Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1957, Page 3

Samvinnan - 01.12.1957, Page 3
má Fátœkir hirðar veittu fóstur, stund- um málleysingjar, sem áttu meiri samúð og kærleik en mennimir. Elzt var sögnin um Sargon konung í Akkad (um 2800 f. Kr.). Hún er þannig: „Ég Sargon, hinn mikli konungur í Akkad. Móðir mín var kviklynd, föður minn þekkti ég ekki. Ættfeður mínir völdu sér bústað á liœðunum. Borg mín stendur á sléttu við Efrat. Móðir mín ól mig í leynd. Hún lagði mig í körfu og innsiglaði lokið. Hún varp- aði mér í ána, en áin bar mig til vatnsberans Akki. Vatnsberinn bjarg- aði mér og tók mig í sonarstað.“ — Sögnin um Sargon fór sigurför. Hún varð lieimfœrð lítið breytt til Kýrosar Persakonungs. Rómúlus og Remus stofnendur Rómáborgar áttu sömu sögu: Heilög mær eignast syni tvo með guði einum. Börnin eru borin út. Ylgur finnur í körfu á Tíber. Hún veitir fóstur, en fuglar himinsins fæðu. — Ljósguðinn Mítra, persnesk- ur hlýtur sömu forlög. Hann elzt upp með liirðum. — Var ekki sagan af fæðing Jesú sögnin um soninn, sem heimurinn hafnaði, en Guð hóf í dýrð? Egyptaland er töfrum hjúpað. Ritningin segir, að þangað liafi Jósef og María flúið með Jesú undan of- sóknum, síðar hafi spádómurinn rætzt: „Frá Egyptalandi kallaði ég son minn“ (Matt. 2.15 sbr. Hósea 11.1). Gaf þessi frásögn nokkra bend- ingu um uppruna „helgisagnarinnar?“ Ymsir töldu að svo vœri. Meðal ást- sælustu guða Egypta var Osíris, guð- inn, sem dó, en reis upp að nýju. — Helgisögn greindi frá fæðing lians: Þeba var 7nikil borg og margir helgi- dómar liennar. Þó var einn helgastur. Sú var orsök til þessa að stúlka átti eitt sinn leið fram hjá helgidóminum. Hún bar Þebubúum vatn og átti ann- ríkt. Er hún nálgast liinn helga reit ber óm að eyrum liennar og liafði hún ei fegurri lieyrt. Hún hlaut því að nemci staðar og heyrði liún þá orða- skil. „Hinn mikli konungur og frelsari er fæddur, Osíris.“ — Löngu síðar getur Ijóshátíðar á Egyptalandi. Hún var haldin 25. desember. Stef helgi- söngvanna var þetta: „Mærin liefur fætt, Ijósið rennur upp.“ Þannig finna fræðimenn „helgisagnir' og telja rök. SAMVINNAN óevh dip teóendi hun óhviutm beztih 'di jófab Uefjvh OCf OÓkLP ULPFl ^apócett ocf ppitóaínt Fiýtt dp. Sannleikurinn. „Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa,“ sagði Kristur. Gleymdi frum- kristnin þehn orðum? Hópur frœði- manna rís til andmæla. Trú sveipar Ijóma, satt er það. Aðeins sannleik- ann er liægt að sveipa Ijóma. Myndir og líkingar má fá að láni, einnig frá lielgisögnum fornum. Staðreyndum má ekki raslca. Það liefur Lúkas held- ur ekki gert. Hann kannaði heimildir. Stíll hans og framsetning um liðinn tíma, forn lífsskilningur skýrir. Það skerðir ekki sannleiksgildi frásagnar- innar, en varpar sérstæðri birtu á aðalatríði. List er fólgm í að velja og liafna. A ð því leyti er trúin list. Skær birta og djúpir skuggar. Þannig sér trúaður maður veröldina og mann- lífið. Jólin eru hátíð skærrar birtu og djúpra skugga. Aldrei eru mennirnir nœr því en á jólunum að skynja undrið. GLEÐILEG JÓL! Guðmundur Sveinsson. SAMVINNAN 3

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.