Samvinnan - 01.12.1957, Síða 28
— Þarf að marka fleiri lömb, kallaði
Sigurjón. Hann var miklu hávaðasamari
nú heldur en í bátnum. Presturinn skálm-
aði um á auða blettinum og sagði:
— Það er búið, Sigurjón. Við mörkum
ekki meira í dag. Ekki mörkum við þau
lömb, sem búið er að marka.
Þetta var nokkuð löng ræða innan um
sönginn í rollunum og drengurinn sá að
presturinn blés í ljóst og stíft efrivarar-
skeggið. Sigurjón kallaði ekki meira.
— Berið í bátinn, sagði presturinn.
— Það má reka það sem eftir er, sagði
Jón utan úr einu horninu, þar sem hann
var að hjálpa Vatnabóndanum við að
rýja.
— Eg læt ekki sundreka mín lömb,
sagði presturinn.
— Þá skaltu ferja þau sjálfur, sagði
Jón.
— Því lætur mannskepnan svona,
sagði presturinn.
— Við skulurn fara aðra ferð, sagði
faðir drengsins.
— Það er bölvaður óþarfi, sagði Jón.
— Hvað finnst þér?
— Eg mundi ekki vilja eiga neitt á
hættu, sagði Vatnabóndinn.
— Auðvitað. Það er sjálfsagt að ferja,
sagði presturinn.
Faðir drengsins og Sigurjón fóru að
bera minnstu lömbin út í bátinn. Prest-
urinn var enn á auða blettinum og Jón
grúfði sig yfir kindina, sem hann var að
rýja og fló af henni ullina með vasahnífn-
um sínum. Drengurinn sá það var mik-
ill móður í prestinum. Hann hafði tekið
eftir því, að sumir menn urðu svona í
fjárragi; reiðir og orðhvatir og skipuðu
fyrir í allar áttir og slyppi lamb, þá bölv-
uðu þeir öllum og spörkuðu í hundinn
sinn og slóu hestinn í höfuðið og flugu á
nágranna sína og sögðu konunni sinni að
éta skít, ef hxin hafði komið til að hjálpa.
Drengurinn fór suður fyrir réttina, þegar
þeir höfðu fyllt bátinn. Hann horfði á
föður sinn ýta frá og Sigurjón róa bátn-
um aftur á bak út á ána og snúa honum,
þegar þeir voru komnir nokkuð frá bakk-
anum. Presturinn var kominn xit úr rétt-
inni og horfði einnig á eftir þeim. Hann
þreif pískinn sinn upp úr stígvélinu og
damlaði ólinni í fætur sína. Svo leit hann
snöggt af bátnum og á drenginn, sem
enn horfði út á ána.
— Sæktu hestana strákur, sagði hann.
Þeir voru komnir út á miðja ána með
lömbin, og drengui-inn varð skyndilega
mjög einmana hjá þessnm höstuga
manni, sem hafði jarðað afa hans
snemma á útmánuðum; sett hann niður í
freðna jörðina án þess að hafa um það
annað en nauðsynlegustu orð. Hann
rnundi mjög vel eftir gamla manninum,
hvíthærðum og blindum, sem hafði alltaf
verið að fárast yfii' að geta ekki kennt
honum að lesa. Presturinn fór inn í rétt-
ina.
Þegar drengurinn kom með hestana
voru þeir Jón og Vatnabóndinn að rýja
síðustu kindina. Hann fór upp á réttar-
vegginn til að horfa á féð. Pi-estui'inn var
byrjaður að di-aga kindur og hleypa
þeim út. Hann ætlaði sýnilega að hafa
þær á eylendinu yfir sumarið. Hann setti
þær í klofið og hallaði mikið á og tinaði
og átti í nokkrum erfiðleikum með
grindina í dyrunum. Drengurinn vildi
gjarnan faðir hans færi að koma.
Skyndilega varð nokkurt uppnám við
dyrnar. Prcsturinn missti grindina flata
og kindin, sem hann hafði verið að draga,
slapp úr klofi hans og aftur inn í rétt-
ina. Tvær kindur ætluðu að steðja út um
opnar dyrnar, en presturinn þreif písk
sinn og barði þær frá.
— Stattu í dyrunum strákur, sagði
hann.
Drengurinn kóklaðist niður af veggn-
um og fór í dyrnar. Presturinn gekk inn
réttargólfið til að sækja kindina. Hann
kom þusandi með hana langt innan úr
rétt og rak stóran hóp á undan sér, sem
ætlaði að ryðjast á drenginn.
— Stattu í dyrunum, strákskratti,
kallaði presturinn og tróðst áfram og
bai'ði frá sér. Hópurinn sveigði til hliðar,
en grákollótt rolla vatt sér í dyrnar og
ruddist fram hjá drengnum, sem hafði
breitt úr sér eins og hann gat.
— Ertu að missa féð, bölvaður aum-
inginn, sagði presturinn.
Hann kom fast að honum með brús-
andi skeggið og móður og gnæfði yfir
hann í dyrunum meðan hann lét kindina
renna úr klofi sínu í gegnum þær og út
á bakkann.
— Fáðu þér hest og ríddu fyrir rollu-
skjátuna, strákur.
Presturinn setti grindina í dyrnar
meðan drengurinn gekk til hestanna.
Hann teyrndi hest föður síns að réttar-
veggnum, sló taumnum upp á honum og
klifraði síðan upp í veggimx til að kom-
ast í ístaðið. Istaðsólarnar voru of lang-
ar fyrir hann og hann var lengi að vega
sig upp í hnakkinn. Hann tróð fótum
sínum í ólarnar fyrir ofan ístöðin og tók
í tauminn. Hesturinn reisti höfuðið.
Vatnabóndinn og Jón höfðu rúið kindina
og þegar Jón henti reifinu upp á vegginn
sá hann drenginn vera kominn á bak
blesótta hestinum.
— Hvert ertu að fara? sagði Jón.
— Yfir til pabba.
— Þú mátt ekki ríða ána, sagði Jón.
— Mig varðar ekkert um það, sagði
drengurinn og setti hælana í síður hests-
ins.
— Hvert er hann að fara? sagði
Vatnabóndinn.
— Hann ætlar yfir ána.
— Nú, ekki annað, sagði Vatnabónd-
inn.
Di'engurinn sveigði hestinn niður að
vaði'ofinu í bakkanum og fram úr því
og út í ána. Það dýpkaði mjög snögglega
á hestinum og vatnið náði drengnum
strax á miðja leggi. Það fór hrollur um
hann, þegar kalt árvatnið kom á fætur
hans og liann leit upp frá ljósu faxi
hestsins og yfir ána og sá Sigurjón og
föður sinn hlaupa niður bakkann fyrir
handan. Meðan hann horfði fannst
honum hesturinn vera kominn á tölu-
vei'ða fei'ð upp ána. Hann grúfði sig aft-
ui' niður í faxið til að það hætti. Hest-
urinn fór mjög gætilega, eins og hann
þreifaði fyrir sér við hvert fótmál niðri
í djúpinu. Þegar fór að grynnka vissi
drengurinn að þeir voru að koma þang-
að sem sandeyrin hafði verið. Hesturinn
óð hraðar þegar grynnkaði. Drengur-
inn leit upp til að sjá á vaði'ofinu hvort
þeir væi'U of sunnarlega, en varð að
grúfa sig samstundis oní faxið aftur til
að þeir byrjuðu ekki að fara að nýju upp
ána. Hesturinn tók nú rauð vot hnén upp
úr vatninu og það komu dimm slokhljóð
þegar hann rétti úr sinaberum ljósskeggj-
uðum fótum sínum. Síðan byrjaði aftur
að dýpka og þá vissi drengui'inn að þeir
voru komnir yfir eyrina og út í álinn.
Hann leit ekki upp úr faxi hestsins og
hoi'fði á vatnið hækka stöðugt á rauðum
snöggum bógurn hans og falla í lágri
brúsandi öldu frá þeim. Það var mikil
kyrrð í kringum þá og drengurinn skynj-
aði ekkert nema Ijóst faxið fallandi á bóg-
ana og skollitt vatnið niðurundan fax-
inu. Honum var orðið rnjög kalt á fót-
unum þegar grynnkaði skyndilega og
hesturinn herti ferðina að nýju. Hann
leit upp og sá þeir voru kornnir fast að
dökku hlýlegu vaði'ofinu í grænum og
slútandi bakkanum, sem dýff' -örum
sínum í hægstreymt vatnið.
28 SAMVINNAN