Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1957, Qupperneq 21

Samvinnan - 01.12.1957, Qupperneq 21
Stóri-Jón strunsaði út og skellti hurðinni að stöfum svo að hún brotnaði. einn í skrifstofunni. Kotbóndanum vannst tími til að átta sig á aðstöðu sinni, — matbænir svangra barna léti sárt í eyrum, stundi hann fram lágróma. Með þeim orðum var þolinmæði kaupmanns ofboðið; hann rauk upp af skrúfstólnum, roðnaði og fölnaði á víxl; spurði — svo sem hann kvað á — hvað sér kæmi við heimilisástæður Jóns bónda, eða hvort hann áliti, að verzluninni bæri að annast yrðlinga hans: Ég hef leyft yður að taka út vörur langt fram yfir það, sem sanngjarnt get- ur talizt, og mun veitast nægilega örð- ugt að afsaka þá skuld yðar, sem þegar er til stofnað. Þér megið þakka fyrir, að ég læt ekki sækja beljuna og rífa kof- ana ofan af yður! Húsviðirnir eru enn nýlegir og ættu að vera notandi. Og ef þér þykist of góður til að tala við odd- vitann og tryggja okkur greiðslu á jóla- úttektinni, hvernig getið þér þá verið þekktur fyrir að betla í búð? Stóri-Jón hafði látið höfuðið síga; við síðustu orð kaupmanns rétti hann úr sér. Það væri hverju orði sannara, við- urkenndi hann hnakkakertur; að fara bónarveg að kvikindi eins og faktornum ætti að vera hverjum manni ofraun. Viðskipti sín öll hefði hann átt við þessa verzlun, og gefin heit um greiðslu hefði hann haldið eftir megni, — allt þar til er hann varð fyrir hverju áfallinu af öðru núna í vetur. Ætli verzlunin sé ekki þegar búin að hafa upp úr þeim viðskiptum annað eins og það, sem ég á ógreitt af byggingar- skuldinni? . . . En hvað varðar skepnu eins og yður um miltisbrand og bráða- pest! . . . Að ég ekki tali um fárviðri á heiðum uppi, sem rænir fátækan ein- yrkja síðustu skjátunum? . . . Og skrokk- arnir — þeir fáu, sem fundust — óætir; og etnir þó! — Nei, ónei; það er ekki svo, að við mennska sé að eiga; — ekki þegar í skjólin blæs. Hún er fullgóð óhappa- manninum, leiðin til oddvitans, en það skal ég láta yður vita: lifandi leggur Jón á Urðum ekki á þá götu; þér skuluð eiga yfir öðru að hlakka! Þá lóga ég heldur kúnni. Hún og nær fullþroska kálfur ættu að endast okkur fram yfir þrett- ándann. Hvað þá tekur við — því berið þér ábyrgð á! Urðarbóndinn hafði talað síðustu orðin við þrýstið bak verzlunarstjórans, sem — þegar hann heyrði ábyrgð nefnda og sér eignaða — snerist á hæli og spurði kotunginn, hvort hann væri orðinn bandvitlaus? Abyrgðina yrði hann sjálf- ur að rogast með, óskipta: En sú vizka, að mér beri að annast hvern þann leppalúða og letiblóð, sem ég hef látið glepjast til að lána úttekt! klykkti kaupmaður út og bað beljakann ráðþrota að fara norður og niður — og kvað þó fastar á um veg þann, er hann vísaði honum. En beljunni á verzlunin veð í; — ger- ist þér svo djarfur að farga henni, skal ég sjá um, að þér verðið fluttur í Stein- inn! Þér munduð hafa gott af því. Það kynni að lægja í yður rostann! Ég mun standa við það heit mitt, sannið þér til. Stóri-Jón hafði til þessa ekki hreyft sig úr sporunum; nú sá hann sér leik á borði að þrífa í höndina á óða mannin- um — svo sem í kveðjuskyni — og brá við grön: Ég ætla þá að kveðja yður, sómakarl- (Framh. á bls 37). SAMVINNAN 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.