Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1957, Page 25

Samvinnan - 01.12.1957, Page 25
ur hún blævænginn flögra eins og dúfna- vængi, en siðan falla saman í hönd sér til áherzlu við lok hverrar setningar.“ Þegar þetta fólk dansaði — og það dansaði mikið — var það auðvitað hvorki með óhaminni líkamsorku bænda- lýðsins né heldur með silahætti barokk- tímans. Það hreyfði sig með „élégangce“, hneigði sig og sveigði „gracieusement“ í dourante og gavotte og menuett. Nú drundi ekki lengur í básúnum og stór- gígjum, heldur lásu hljóðfæraleikararnir létta silfurtóna af fiðlum og flautum; hljómfallið varð hraðara, manneskjan léttstígari, og þegar raðirnar mættust, snerti herrann hönd konunnar og dans- aði henni hæfilega umhverfis sjálfa sig til þess að geta hvíslað nokkrum mjúk- látum orðum, áður hann sleppti henni aftur í kvennaröðina. Ljósakrónan lokkaprúða. Nýir dansar berast æ víðar að: schottis og anglais frá Bretlandi, polk- inn frá Bæheimi, rheinlánder frá Rínar- löndum og polonais frá Póllandi. Herr- ann fer nú smám saman að bjóða ákveð- inni dömu upp í dans í stað þess að grípa hana út úr keðjunni líkt og happdrættis- vinning, — ástleitni og rómantík fara að eignast lögheimili þar sem dansinn er. Með frönsku byltingunni breiðist dans- inn út til flestra stétta, og „dansleikur- inn“ fer að verða helzta dægradvöl manna á veraldlegum tillidögum. Það er einnig um þetta leyti sem fyrsti dansleikurinn mun vera haldinn í Reykjavík, á Klump (þ. e. gamla klúbbnum), og þangað boðið fyrir- standi bæjarins, upp á „spísning og púns“. Þetta er hinn 14. ágúst 1809, og meðal dansgesta eru þau Jörundur hundadagakonungur, Alexander Jones, kapteinn á stríðsskipinu Talbot, og amerísk frú, Vancouver að nafni. Nú hefur það svo sem komið fyrir á dans- leikjum, að konur hafi misst niður um sig millipilsin og annað þaðan af verra, en sennilega hefur sjaldan tekizt svo illa til sem á þessum dansleik, og má hann því sannarlega heita eldskírn dans- konstarinnar á íslandi. Þessi frú Van- couver var með fágætum hárprúð og ein helzta fyrirkona samkundunnar. Þegar allt er í bezta gengi, býður Jones kaptugi frúnni upp í dans og svífur með hana út á gólfið, sennilega til mikillar aðdáunar áhorfendum, sem hafa ekki allir verið jafn vel menntaðir til fótanna. En hús í Reykjavík voru í þann tíð ekki há- reistar hallir, og sem nú kaptuginn dans- ar frúnni undir ljósahjálminn, krækjast lokkar hennar í eina álmuna, og viti menn: öll þessi stásslega höfuðprýði dinglar þarna í hjálminum, en frúin stendur eftir aldeilis nauðasköllótt í faðmi kaptugans. Hundadagakóngurinn gat nú ekki setið á strák sínum, og er ' sagt hann hafi hlegið ofboðslega. Ekki er örgrannt um, að viti fróðra manna, að sá hlátur hafi stytt honum konung- dóminn. Að minnsta kosti hafði Alex- ander Jones liann með sér, fanga, til Englands, en frú Vancouver hló síðast og bezt. „Dóná svo blá“ — og bunníhopp. Við vitum raunar ekki, hvað dansað var í klúbbnum þetta örlagaríka ágúst- kvöld, sennilega þó schottis eða polki, — varla vals. Jóhann Strauss eldri var þá ekki nema fimm ára suður í Vín. Alvarleg borgarastétt 19. aldarinnar fór nú að líta tilhlaup og skvetti skott- íssins illu auga: það sómdi ekki kristi- legum ektakonum né dætrum þeirra að haga sér svo geist. Krínólínið er aftur í tízku, herramir komnir í síðar og þröng- ar buxur með föðurmorðingja um háls- inn, — valsinn svaraði slíkum klæðnaði hinsvegar mjög vel. Þeir Straussfeðgar sendu frá sér einn valsinn af öðrum, Vín- arblóð, Við fagra bláa Dóná, Sögur úr Vínarskógi, og öll Evrópa sveiflaði sér á mjúkurn og klingjandi vínartónum í nokkra ártaugi. En nálarauga siðgæðis- ins er löngum vandþrætt, — meira að segja vínarvalsinn reyndist því of gróf- ur. Dansparið þótti koma of nálægt hvort öðru, vangar sáust jafnvel strjúk- ast saman, og var því víða bannað að dansa vals á opinberum stöðum. En með valsinum er framlagi Evrópu til dansins lokið — um skeið. Það er Ameríka sem slær taktinn héðan í frá. Á fyrsta tugi aldarinnar kemur nýr sam- kvæmisdans, tangó, upprunninn úr spænskum þjóðdönsum suður í Argen- tínu, og verður ákaflega vinsæll. Varla er lokið dauðadansi fyrra stríðsins þegar tónaflóð jazzins skellur yfir Evrópu, ættað að langfeðratali úr frumskógum Afríku. Það eru þeyttir saxófónar, sleg- in málmgjöll og barðar bumbur: „hruna- dans siðmenningarinnar“ kölluðu hann sumir. En öld hraðans er í algleymingi, og það stendur ekki til að börn hennar hreyfi sig eins og þau væru enn í kýla- brókum eða krínólíni og gufuvélin væri ekki enn fundin upp. Eftir tangó kemur foxtrott; og eftir jitterbug rock’n roll. Svo heyrði ég það í útvarpinu á dög- unum, að „Sæli sýndi bunníhopp“ niðri í Breiðfirðingabúð .... A 19. öldinni komst valsinn í tízku og dömurnar eru aftur komnar í krínólín, en herrarnir í þröngar buxur og með föður- morðingja um hdls- SAMVINNAN 25

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.