Samvinnan - 01.12.1957, Qupperneq 13
Það er hrífandi að sjá yfir Skaga-
fjarðarhérað af veginum á Vatns-
skarði, þegar veður og skyggni er
gott. Þetta hérað er svo fagurlega af-
markað í eina heild á rennisléttu
gróðurlendi milli sviptiginna fjalla.
Skagafjörðurinn hefur alveg sérstaka
töfra, enda hafa skáldin lofsungið
hann flestum héruðum meira. Ber þá
tvennt til, að skáldgáfa hefur lengi
legið þar í landi og mörg skáld fædd
þar og uppalin og svo hitt, að feg-
urð héraðsins og saga hefur orðið
mörgum bragarsmiðnum að yrkis-
efni.
BLÁIR ERU DALIR ÞÍNIR------------
Sérstöku ástfóstri hafa Skagfirðing-
ar tekið við kvæði Matthíasar, „Skín
við sólu Skagafjörður“. Má segja, að
það sé þjóðsöngur héraðsbúa, enda
hafa fáir gert betur og hraustlega
hefur andinn þá komið yfir kempuna
Matthías Jochumsson. „Komstu
skáld í Skagafjörð“, kvað Stephan
G. Hann var fæddur í Skagafirði, og
bernskuslóðirnar voru honum hug-
stæðar í fjarlægri búsetu vestur í
Klettafjöllum. Honum hefur nú verið
reist minnismerki við veginn á Stóra
Vatnsskarði og var það að verðleik-
um.
Bólu-Hjálmar var Skagfirðingur
svo að segja alla sína ævi. Að vísu
liggur ekki eftir hann til muna af
lofkvæðum um héraðið, en þeim mun
meira af mergjuðum skammarvísum
um Blönduhlíðina og Akrahrepp og
það er nokkur tilbreyting í því.
„Hafðu nú Akrahreppur grey, heila
þökk fyrir meðferðina,“ segir Hjálmar
í háðungarskyni í hinu fræga um-
kvörtunarkvæði sínu. Hjálmar átti
jafnan í erjum við sjálfan sig og um-
hverfið og líklegt að svo hefði orðið,
hvar sem hann hefði átt heima.
„Bláir eru dalir þínir, byggðin mín
Efsta myndin: Séð yfir Skagafjarðarhérað af hœð-
inni fyrir ofan Varmahlíð. Fyrir neðan brekkuna
eru gróðurhús og byggingar í Varmahlíð. Hús-
eyjarkvísl bugðast eftir rennisléttum Hólminum
og fjarst eru Blönduhlíðarfjöll.
Myndin í miðið: Reynistaður í Skagafirði, fornt
jarlsetur og höfuðból að fornu og nýju. Héraðs-
vötn og Hegranes sjdst í baksýn.
Neðst: „Þar ris hún Drangey úr djúpi,
dunar af fuglasöng
bjargið, og báðum megin
beljandi hvalaþröng."
SAMVINNAN