Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1955, Side 17

Samvinnan - 01.02.1955, Side 17
I sama bili kom frú Amie fyrir húshornið og gekk að pallinum, þar sem maður hennar og gesturinn sátu. „Gott kvöld,“ sagði hún blíðlega. „Eg hef verið að leita að ykkur; það er kominn kvöldverðartími. — Þú borðar auðvitað með okkur, Amar? Ég skal sjálf ganga um beina og gæta þess, að stúlkurnar sjái þig ekki.“ Hún hló lítið eitt og Karl kannaðist vel við þennan lága, tæra hlátur, sem líktist lækjarniði. En þama í uggvænlegri kyrrðinni hljómaði hann allt annað en eðlilega; það var engin gleði í honum, aðeins óró og kvíði. Oldungurinn leit til hennar og svaraði mildum rómi: — „Þakka þér fyrir, Amie. Mat vil ég þiggja.“ — Hann hugs- aði sig um andartak og hélt svo áfram: „En við skulum hafa hraðann á. Ég þarf að komast af stað um miðnætti. Arbot hefur lofað að fylgja mér á leið; — mér er dálítið villugjarnt hérna í skógunum.“ „Hefur Arbot?“ — Amie greip andann á lofti og starði felmtruð á Woldaris. Hann Iét sem hann yrði þess ekki var, en svipur hans var kaldur og ógnandi. „Ég efast um, að Arbot sé nægilega kunnugur skógar- vegunum,“ sagði Ivar frá Austurbæ með hægð. Það var háðshreimur í rödd hans. „Ég ætla að ganga með ykkur. — Þið gætuð kannske villzt.“ Karl frá Austurbæ horfði sem töfrum tekinn á drauma- dís æsku sinnar, er hann sá nú miklu greinilegar en þegar hún stóð hjá Arbot úti á flötinni. Hún var grönn og fín- leg sem fyrr, klædd dökkum flauelskyrtli, uppháum og ermalöngum. Tunglið skein á andlit hennar, sem var fölt og fagurmótað; augun voru mild og angurvær, hvarma- svipurinn dapur. Og röddin hennar unaðslega ómaði líkt og tregakennd, deyfð hljómlist í næturrónni; enn minntu orð hennar á ástaratlot. Hún talaði sænskuna með dálít- ið útlendingslegum hreim, sem hann mundi ekki eftir frá fyrri tíð, en einmitt gerði mál hennar enn fegurra. — Hvers vegna var ég dæmdur til að lifa á öðru tímaskeiði en hún, hugsaði hann. Því mátti ég ekki eiga samleið með henni og vera vinur hennar? Ef hún hefði elskað mig, myndi ég glaður hafa dáið fyrir hana, í stað Arbots. Amie, Amie, — aldrei get ég gleymt henni og enga mun ég finna, sem henni líkist. Svíinn Arbot kom nú einnig fram úr fylgsni sínu undir húsgaflinum og gekk til hinna þriggja. Ekkert þeirra virt- ist verða neitt hissa á því. -—- Amar Woldaris reis á fætur og sagði með breyttri röddu: „Það líður að miðnætti. Or- lagastundin nálgast.“ Þau fóru svo nærri Karli, að hann hefði getað náð til þeirra með hendinni. — Léttur andblær fór um garðinn og bærði Iauf aspanna; það var eins og margar raddir hvísluðu: Þei, þei. — Hann sá þau stefna heim að íbúðar- húsinu og læddist varlega á eftir þeim. — Örlagastundin, hugsaði hann og kenndi djúprar meðaumkunar; voru þau neydd til að endurtaka allan harmleik sinn hverja ein- ustu nótt? — Góður guð, þetta er ekki mögulegt; láttu mig vakna og vita að það var aðeins martröð. Hann kannaðist naumast við sjálfan sig; hann var ekki lengur sami maður og sá, er kom til Austurbæjar fyrir nokkrum klukkustundum síðan. Eða höfðu ár liðið, var tíminn ekki lengur til? Var hann einnig orðinn skuggi meðal skugga? — Nei, nú varð hann að losa sig úr þess- um hræðilega dróma og komast aftur til lífsins. En töfrar draumsins urðu skynseminni yfirsterkari. Hjarta hans var fjötrað af ljúfsárri þrá: hann gat ekki yf- irgefið Amie. Hann fylgdi þeim eftir unz hann sá þau hverfa inn um aðaldyr íbúðarhússins, er lokaðist á hæla þeim. SKOVERKSMIÐJAN IÐUNN, AKUREYRI YÐUR LIÐUR VEL I JJ, unnctr-óteom -ób 17

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.