Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1957, Page 27

Samvinnan - 01.12.1957, Page 27
ina og hesturinn synti undir átakið. Á samri stundu var rennvot skepnan kom- in yfir drenginn, sem fálmaði árangurs- laust eftir góðu taki á henni. Hún tróðst á fætur og steig ofan á hann og stökk síðan upp bakkann. Á meðan hafði Vatnabóndinn hrundið næstu kind úr bakkanum. Hún synti niður álinn og tók land á vaðinu. Drengurinn hljóp yfir til þeirrar sem eftir var. Hún tók snöggt viðbragð og féll út í álinn. Vatnabónd- inn sveigði hestinn frá til að lenda ekki á henni. Hesturinn náði fótfestu rétt á eftir og þeir kornu samtímis kindinni upp í vaðrofið. — Fara þeir ekki að ferja lömbin, sagði drengurinn og horfði á votan hest- inn og dálítið móðan eftir sundið. Vatna- bóndinn hallaði sér fram á hnakknefið. — Það er verið að marka þau, sagði hann. — Ætti ég að ganga fyrir kindurnar. — Og þær fara ekki langt svona lamb- lausar. — Heldurðu að pabbi eigi nokkuð af ómörkuðu. — Hann var eitthvað að marka. Vatnabóndinn steig af baki. Vatns- bogarnir stóðu alls staðar út úr stígvél- um hans. Drengurinn fór að hlæja. — Þau mígleka, sagði Vatnabóndinn. — Eg hef séð svona á myndum. Það heita gosbrunnar, sagði drengurinn. — Já, einmitt. — Fyrst kemur hvít stúlka upp úr tjörn. Ur henni ganga stórir vatnsbogar eins og stígvélunum. — Og vatnið kemur á mörgum stöð- um. -— Ja. — Stendur hún eða situr. — Hún situr. — Og kemur vatn, þar sem hún situr. —• Já, alls staðar. Það er um allt. Vatnabóndinn hafði verið að horfa á stígvélin sín. Það var að draga úr bun- unum. Meðan enn vætlaði úr götunum leit hann á drenginn tómlátum augum og sagði: — Eg þyrfti að fá mér ný stígvél. Skjóni hafði rásað suður bakkann og þeir gengu til hestsins. Það slokaði í stígvélum Vatnabóndans og víðir kálfar þeirra slóust saman með nokkrum smell þegar hann gekk. Hann steig umsvifa- laust á bak hestinum, sem kvikaði dálít- ið undir honum nýsetztum í hnakkinn og bruddi kjaftamélin. — Þú kemur í bátnum, sagði Vatna- bóndinn. — Já, sagði drengurinn. — Jæja, blessaður á meðan. — Vertu sæll. Hesturinn fór á hröðu tölti undir manninum niður bakkann til vaðsins. Þeir voru ekki komnir nema út í miðja á, þegar mennirnir við réttina fóru að bera lömbin út í bátinn. Drengurinn gekk fremst á bakkann. Þeir voru fljót- ir að koma lömbunum fyrir og hann sá föður sinn gæta þeirra, meðan mennirn- ir ýttu frá og Sigurjón settist undir ár- ar. Lömbin stóðu í miðjum bátnum með blóðug eyrun og ískrið í tollunum barst yfir til drengsins, þegar Sigurjón hreyfði árarnar. Þeir komu að bakkanum nokkru fyrir ofan vaðið. Hann sá föður sinn halda bátnum kyrrum við bakkann nreðan straumurinn var að snúa honum og hann hljóp til þeirra. Faðir hans rétti honum taugina. — Haltu í þetta, sagði hann. Báturinn lá laust í tauginni meðan þeir tóku lömbin og settu þau upp á bakkann. Þau trítluðu frá ánni og hristu höfuðin og það var komið blóð á hrokk- inn þelann á hálsum þeirra. Þegar ekk- ert var eftir nema rétta þeim taugina, sagði drengurinn: — Má ég koma yfir. — Vertu ekki að því núna af því flóð- ið er í ánni, sagði faðir hans. Drengurinn þagði. Hann vildi ekki láta Sigurjón heyra að honum væri ekki sama. — Vertu heldur hjá ánum meðan þær eru að lembga sig, sagði faðir hans. — Lofaðu stráknum að koma, sagði Sigurjón. Hann var ungur og ljóshærð- ur undir brúnum hattkúf og það stóðu lokkar niður á eyru hans. Hann var rjóð- ur í framan og sveittur á efri vörinni og í kringum nefið. — Lömbin bjarga sér, sagði Sigurjón. — Jæja, komdu þá, sagði faðir hans. Drengurinn lét hann hafa taugina og steig niður í bátinn. — Þú verður að vera þægur, sagði faðir hans. Drengurinn kóklaðist aftur i skutinn og faðir hans hratt bátnum frá. Þegar þeir konm yfir fór drengurinn beina leið upp á réttarvegginn. Hann sá prestinn standa í brúnu reiðbuxunum sínum á auðum bletti í miðri réttinni. Hann hafði troðið písknum niður í ann- að stígvélið og ólin dinglaði utan á því, þegar hann hreyfði sig og rýndi tinandi á mörk kindanna í kringum sig. Mest af fénu hafði verið rúið nokkru áður, en samt voru fáein reifi komin á vegginn af kindum, sem ekki hafði náðst til þá og drengurinn sá tvær kindur enn órún- ar í réttinni. Indriði G. Þorsteinsson er les- endum Samvinnunnar kunnur, m.a. jyrir „Blástör', smásöguna, sem jéklc 1. verðlaun í smásagnakeppni Samvinnunnar 1951. Þessi saga, sem hér birtist, er ný aj nálinni hjá Indriða og hér slœr hann nolckuð á aðra strengi en í „Blástör“. Indriði er jœddur í Gilhaga í Skagajirði 18. apríl 1926. í Skaga- jirði sleit hann bamsskónum, en jluttist 13 ára gamall til Akureyrar og átti þar heima í 10 ár. Þar jékkst Indriði við verzlurmrstörj og akst- ur. Ejtir það var hann í tvö ár á ýmsum bœjum í Skagajirði, en hej- ur verið heimilisjastur í Reykjavík síðan 1949. I Reykjavík stundaði Indriði ýmis störj jraman aj, svo sem akst- ur leigubijreiða, en síðan 1952 hej- ur hann verið blaðamaður hjá Tím- anum. Indriði byrjaði að skrija smá- sögur um tvítugt. Fyrsta sagan, sem birtist ejtir hann, var í jóla- blaði Timans 1950 og hét „Dalur- inn“. Síðan hejur Indriði látið skammt stórra högga í milli. „Blá- stör“ kom 1951 og árið ejtir kom út smásagnasajn, sem lndriði kallaði „Sœluvika“, vœntanlega til að minna á skagjirzlcan uppruna höj- undanns. Arið 1955 kom út skáld- sagan „Sjötíu og níu aj stöðinni“ og nú í ár smásagnasajnið „Þeir sem guðimir elska“. SAMVINNAN 27

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.