Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1957, Síða 7

Samvinnan - 01.12.1957, Síða 7
Hallgrímur Pétursson, sálmaskáld. myndarhlutarnir, lagðir í blýramma með vatnsþéttu efni. Til styrktar myndinni í heild, er komið fyrir í henni grind úr ryðfríu stáli og svo er glerið og blýið bundið við stálrammana með eirböndum. Myndirnar voru fluttar hingað í stykkjum og settar saman á Bessa- stöðum. Það skal tekið fram, að teikningar þeirra Finns og Guðmundar voru á sýningu í Dublin á Irlandi og fengu þar mjög lofsamlega dóma. Þessar myndir eru hinar fyrstu sinnar teg- undar á Islandi. Aðrar endurbœtur á kirkjunni. Menntamálaráð lagði fram sinn skerf við endurbætur á kirkjunni og lánaði þangað geysistóra altaristöflu, sem Guðmundur heitinn Thorsteins- son málaði. Hún sýnir Krist við líkn- arstörf. Aður var á gafli kirkjunnar fögur og tilkomumikil tréskurðar- mynd af Kristi á krossinum, eftir Rík- arð Jónsson. Sú mynd var flutt á hlið- arvegg og nýtur sfn mjög vel þar. Nýtt altari var sett í kirkjuna. Það teikn- aði Gunnlaugur Halldórsson, arki- tekt. Altarisklæðið af gamla altarinu var notað, enda mjög fagurt. Frú Unnur Ólafsdóttir hefur unnið altar- isklæðið úr íslenzkum hör, sem Ge- orgía Björnsson, forsetafrú, ræktaði á Bessastöðum. Frú Sigrún Jónsdóttir gerði viðbót við altarisklæðið og alt- arisdúk. I altarisklæðinu eru stafirnir IHS (I hendi skaparans) notaðir sem mynstur. I gráturnar var komið fyrir mynd- um úr smíðajárni. Myndirnar teikn- uðu þeir Guðmundur og Finnur, en smíðin fór fram í vélsmiðjunni Sindra. Þessar myndir eru tákn guðspjalla- Finnur Jónsson er fœddur aö Strýtu i Háls- þinghá 15. nóv. 1892. Hann ólst upp i föðurgarði fram d fullorðinsár og stundaði ýmist sjóróðra á opnum bátum, eða smiðar með föður sinum, sem var orðlagður hagleiksmaður. Finnur fór til Reykjavikur 1915 og lagði stund á gullsmiði hjá Jónatan Jónssyni. Samtimis fékk hann tilsögn i teikningu hjá Rikarði bróður sinum og Þór- arni B. Þorlákssyni, listmálara. Finnur lauk prófi i gullsmiðinni, en var um leið ákveðinn i að leggja hana á hilluna og gerast listmálari. Finnur nam siðan málaralist i Kaupmanna- höfn undir handleiðslu frægra kennara. Siðar hélt hann til Þýzkalands og var við nám i Berlín og Dresden allt til 1925. Um pœr mundir var mikill gróandi i listalifi Þýzkalands. Finnur lagði pá stund á abstrakt list og hélt fyrstu sýn- ingu, sem hér hefur verið haldin á abstrakt list árið 1925. Siðar sneri hann sér meira að verk- efnum úr atvinnulifi, pjóðlifi og þjóðsögum. Finnur hefur haldið tnargar sjálfstœðar sýningar og tekið þátt i sýningum hér heima og erlendis. mannanna. Eins og ýrnsir kirkjunnar menn hafa áður bent á, er mikill skyldleiki með þessum myndum og lýsingunni á landvættunum íslenzku. Gluggarnir í Bessastaðakirkju voru vígðir á hvítasunnudag 1957. Asgeir Ásgeirsson, forseti, ávarpaði sam- komuna og rakti sögu málsins. Hann lauk máli sfnu á þessa leið: „Það var afráðið, að ein persóna (Framh. á bls. 51). SAMVINNAN 7

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.