Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1955, Side 4

Samvinnan - 01.02.1955, Side 4
VILJANS MERKI samvinnukvikmyndin nýja í fyrrasumar var rauðlitur stór- jeppi tíður eða jafnvel stöðugur gest- ur á íslenzkum þjóðvegum. Hann fór víðsvegar um Suður- og Vesturland, Borgarfjörð og Norðurland allt, eftir þjóðbrautum og upp í afdali. Hann fór tólf sinnum yfir Vaðlaheiði og tíu sinnum austur yfir fjall frá höfuð- staðnum. Hann fór samtals um 8000 kílómetra með sömu farþega: þrjá Svía og einn eða tvo fylgdarmenn þeirra. Samræður inni í jeppanum snerust oft um litkvikmyndir og blessaða sól- ina, sem litkvikmyndir þrífast á. Þess- ir þrír Svíar voru til íslands komnir til að taka kvikmynd af landi, þjóð og sérstaklega samvinnustarfi lands- manna. Þeir höfðu tveggja mánaða viðdvöl og áttu að festa sem mest og bezt af því, sem myndefni var talið, á filmur sínar, svo að úr því mætti gera þriggja stundarfjórðunga kvikmynd. Þessi kvikmynd er nú fullgerð og hefur fyrir nokkru verið frumsýnd fyrir liðlega þúsund Reykvíkinga. Ber myndin nafnið „Viljans merki“ og hefur vakið ánægju þeirra, sem séð hafa. Mun fræðsludeild SIS nú gang- ast fyrir því, að myndin verði sýnd á vegum kaupfélaganna víðs vegar um landið á næstu mánuðum. Elner Ákesoti tekur kvikmynd af Lókastaðarétt. Því munu fáir trúa, sem ekki þekkja til kvikmyndagerðar, hversu mikil vinna hefur verið lögð í þessa kvik- mynd og hversu langan aðdraganda tilvera hennar átti. Skal því freistað að gera nokkra grein fyrir sögu mynd- arinnar, ef einhverjum lesendum þætti í því fróðleikur. Hugmyndin um þessa mynd er álíka gömul og ákvörðunin um að gera kvikmynd eftir skáldsögunni Sölku Völku. Sú mynd var gerð af sænska félaginu Nordisk Tonefilm, en einn af höfuðeigendum þess félags er KF, 4

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.