Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1957, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.12.1957, Blaðsíða 14
Glaumbœr í Skagaíirði. Þar hafa Skagfirðingar komið upp byggðasafni. Baðstofan í Glaumbœ. Askar standa á hillum og tóvinnuverkfæri liggja á uppbúnum rúmum. Lengst sér inn i ,,heimasætukamesið.“ í norðrinu“, segir Hannes Pétursson frá Sauðárkróki, Af skagfirzkum nú- tímaskáldum ber hann hæst ásamt Indriða G. Þorsteinssyni, sem les- endur Samvinnunnar þekkja af Blá- störinni frægu og fleiru góðmeti. Því hefur verið haldið fram, að Skagfirðingar væru gleðimenn, gefnir fyrir konur og vín, hesta og söng. — Skagfirzt blóð er í þeim öllum, sem elska fljóð og drekka vín. Svo segir hagyrðingurinn Jónas Jónsson frá Hofdölum og fleiri skag- firzkir hagyrðingar hafa staðfest þetta álit. Skagfirðingar eru ríkir af hagyrðingum og hafa þeir einmitt margir lagt stund á að lýsa hinum áður töldu einkennum Skagfirðinga í snjöllum ferskeytlum. Á SÖGUSLÓÐUM. Þegar litast er um yfir Skaga- fjarðarhérað af góðum sjónarhóli, blasa við nafnfrægir sögustaðir á öðru hverju leyti. Reynistaður, Flugumýri og Örlygsstaðir minna á Gissur jarl, brennuna og bardagann mikla. Bóla, þar sem skáldið bjó, Akrar og Víði- mýri. Þar er nú ein fallegasta torf- kirkja landsins. Þá má nefna Miklabæ og ósjálfrátt rifjast upp sagan urn Solveigu og hvarf séra Odds. Dularfull og óhugn- anleg er sú saga, hvort sem sönn er eða ekki og sjaldan hefur Einari Benediktssyni tekizt betur upp með magnaðar lýsingar en í kvæðinu um hvarf séra Odds í Miklabæ. BYGGÐASAFN 1 GLAUMBÆ. í Glaumbæ stendur enn gamli bær- inn. Hann hefur verið óvenju rúm- góður og glæsilegur bær, hlaðinn úr mýrarkökkum eins og mjög tíðkað- ist um byggingar Norðanlands. I Glaumbæ hafa Skagfirðingar komið upp byggðasafni. Það er mjög skemmtilegt að ganga um þessi gömlu bæjarhús, það er eins og að hverfa aftur í tímann, ínn í annan heim. Þar er óskert svefnhús prestsins með útskornum lokrekkjum og afgamalli Borgundarhólmsklukku. Þar er venjuleg íslenzk baðstofa, gerð af góðum viðum. Breitt er yfir rúmin og rokkar og tóvinnuverkfæri standa þar, eins og fólkið hefði rétt brugðið sér frá. Ekki skortir á löng göng í Glaumbæ, sem jafnan voru þekkt fyrir að vera eftirlætisstaður drauga. I búrinu standa öll helztu mjólkurvinnsluáhöld, skyrkymur, trog, síur og mjólkurfötur. í eldhúsi hanga pottar yfir hlóðum og gnótt er af áhöldum í skemmu og úithúsum. HEIM AÐ HÓLUM. Merkastur og helgastur allra sögu- staða í Skagafirði er Hólar í Hjalta- dal, annar höfuðstaður landsins um 14 SAMVINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.