Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1957, Síða 19

Samvinnan - 01.12.1957, Síða 19
ekki — nema þá sem eins af ýmsum þáttum, afar flóknum, í afskaplegri van- líðan. Húsfreyja reyndi að vanda að þagga niður í krakkagreyunum, bað þau vera góð börn og láta ekki hann föður sinn heyra þetta væl; þau skyldu fá sopa af volgri nýmjólk undir eins og hún gæti farið undir hana Skjöldu; beljugreyið yrði að fá að ljúka málgjöfinni í friði og svolgra sér vatnsdropa, áður en til- tök væru að mjalta hana. Stóri-Jón hlustaði gneipur á huggun- arorð konu sinnar, hún vissi jafn vel og hann, að það voru ekki margir munn- soparnir eftir í aumingja Skjöldu, enda vonleysið það, sem mest var áberandi í umtölum hennar: þetta takmarkalausa vonleysi greip á samri stundu heljar- mennið heiftartökum, — honum fór sem örþreyttum sundmanni, sem fatast listin: hann sökk og sökk. Hálf ringlað- ur slangraði hann fram í bæjardyrnar, greip skurðarhnífinn, sem lá vafinn í striga á vegglægjunni: það var ekki um annað að gera, hann yrði að lóga kúnni, sem átti fleiri vikur til burðar, en var að verða steingeld. Annað matarkyns var ekki að hafa þar á bæ: bráðapest og bráðræði — hann vissi ekki, hvort þeirra hafði orðið honum þyngst í skauti. Enda skipti það minnstu, svo sem komið var. Honum flaug í liug, hvernig aðstaða þeirra mundi verða, þegar kýrskrokkur- inn væri upp etinn; en hvarf frá að ígrunda það frekar. Bezt að láta hverj- um degi nægja sína þjáning. Hann leit á bredda sinn, sá ekki betur en blóð væri á, þurrkaði af honum og leit á pjötluna, — það hafði þá verið missýning, auðvitað. Eigi að síður sló út um hann svita, — hann bað guð að hjálpa sér og endurtók þá bæn sína; — að svo mæltu vafði hann hnífinn aftur í strigann, lagði hann frá sér á silluna og gekk inn til konu sinnar og barna. Börnin setti hljóð um leið og hann stakk höfðinu upp um stigagatið. Kon- an leit á hann, stóreyg og kinnfiskasog- in; um leið og augu þeirra mættust, litu bæði undan. Bóndi hlassaði sér niður á rúmstokkinn. Dagurinn úti fyrir hleypti daufri skímu inn um hélaðar rúðurnar. Þeim varð ekki fjölrætt, hjónunum. Kon- an sat með prjónana sína. Börnin reyndu að láta það eftir móður sinni áð gleypa tárin, þegar faðir þeirra væri nærstadd- ur. Svo hljótt var í baðstofunni, að það heyrðist þegar prjónarnir mættust í lykkjunni. Og einstaka ósjálfrátt snökt í öðru hvoru barnanna. Að lokum lagði konan frá sér prjóna sína, greip koluna og ætlaði fram. Þá stóð bóndi á fætur og heldur þunglama- lega, sagðist eiga eftir að brynna Skjöldu; nú væri líklega mesta kulið farið af vatn- inu. Húsfreyja nam staðar þar, sem hún var komin, með koluna í hendinni; svo virtist, sem hún ætlaði að segja eitthvað — úr því að þeim á annað borð fóru orð á milli. Af því varð þó ekki; á endanum rétti hún manni sínum koluna. Bóndi var hálf stirðfættur ofan stigann. Fátæka konan settist aftur við prjóna sína og amaðist ekki við sultarvæli barnanna fyrsta sprettinn, eftir að faðir þeirra var ofan genginn. Síðan stóð hún á fætur, bað þau fyrir alla muni að vera góð börn: Nú kem ég bráðum með mjólkurlögg handa ykkur, lofaði hún þeim um leið og hún gekk ofan og fram. Þegár börnin voru orðin ein í morg- ungrámanum, þögðu þau bæði ofurlitla stund. Síðan tóku þau að hvíslast á. Ætli við fáum nokkur kerti á jólun- um? sagði stúlkan litla við bróður sinn, sem var árinu eldri. Hún ætlaði að láta, sem hún kærði sig ekki um það; en titr- ingurinn í röddinni kom upp um hana. Bróðir hennar tók þvert af um kertin: En við fáum engan jólagraut heldur, sannaðu til! Og þá ekki laufabrauð, bætti telpan við eymdarlega. Og enga jólaköku með rúsínum, árétt- aði drengurinn og var öllum lokið. Mamma grætur stundum, þegar hún heldur við sjáum það ekki, sagði stúlk- an — hún var að reyna að verjast gráti, en átti bágt með það. Það er svo vont að vera alltaf svang- ur, háskældi snáðinn litli, og varð úr tvísöngurinn vanalegi: Æ — ég er svo svangur! — Æ — ég er svo svöng! . . . Stóri-Jón stóð við hliðina á Skjöldu og beið á meðan hún svolgraði, þegar kona hans gekk í fjósið. Húsfreyja leit ekki á bónda sinn í það skiptið, en sagði lágróma — og auðheyrt, að hún hefði heldur kosið að þegja: Það voru í henni þrjár merkur í gær- kvöldi;-----annað en dagnytina hef ég ekki að skammta úr þessu. Stóri-Jón starði á vatnsborðið í föt- unni; það smá-lækkaði í henni; honum varð tungan þurr í munni. Og aðfangadagur á morgun. bætti konan við — það var svona rétt að hann gat greint orðaskil. Það er verst með blessuð börnin, sagði húsfreyja enn. Stóri-Jón leit á hana og hugsaði með sér, að það væri líklega bezt að bera undir hana, hvort þau í neyð sinni ættu að leggja sér Skjöldu til munns. Það augnaráð stóðst hún ekki, — hún hneig niður á mjólkurskjóluna og bar pilsfald- inn fyrir augun. Það er bezt ég reyni að skreppa í kaupstaðinn, sagði bóndi að lokum: Þor- ir þú að vera ein heima með börnin? . . . Eg gæti orðið seint á ferðinni annað kvöld. Það er svo komið fyrir mér, að það er ekki margt sem ég óttast nú orðið, Stóri-Jón settist á rúmstokkinn og það var hljótt í baðstofunni. SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.