Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1957, Qupperneq 5

Samvinnan - 01.12.1957, Qupperneq 5
hæð í því skyni. Voru þá aðallega hafðir í huga tveir gluggar \ kórnum. Þegar þetta gerðist höfðu lista- mennirnir Guðmundur Einarsson frá Miðdal og Finnur Jónsson verið fengnir til að gera teikningar að steindum glermyndum í þessa glugga. Þóttu þær góðar og mönnum varð Ijóst að ekki mátti við svo búið standa og var ákveðið að koma upp glermálverkum í alla glugga kirkjunn- ar. Er skemmst frá því að segja að það var gert og árangurinn varð sá, að kirkjan gerbreyttist hið innra. Nú er hún hið fegursta hús. Sérstaklega er fagurt að sjá inn í kirkjuna, þegar sólskin er og litskrúðið varpast inn í hana og um djúpar, hvítar glugga- kisturnar. Kostnaðarhlið þessa máls var vel borgið á þann hátt, að þar lögðust margir aðilar á eitt. Sérstaklega ber að þakka alþingi og ríkisstjórnum, svo og einstökum velunnurum Bessa- staðakirkju og fyrirtækjum, sem létu fé af hendi rakna til kirkjunnar í þessu skyni. Þeir Guðmundur og Finnur voru ráðnir til að halda áfram með teikn- ingarnar. Þar sem um er að ræða sambærileg verk í erlendum kirkjum, eru það oftast myndir úr Biblíunni. í Bessastaðakirkju var hinsvegar á- kveðið að koma skyldu myndir úr ís- lenzkri kirkjusögu, en 2 úr Biblíunni. Myndirnar úr kristnisögunni eru á þá lund, að fremst í kirkjunni er mynd af þeim atburði, er kristnir menn komu fyrst til Islands svo vit- að sé. Það eru hinir írsku munlcar, eða Paparnir, sem svo eru nefndir. Sú mynd er í litum á forsíðu þessa blaðs og geta menn nokkuð af henni ráðið, hvemig glugginn er. Hinsvegar gefur Ijósmynd, þó í litum sé, hvergi fulla hugmynd um fegurð lista- verksins, þar sem áhrif birtunnar í gegn um glerið verður ekki höndlað nema með því að sjá gluggana. Pap- arnir em á skipi og hafa þar með sér geitur, en þær eru í fornum bókum oftlega nefndar munkafé. Þeir koma að landi gjósandi eldfjalla, en það er aðeins „symból“ fyrir ísland. Næsti atburður úr kristnisögunni er kristnitakan á alþingi árið 1000. Þar stendur Þorgeir Ljósvetninga- goði eftir að hafa hugsað málið vand- lega og komizt að viturlegri niður- stöðu. Bak við hann sést þingheimur, þar er hinn kristni flokkurinn og hafa sumir krossmörk. Aðrir halda vopn- um á lofti, albúnir þess að berjast, enda hefur oft verið barizt á Islandi, þegar minni mál voru á döfinni en það, að landslýðurinn skipti um trú- arbrögð og lífsskoðun. En Þorgeir sá af skarpskyggni sinni að óeining í þessu höfuðmáli kostaði algjör frið- slit og það hefur að minnsta kosti bjargað mörgum mannslífum, að Þor- geiri var fengið úrskurðarvald í mál- ínu. Þá kemur Jón biskup Arason. Jón er einn af höfuðskörungum íslenzkrar kristni og á myndinni er hann í full- um biskupsskrúða og sín hvorum megin við hann standa kórdrengir. Jón Arason er raunverulega eini ís- lendingurinn, sem barizt hefur fyrir trú sína og nálægt þrem öldum eftir að hann var tekinn af lífi í Skálholti, hlotnaðist honum sá heiður, að Jón Sigurðsson nefndi hann „Síðasta ís- Iendinginn“. Þá koma tveir biskupar, báðir af- burðamenn í íslenzkri kristnisögu. Guðbrandur Þorláksson er fulltrúi fyrir Hólabiskupa. Guðbrandur var baráttumaður fyrir alhliða framför- um og siðabót. Hann lét prenta bib- líu þá, sem síðan hefur verið við hann kennd og skar sjálfur út upp- hafsstafi. AIls gaf hann út 90 rit, stór Kristur á krossinum. Tréskurðarmynd í fullri lík- amsstœrð eftir Ríkarð Jónsson. Myndin er á hlið- arvegg í Bessastaðakirkju. Þorgeir Ljósvetningagoði kveður upp urskurðinn d alþingi drið 1000. og smá. Guðbrandur var gæddur vík- ingslund eins og Jón Arason, hann var atorkumaður, sem alltaf fylgdi stormur og starfsemd. Hinn fimmta gluggann prýðir mynd af Jóni biskupi Vídalín. Hann er fulltrúi Skálholtsbiskupa, enda höfuðskörungur þeirra í Lútherskum sið. Jón biskup hefur allra kenni- manna bezt náð tökum á orðsins list. Vídalínspostilla var um langt skeið lesin á hverju heimili landsins. Ræð- ur hans vera vott um andríki, gáfur, lærdóm og mikla skapsmuni. Uppi- staðan í prédikunum hans eru hinar skelfilegu afleiðingar syndarinnar og hinsvegar dýrð náðarinnar. Það þótti viðeigandi að sjötti glugg- inn og sá síðasti með myndum úr kristnisögu íslendinga, væri helgaður mesta trúarskáldi þjóðarinnar, Hall- grími Péturssyni. Sálmaskáldið í Saurbæ og Passíusálmar hans eru öll- um íslendingum hugstæðir og enn þann dag í dag er útfararsálmur hans, „Allt eins og blómstrið eina“, sunginn yfir moldum flestra íslendinga. I kórnum eru tveir gluggar með mynd- um úr Biblíunni. Onnur er af Kristi, þar sem hann flytur fjallræðuna, en hin er af Maríu með bamið. Mikið vandaverk er að vinna SAMVINNAN 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.