Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1957, Síða 29

Samvinnan - 01.12.1957, Síða 29
Skagafjörður og Skagfirðingar Annir við landbúnaðarverkjœrin á verkstceði Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki. (Framh. af bls. 17). hlutafélagi, en að því standa Sauðár- króksbær og kaupfélagið. Hlutafélag- ið heitir Fiskiðja Sauðárkróks h.f. Við fiskvinnuna vinna um 50 manns, en 100 í sláturtíðinni. Kaupfélagið hefur á tveim undanförnum árum byggt 300 mála fiskimjöls- og lýsis- verksmiðju og Fiskiðjan h.f. hefur einnig afnot af henni. A Sauðárkróki munu vera til 10 opnir vélbátar, sem stunda sjó, aðal- lega yfir vorið. Fiskiðjan h.f. kaupir af þeim aflann. Fiskurinn er flakað- ur, en bein og úrgangur fara í fiski- mjölsverksmiðjuna. Uppistaðan í hrá- efnisöflun fiystihússins er þó togara- fiskur. Akureyrartogarar leggja þar upp afla sínum og Sauðkræklingar eiga þriðjung í togaranum Norðlend- ingi og sama hlufall af afla sínum leggur hann þar upp. Kaupfélagið annast afgreiðslu fyrir Sambands- skipin og auk þess fyrir Eimskip, Ríkisskip og flóabátinn Drang. ANNAR REKSTUR FÉLAGSINS. Kaupfélag Skagfirðinga rekur bif- reiða- og vélaverkstæði. Þar vinna að staðaldri 12—15 menn. Forstöðu- maður er Hreinn Sigurðsson. Kristján Skarphéðinsson er verkstjóri í bif- reiðadeild, en Sigurður Antonsson í járnsmíðadeild. Verkstæðisbyggingin er 950 fermetrar að flatarmáli og var byggð á árunum 1955—56. Mjólkursamlagið er til húsa í hrein- legri og fallegri byggingu, rétt utan við kauptúnið. Byrjað var á bygg- ingu þess 1948 og fjórum árum síðar var það tekið í notkun að fullu. Gólf- flötur byggingarinnar er 1700 fermetr- ar. Mjólkursamlagið er undir sömu stjórn og kaupfélagið. Samlagsstjóri er Sólberg Þorsteinsson og hann hefur með sér 8—10 fastráðna starfsmenn. Mjólkurflutningarnir eru á vegum bændanna. Innvegið mjólkurmagn á síðasta ári var rúmlega 2.550.000 lítr- ar og varð aukning um 300 þúsund lítra á árinu. Eins og áður er sagt, reyndist meðalfita í Mjólkursamlag- inu 3.58% og 8 lítrar af hverjum tíu fara í vinnslu. Tveir lítrar af hverj- um tíu fara til neyzlu á Sauðárkróki og á Siglufirði. A s.l. ári voru unnin 62 tonn af smjöri, 75 tonn af ostum, 63 tonn af skyri og 20 tonn af kassein. Kaupfélag Skagfirðinga rekur tré- smiðju. Þar fer fram allskonar tré- smíði, svo sem hurðir, gluggar og inn- réttingar. Forstöðumaður er Magnús Sigurðsson og með honum vinna þar 6 menn. Fastráðið starfsfólk hjá Kaupfé- lagi Skagfirðinga er alls 56 manns, en í vinnulaun og fyrir akstur greiddi kaupfélagið 6.2 milljónir króna á s.l. ári. STJÓRN OG TRÚNAÐAR- MENN KAUPFÉLAGSINS. Formaður Kaupfélags Skagfirðinga er Tobías Sigurjónsson, bóndi í Geld- ingaholti. Aðrir í stjórn eru: Gísli Magnússon, bóndi í Eyhildarholti, varaformaður, Magnús Bjarnason, kennari á Sauðárkróki, ritari. Með- stjórnendur eru Bessi Gíslason, bóndi í Kýrholti og Páll Sigurðsson, bóndi á Hvíteyrum. Kaupfélagsstjóri er Sveinn Guð- mundsson. Hann tók við stjórn fé- lagsins 1946. Sveinn er Skagfirðingur að ætt, fæddur 1912 að Litladalskoti í Skagafirði, en þar bjuggu foreldrar hans. Sveinn lauk prófi frá Samvinnu- skólanum 1939 og vann eftir það við verzlunarstörf í Reykjavík og á Siglufirði. Hann var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Hallgeirseyjar frá 1941 og þar til er hann tók við Kaupfélagi Skagfirðinga. Formaður og framkvæmdastjóri fyrir Fiskiðju Sauðárkróks h.f. er Marteinn Friðriksson. Guðmundur Sveinsson er skrifstofustjóri á skrif- stofum félagsins. Deildarstjórar í verzlunum félagsins eru: Jón Bjöms- son í nýlenduvörubúð, Jón Sigfússon í vefnaðarvömbúð og Magnús Sigur- jónsson í byggingavömbúð. Endurskoðendur kaupfélagsins eru Magnús Gíslason, bóndi á Frosta- stöðum og Arngrímur Sigurðsson, bóndi í Litlu-Gröf. Byggingameistari yfir byggingum félagsins hefur verið Guðmundur Sigurðsson á Sauðár- króki. FRAMTÍÐARHORFUR. Kaupfélag Skagfirðinga stendur á traustum grunni. Framtíðarmöguleik- ar kaupfélags og félagssvæðið haldast venjulega í hendur, svo eftir því virð- ist, sem ekki þurfi að kvíða neinu um framtíð Kaupfélags Skagfirðinga. Eitt er ófullnægjandi nú í bili, en það er húsnæði félagsins fyrir verzlunar- reksturinn. í náinni framtíð liggur fyrir að byggja stórbyggingu, nálægt þeim stað, sem aðalstöðvar félagsins em. íbúatalan á Sauðárkróki er nú 1060. Bærinn færist til suðurs eftir því sem hann stækkar. Mikið er byggt af nýjum íbúðarhúsum á sléttlendinu fyrir sunnan gamla bæinn. Fyrir þetta megin íbúðahverfi bæjarins verður kaupfélagið að byggja útibú. Þetta er mikið verkefni og verður að leysast á næstu árum. gísli. SAMVINNAN 29

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.