Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1957, Blaðsíða 29

Samvinnan - 01.12.1957, Blaðsíða 29
Skagafjörður og Skagfirðingar Annir við landbúnaðarverkjœrin á verkstceði Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki. (Framh. af bls. 17). hlutafélagi, en að því standa Sauðár- króksbær og kaupfélagið. Hlutafélag- ið heitir Fiskiðja Sauðárkróks h.f. Við fiskvinnuna vinna um 50 manns, en 100 í sláturtíðinni. Kaupfélagið hefur á tveim undanförnum árum byggt 300 mála fiskimjöls- og lýsis- verksmiðju og Fiskiðjan h.f. hefur einnig afnot af henni. A Sauðárkróki munu vera til 10 opnir vélbátar, sem stunda sjó, aðal- lega yfir vorið. Fiskiðjan h.f. kaupir af þeim aflann. Fiskurinn er flakað- ur, en bein og úrgangur fara í fiski- mjölsverksmiðjuna. Uppistaðan í hrá- efnisöflun fiystihússins er þó togara- fiskur. Akureyrartogarar leggja þar upp afla sínum og Sauðkræklingar eiga þriðjung í togaranum Norðlend- ingi og sama hlufall af afla sínum leggur hann þar upp. Kaupfélagið annast afgreiðslu fyrir Sambands- skipin og auk þess fyrir Eimskip, Ríkisskip og flóabátinn Drang. ANNAR REKSTUR FÉLAGSINS. Kaupfélag Skagfirðinga rekur bif- reiða- og vélaverkstæði. Þar vinna að staðaldri 12—15 menn. Forstöðu- maður er Hreinn Sigurðsson. Kristján Skarphéðinsson er verkstjóri í bif- reiðadeild, en Sigurður Antonsson í járnsmíðadeild. Verkstæðisbyggingin er 950 fermetrar að flatarmáli og var byggð á árunum 1955—56. Mjólkursamlagið er til húsa í hrein- legri og fallegri byggingu, rétt utan við kauptúnið. Byrjað var á bygg- ingu þess 1948 og fjórum árum síðar var það tekið í notkun að fullu. Gólf- flötur byggingarinnar er 1700 fermetr- ar. Mjólkursamlagið er undir sömu stjórn og kaupfélagið. Samlagsstjóri er Sólberg Þorsteinsson og hann hefur með sér 8—10 fastráðna starfsmenn. Mjólkurflutningarnir eru á vegum bændanna. Innvegið mjólkurmagn á síðasta ári var rúmlega 2.550.000 lítr- ar og varð aukning um 300 þúsund lítra á árinu. Eins og áður er sagt, reyndist meðalfita í Mjólkursamlag- inu 3.58% og 8 lítrar af hverjum tíu fara í vinnslu. Tveir lítrar af hverj- um tíu fara til neyzlu á Sauðárkróki og á Siglufirði. A s.l. ári voru unnin 62 tonn af smjöri, 75 tonn af ostum, 63 tonn af skyri og 20 tonn af kassein. Kaupfélag Skagfirðinga rekur tré- smiðju. Þar fer fram allskonar tré- smíði, svo sem hurðir, gluggar og inn- réttingar. Forstöðumaður er Magnús Sigurðsson og með honum vinna þar 6 menn. Fastráðið starfsfólk hjá Kaupfé- lagi Skagfirðinga er alls 56 manns, en í vinnulaun og fyrir akstur greiddi kaupfélagið 6.2 milljónir króna á s.l. ári. STJÓRN OG TRÚNAÐAR- MENN KAUPFÉLAGSINS. Formaður Kaupfélags Skagfirðinga er Tobías Sigurjónsson, bóndi í Geld- ingaholti. Aðrir í stjórn eru: Gísli Magnússon, bóndi í Eyhildarholti, varaformaður, Magnús Bjarnason, kennari á Sauðárkróki, ritari. Með- stjórnendur eru Bessi Gíslason, bóndi í Kýrholti og Páll Sigurðsson, bóndi á Hvíteyrum. Kaupfélagsstjóri er Sveinn Guð- mundsson. Hann tók við stjórn fé- lagsins 1946. Sveinn er Skagfirðingur að ætt, fæddur 1912 að Litladalskoti í Skagafirði, en þar bjuggu foreldrar hans. Sveinn lauk prófi frá Samvinnu- skólanum 1939 og vann eftir það við verzlunarstörf í Reykjavík og á Siglufirði. Hann var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Hallgeirseyjar frá 1941 og þar til er hann tók við Kaupfélagi Skagfirðinga. Formaður og framkvæmdastjóri fyrir Fiskiðju Sauðárkróks h.f. er Marteinn Friðriksson. Guðmundur Sveinsson er skrifstofustjóri á skrif- stofum félagsins. Deildarstjórar í verzlunum félagsins eru: Jón Bjöms- son í nýlenduvörubúð, Jón Sigfússon í vefnaðarvömbúð og Magnús Sigur- jónsson í byggingavömbúð. Endurskoðendur kaupfélagsins eru Magnús Gíslason, bóndi á Frosta- stöðum og Arngrímur Sigurðsson, bóndi í Litlu-Gröf. Byggingameistari yfir byggingum félagsins hefur verið Guðmundur Sigurðsson á Sauðár- króki. FRAMTÍÐARHORFUR. Kaupfélag Skagfirðinga stendur á traustum grunni. Framtíðarmöguleik- ar kaupfélags og félagssvæðið haldast venjulega í hendur, svo eftir því virð- ist, sem ekki þurfi að kvíða neinu um framtíð Kaupfélags Skagfirðinga. Eitt er ófullnægjandi nú í bili, en það er húsnæði félagsins fyrir verzlunar- reksturinn. í náinni framtíð liggur fyrir að byggja stórbyggingu, nálægt þeim stað, sem aðalstöðvar félagsins em. íbúatalan á Sauðárkróki er nú 1060. Bærinn færist til suðurs eftir því sem hann stækkar. Mikið er byggt af nýjum íbúðarhúsum á sléttlendinu fyrir sunnan gamla bæinn. Fyrir þetta megin íbúðahverfi bæjarins verður kaupfélagið að byggja útibú. Þetta er mikið verkefni og verður að leysast á næstu árum. gísli. SAMVINNAN 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.