Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1957, Qupperneq 10

Samvinnan - 01.12.1957, Qupperneq 10
 ee m m m i n1111111 i 11 ^ iTrrrm-r^ m m E2 m o m m ora EHB M Það eru ekki þessar byggingar, sem mesta athygli vekja hjá Guðjóni Samúelssyni, heldur tvær tilraunir, sem hann gerði og munu ávallt verða taldar miklir viðburðir í íslenzkri húsagerð. Annað va-r tilraun hans til að endwrvekja gamla sveitabæjastíl- inn eða bwrstastíllinn í steinsteypu, en hitt voru byggingar hans í svonefnd- um hamrastíl, þar sem hann notaði fyrirmyndir beint úr íslenzkri nátt- uru. Enginn neitar því, að hinir gömlu, íslenzku torfbæir eru fagrir og falla á aðdáunarverðan hátt inn í landslag- ið. Það var því eðlilegt, að jafn þjóð- legum manni og rammíslenzkum sem Guðjóni Samúelssyni, dytti í hug að reyna að byggja sveitabæina úr var- anlegu efni, steinsteypunni, en halda útliti þeirra. Þannig hugðist Guðjón bjarga eða endurnýja þúsund ára arfleifð þjóðarinnar. Guðjón reyndi fyrst að taka ein- falda baðstofu og láta steypa húsið, en hlaða síðan utan við hliðarnar og setja torf yfir. Gerði hann nokkrar teikningar af slíkum bæjum og er sú af prestssetri fyrir Reykholt veiga- mest. En lítið sem ekkert var byggt af þessu, enda mun það fljótlega hafa orðið honum og öðrum Ijóst, að steinsteypan og grasið áttu illa sam- leið. Bærinn á ÞingvöIIum er þó dæmi um slíkt hús, sem landsmenn mundu sjá eftir, en þar varð að taka grasið af þakinu og setja koparþak í staðinn. Fleiri byggingar Guðjóns sýna meiri eða minni áhrif frá burstum sveita- bæjanna. Þar á meðal eru nokkur í- búðahús í Reykjavík, „bankahúsin“ svonefndu við Framnesveg, Kolviðar- hóll og Litla-Hraun, Valhöll á Þing- völlum og síðast en ekki sízt Laug- arvatnsskóli. Þessi síðastnefnda bygg- ing tókst svo vel, að eftir bruna var hún nýlega endurreist í sama stíl og munu flestir landsmenn vilja hafa Laugarvatnsskóla með þessu gamla sniði. Þrátt fyrir það verður ekki annað sagt en að tilraum, Guðjóns Samúelssonar með að bjarga gamla sveitabœjarstílnum inn á öld stein- steypunnar hafi misheppnazt. Það skildi hann manna bezt sjálfur, og leitaði hugur hans nú inn á aðrar brautir. Hitt er önnur saga, að ný tækni og ný byggingaefni geta vel komið til sögunnar og fært gömlu burstimar í tízku á ný í einhverri nýrri mynd. HAMRASTÍLLINN. Guðjón var ekki maður til að láta staðar numið við það, sem hann nam í skóla. Hann leitaði nýrra brauta og heima á íslandi fannst honum þeirra Menntaskólinn á Laugarvatni. Það sem setur svip á húsið eru hinar sterku lóðréttu linur í aðalinnganginum og turn þar ojan á í hamrastíl, sem minnir á Gullkistu á Laugardalsfjöll- um. Turninn og hátíðasalurinn til vinstri hafa orðið umdeildir og ekki er víst að byggingin beri endanlega þennan svip. sérstök þörf. Honum fannst landslag hér á landi frábrugðið öllu því, sem hann hafði séð annars staðar. Fjöllin eru skörp og nakin, skóglaus. Þau em nær alls staðar nálæg. Guðjóni fannst umhverfi bygginga hér á landi vera gerólíkt því, sem er víðast erlendis, vegna skógleysisins. Allt þetta hjálpaðist til að ýta hon- um út á þá braut að byggja í sem mestu samræmi við íslenzka náttúm og taka tillit til þess, hvernig um- hverfi bygginganna er hér á landi. Árangurinn varð svonefndur „hamra- stíll“ Guðjóns, en frægust bygginga í þeim stíl er Þjóðleikhúsið. Það er reist í anda þjóðsagnanna eins og til- komumikið fjall, með álfaborgum og ævintýraheim, þegar inn kemur, eins og þjóðtrúin taldi öldum saman fjöll- in vera. Stuðlabergið, sem sjá má víða um land, hafði sérstök áhrif á Guðjón. Hann hefur sjálfur sagt svo frá, að stuðlabergshamrar við Hofsós í Skagafirði hafi gefið sér hugmyndir að margvíslegum skreytingum á byggingum. Þar til má nefna súlurn- ar utan á kaþólsku kirkjunni, turn- ana á Akureyrarkirkju, bjargmynd- irnar utan á leikhúsinu og himininn í sýningarsal þess, heildarsvið turns- ins á Hallgrímskirkju hinni miklu og margt fleira. Gefa þessi einkenni Þjóðleikhúsið var eftirlœtisverkefni Guðjóns Samúelssonar og má með sanni segja. að þar hefur honum vel tekizt. Byggingin er eins og hamraborgirnar í þjóðsögunum: Mikilfengleg og dökk hið ytra, en björt og fögur hið innra. Hér er langskurður af leikhúsinu og gef- ur hann m. a. hugmynd um leik- sviðsútbúnaðinn og hvernig tjöld- unum er komið fyrir í turninum. 10 SAMVINNAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.