Samvinnan - 01.12.1957, Qupperneq 20
anzaði húsfreyja og harkaði af sér, stóð
á fætur, reyndi að ná tökum á röddinni:
Það er bezt þú drekkir það, sem í henni
er, áður en þú leggur af stað, bætti húu
við og bjó sig til að tutla úr Skjöldu
þessa fáu dropa.
Stóri-Jón hvussaði við og tók slíku
fjarri:
Ætli ég komist ekki fyrstur vkkar í
matinn! sagði hann, — það voru kveðj-
urnar. í bæjardvrunum greip hann tóm-
an poka og stakk undir handlegg sér.
Hann kom í kaupstaðinn að áliðnum
degi. — þangað var tíu stunda gangur.
Þegar í búðina kom var þar ös og kát-
ína; ýmsir þurftu að ná tali af kanp-
manni. Það var ekki auðhlaupið að ])ví,
og inn fyrir búðarborðið sluppu ekki
nema einn eða tveir í senn. Og aðeins
stórlaxarnir. Allir aðrir voru afgreiddir
yfir búðarborðið, eftir því sem tími
vannst til. Þrír búðarmenn önnuðust. af-
greiðsluna og höfðu nóg að gera. Stóri-
Jón varð þess áskynja, að þeir heimt-
uðu skrifaðar pantanir og létu illa við
að anza fyrirspurnum um vörur og verð.
Hann fékk lánað ritblý, reif sér horn af
umbúðarpappír og tók að krota. Hann
sá ekki betur en að menn væru afgreidd-
ir umyrðalaust; og eitthvað mundu þeir
þó skulda; hann var naumast einn um
súpuna. Líklega fengju menn það, sem
þeir báðu um, af því það voru jól á
morgun; enda lítill tími til yfirlegu Eftir
allmikil heilabrot bætti kotbóndinn við
nauðsynjavörurnar tveimur jólakertum
og brúðu. Þau yrðu að vera tvö um
hana, litlu greyin; — hann guggnaði á
að hafa leikföngin tvö.
Þegar að honum kom, rétti hann ein-
um búðarmannanna pöntunarseðilinn
— eftir að hafa msist hann á gólfið úr
óstyrkum krumlunum og þurrkað af
honum. Seðillinn var enn læsilegur, —
Stóri-Jón vonaði í lengstu lög, að pöntun
sín yrði afgreidd sem aðrar, án reki-
stefnu. Búðarlokan fetti upp á trýnið
og treysti sér vart til að snerta við svo
skitnum miða, leit þó á hann sem
snöggvast og af honum á bónda, tók að
blaða í heilmiklum doðrant, — að því
loknu gekk hann rakleitt inn á skrif-
stofu.
Þá fór Stóra-Jóni ekki að verða um
sel, hann þóttist sjá, að hverju dró.
Verst, að hann hafði gerzt of djarfur og
beðið um óþarfa! Búðarmaðurinn kom
aftur að vörmu spori og opnaði hlemm-
inn í búðarborðinu, — faktorinn vildi
hafa tal af honurn, tilkynnti hann
raumnum í lörfunum . . . og veik til
hliðar, er hann nálgaðist. Var Stóri-Jón
þó ekki mikill á lofti þá stundina; —
brúðuna og kertin yrði hann víst að
gefa upp á bátinn, hugsaði liann með
sjálfum sér um leið og hann staðnæmd-
ist rétt innan við dyrnar í skrifstofunni.
Búðarherrann leit upp og lét hann
vita, svo sem í kveðju skyni, að hann
væri skuldugur verzluninni liðugar tvö
hundruð krónur. Kotbóndinn bar ekki á
móti, að svo gæti verði. Spurningin
væri, sagði kaupmaður, hvenær hann
hefði í hyggju að greiða þá skuld?
Stóra-Jóni varð stirt um svarið, en
tautaði þó, að hann mundi greiða hana
eins fljótt og hann með nokkru móti
sæi sér fært.
Ætli það verði nokkurn tíma? hreytti
faktorinn úr sér og reis á fætur, rétti
bónda pöntunarseðilinn: Að því er ég
bezt veit, hlýtur skuld yðar við verzl-
unina að teljast töpuð. Mér væri það
sönn ánægja, ef þér treystið yður til að
sannfæra mig um hið gagnstæða. Þegar
þér greiðið okkur — látum okkur sjá:
svona helminginn af gömlu skuldinni —
skal þessi pöntun yðar verða afgreidd
refjalaust . . . einnig kertin og hitt!
bætti hann við háðskur.
Og nú var honurn farið að hitna í
hamsi, hafði óviljandi æst sig upp, sem
ekki var óvanalegt:
Þangað til ættuð þér að minnsta kosti
ekki að leggja í óþarfa, bætti hann við:
Að þessu sinni fáið þér ekki neitt nema
gegn staðgreiðslu.
Anægðari með sjálfan sig settist kaup-
maður við skrifpúltið aftur og lét sem
hann vissi ekki af kotbóndanum, sem
raunar hvergi hafði hreyft sig og loksins
fékk málið, en var linur í sókninni. af
því að svo mikið lá við:
Ég er allslaus heima fvrir með konu
og tvö börn, sagði hann — og fékk varla
stunið því fram: Og kýrin að þorrna —
hún er komin að burði.
Kaupmaður átti annríkt við skrif-
borðið. Hann lét Stóra-Jón tala við
sjálfan sig, gerði sig ekki í einu né neinu
líklegan til að anza honum.
Og aðfangadagur á morgun, andvarp-
aði bóndi.
Hvað kemur það mér við, maður
minn? spurði faktorinn og sneri sér
snögglega við á skrúfstólnum: Sjáið þér
ekki, að ég á annríkt? Farið þér til odd-
vitans! Vilji hann skrifa upp á pöntun
yðar, skal ekki standa á að vörurnar
verði afgreiddar — í hreppsreikninginn!
Sælir.
Skrúfstóllinn skilaði upptekna rnann-
inum að skrifpúltinu aftur; bakið, breitt
og þrýstilegt, sneri sem fyrr að afdala-
bóndanum. En nú var farið að síga í
Stóra-Jón; það var ekki blíðurn augum
hann leit á bak þess manns, sem hann
taldi sig eiga allt sitt undir þá stundina.
Til oddvitans mun ég ekki leggja leið
mína, sagði hann dimmum rómi og dró
ekki af raddstyrknum: Ég ætla ekki að
láta slá upp börnunum mínum á hreppa-
móti, — það skal enginn fá þau fyrir
lægsta boð. Ómagalíf þekki ég af eigin
raun. Ég hef alla daga fátækur verið, og
var þó á leið að vinna mig upp. Eitt úr-
ræði á ég! Enginn er svo öreiga, að hon-
um sé ekki frjálst að fara!
Bræðin hafði gripið beljakann í lörf-
unum verr en hann mundi til; hann var
naumast fær um að tala skýrt lengur.
— Kaupmaður lét sér hvergi bregða, —
vissi ekki af honum. frekar en hann væri
Kaupmaðurinn skorðaði sír í sœtinu og sló í þann brúna.
20 SAMVINNAN