Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1957, Síða 15

Samvinnan - 01.12.1957, Síða 15
Gamli bærinn og kirkjan á Flugumýri í Skaga- firði. Sennilegt er acf bœrinn, sem brendur var ofan af jarlinum Gissur, hafi verið á sama stað. margar aldir. Þar er mjög myndar- lega byggt, en Hólar eru ekki bara fallegur bær í djúpum dal. Það ligg- ur eitthvað sérstakt í loftinu þar, sem fyrirfinnst ekki annarsstaðar. Ef til vill er það fyrir sögulega meðvit- und um dýrlinga og andans stór- menni, hinn helga Jón biskup Ög- mundsson, Guðmund góða, Guð- brand Þorláksson, Gottskálk og hetj- una Jón Arason. í sumar var hátíðlegt haldið 75 ára afmæli bændaskólans á Hólum og þangað kom fjöldi Hólasveina. Svo voru nefndir lærdómsmenn hins forna Hólaskóla og höfðu þeir á sér hreysti- orð. Á Hólum er nú eitt stærsta tún landsins, nær 90 hektarar. GÓÐIR FRAMTÍÐAR- MÖGULEIKAR. Eftir Skagafjarðarhéraði falla Hér- aðsvötn og skiptast, þegar niður á flatlendið kemur. Milli Héraðsvatn- anna er víðáttumikið flatlendi, frjó- samt af framburði vatnanna, en vot- lent víðast. Erfitt mun um upp- þurrkun á þessu svæði, en takist það, skapast við það geysimiklir ræktun- armöguleikar. Utan við Héraðsvötnin er land víða mjög vel til ræktunar fallið og vafalaust er þess ekki langt að bíða, að glæsilegt verður að líta yfir nýræktir Skagfirðinga á þessum gróðurlendum. BÚSKAPURINN I SKAGAFIRÐI. í Skagafirði er víðast sæmilegur Bóla í Blönduhlíð. Hér bjó Hjálmar skáld við sult og fátækt til dauðadags 1875. Hér orti hann flest af sínum kröftugu og andríku Ijóðum. Víðimýrarkirkja í Skagafirði. Ein fegursta og frægasta torfkirkja á landinu. SAMVINNAN 15

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.