkennið marka eg af því meðal annars, að líkt er nú á komið fyrir oss og honum: Öll blótum vér lundinn enn þann dag í dag. Hingað komum vér, er vér þráum að lifa glaða og friðsæla stund. Vér leitum hingað hvíldar og hressingar alveg eins og for- faðirinn og skynjum eins og hann töfrandi seið lífsins í fylgsnum skógar- ins og einveru. Og vel gæti eg trúað því, eins og trjádýrkendur fornaldar- innar, að andi landnámsmannsins, sem fyrstur batt óslítandi ást við þenn- an stað, sé hér ennþá á reiki og að hann muni gleðjast vfir því að sjá, hvernig afkomendur hans halda enn við skóginn hinni fornu tryggð. í kvæði Jónasar Hallgrímssonar um Gunnarshólma er því dásamlega lýst, hvernig hólminn liefur varðveitzt fyrir ást og tryggð landvættanna. Á köldum söndum stendur hann einn, algrænn og óbrotinn, mitt í árflaumi eyðilegg- ingarinnar. „Því lágum hlífir hulinn verndar- kraftur hólmanum, þar sem Gunnar sneri aftur“. Skáldið og þjóðtrúin eru þess full- viss, að tíminn og eyðingin nái ekki að granda þeim gróðri, sem mannsandinn hefur bundið ást og hollustu við. Yfir Vaglaskógi hefur eínnig ein- hver verndarkraftur vakað. Meðan aðrir skógar í héruðunum umhverfis hafa fallið í auðn, lrefur hann lifað gegnum aldirnar og fagnar oss nú í dag á sama hátt og hann fagnaði landnáms- manninum fyrir þúsund árum. Hér er alltaf ilmur, þó aðrir skógar svíki. Það eigum vér að þakka hinni máttugu vígslu landnámsmannsins, þeirri ást og lotningu, sem ein megnar að hamla gegn eyðingu og umhverfing tímanna. FISKMARKAÐURINN í AUÐUGASTA LANDI HEIMS. (Framh. af bls. 21) vegna þess að við höfum aðrar og eftirsóttari fisktegundir til að selja með þeim, en það hafa keppinautarn- ir ekki, svo að hér getur brugðið til betri vona. EINS og kunnugt er hefur salan á íslenzka fiskinum aðallega farið fram í gegnurn tvo aðila, skrifstofu Sölustöðvar hraðfrystihúsanna og skrifstofu S. í. S. í New York. S. í. S. hóf ekki útflutning á freðfiski til Bandaríkjanna svo að neinu næmi fyrr en á þessu ári, og er því ekki komin veruleg festa á sölufyrirkomu- lagið enn, en það stendur nú til bráðra bóta. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur aftur á móti haft skrifstofu í New York til þess að annast freð- fisksöluna um nokkurra ára skeið, og er því sölufyrirkomulag þeirra kom- ið í nokkuð fastari skorður. Söluskipulag S. H. er í stórum dráttum þetta: — Skrifstofan í New York sér um allan innflutning og sölu í New York. Að öðru leyti er landinu skipt niður í sölusvæði, og hefur einn vörumiðlari einkasöluaðstöðu á hverju sölusvæði. Áður en fiskfarmur kemur til New York, reynir hver ÞAÐ ER MAÐURINN SJÁLFUR. (Framli. af bls. 2) að verzluriarbúðirnar, verksmiðjurnar, um- setningin og arðurinn, já, skipulagið sjálft, er ekki takmarkið, heldur aðeins leiðin að því? Vissulega er hugsjón okkar ekki bundin þtssum áþreifanlegu hlutum. Hún er miklu stærri og voldugri. Hún er maðurinn sjálfur, þroskamöguleikar hans og sú aðstaða, sem fóstrar menntaða einstaklinga og þroskað þjóðfélag. 26

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.