Samvinnan - 01.12.1957, Page 16
' '
Verzlunarhús Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðár-
króki.
Að ofan: Sveinn Guðmundsson, kaupfélagsstjóri
hjá Kaupfélagi Skagfirðinga síðan 1948. Til
vinstri: Marteinn Friðriksson, framkvcemdastjóri
og formaður Fiskiðjunnar h.f. Að neðan: Slátur-
og frystihús K. S. er afhurða heinleg og falleg
bygging. Fiskiðjan h.f. hefur á leigu fiskverk-
unaraðstöðuna þar.
búskapur, þegar miðað er við landið
í heild, en lélegur þó, þegar miðað er
við beztu búskaparhéruðin og land-
kosti í Skagafirði. Af einhverjum á-
stæðum voru Skagfirðingar heldur
seinni á sér um uppbyggingu á jörð-
um en víða annarsstaðar, en nú má
heita, að allsstaðar sé vel byggt og
prýðilega á mörgum jörðum.
Bændur eru taldir 514 í allri Skaga-
íjarðarsýslu. Á síðastliðnu ári áttu
þessir bændur 54.211 fjár að geldfé
meðtöldu. Það eru því sem næst 106
kindur á bónda. Meðalþungi dilka var
sl. ár 14,17 kg (nýrmör meðtalinn),
en 13,48 árið þar áður. Fremur lít-
ill hluti er tvílembdur, svo afurðirn-
ar af fénu verða að teljast heldur lé-
legar.
Ágæt aðstaða til mjólkurfram-
leiðslu hefur skapazt með tilkomu
Mjólkursamlagsins á Sauðárkróki og
mikil aukning er á innveginni mjólk
þar frá ári til árs. Á síðastliðnu ári
voru taldar 1885 mjólkandi kýr í
Skagafirði, en það þýðir, að meðal-
bóndinn hefur tæplega fjórar mjólk-
andi k^m, nánar tiltekið 3,66. Hins-
vegar voru nautgripir alls 2541, svo
meðallagið er nálægt því að vera 5
nautgripir á bónda. Fitumagn mjólk-
urinnar var fremur lágt, 3,58%. —
Um 80% af mjólkinni fara í vinnslu.
Skagfirðingar eiga mikið af hross-
um og hefur stundum verið talað um,
að þeir eigi ekki hús yfir þau, ef fimb-
ulvetur beri að höndum, I betri ár-
um er þessari hrossaeign framfleitt
svo að segja án nokkurs fóðurs eða
tilkostnaðar, nema hvað hrossin
svíða upp afréttarlöndin og rýra
þannig afurðir fjárins. Gott folald
leggur sig á 900 krónur og mega það
teljast góðar afurðir, ef litlu hefur
16
SAMVINNAN