Samvinnan - 01.12.1957, Side 31
raun til að mæla, en ekkert hljóð kom
út yfir varir hans. Svo hvíslaði liann að
lokum: „Eg get það ekki.“
Þjónustustúlka kom nú til þeirra, rjóð
og brosandi, með bakka sem á var vín,
brauð og ostur og kalt hænsnakjöt. Ang-
elo hellti víni í staup handa sér og vini
sínum. Gamli maðurinn var augsýnilega
hungraður, en hann át og drakk með
hægð þess manns, sem er hættur að geta
flýtt sér.
„Og þú, Angelo," sagði hann, þegar
þeir voru aftur orðnir einir. „Hvað hefur
drifið á daga þína?“
Það kom nú í hlut Angelos að segja
sögu sína, þessi sjö ár, sem liðin voru
síðan þeir sáust síðast. Hann sagði Pino
frá þeim listaverkum, sem hann hafði
gert, frá mikilsverðum tilboðum, sem
hann hafði fengið um skreytingu halla
fyrir konungborna og kardínála, um
lærisveinana, sem þyrptust til hans, og
frá börnunum sínum. Þegar hann þagn-
aði leit Pino á hann, og þannig sátu þeir
lengi og horfðust þegjandi í augu. Ang-
elo fannst einkennilegt að sitja þannig
aftur andspænis honum.
„Já, sjáðu til, Pino,“ sagði hann loks
með hægð, „allt þetta, listaverkin, fög-
ur og elskuleg eiginkona, yndisleg börn,
frægð, vinir, auðæfi, eru hamingja
mannsins, — hamingja mín. En þú veizt,
að til eru lækir, sem á leið sinni hverfa
og streyma neðanjarðar um skeið, en þar
sem þeir streyma undir, vaxa blómleg-
ustu trén og fegurstu rósarunnarnir.
Þannig liggur hulinn straumur undir
hamingju minni, og við þig get ég talað
um hann. Straumurinn er leyndarmálið,
sem Lucrezia býr yfir og dylur fyrir mér.
Eg veit ekki hvað gerðist, nóttina sem
ég dvaldi í fangaklefanum. Hún hefur
aldrei minnzt á þá nótt. Oft hef ég beð-
ið eftir þeim orðum af hennar vörum,
er leystu þá gátu. A brúðkaupsnótt okk-
ar vænti ég þeirra, en straumurinn rann
djúpt undir hvílu okkar. Dag einn þeg-
ar við vorum á gangi niður við strönd-
ina, staðnæmdist hún og starði á mig.
Þá hélt ég það kæmi. En hún hefur aldr-
ei talað þau orð. Þrýstnar, rjóðar varir
hennar hafa innsiglað leyndarmálið.
Fyrstu árin fannst mér stundum að ég
kynni að verða bani hennar, ef hún ryfi
ekki þessa þögn.
Nú hef ég komizt að þeirra niðurstöðu,
að ég eigi enga kröfu til leyndarmálsins,
því að öll tilvera konunnar er leyndar-
mál, sem á að varðveitast. Og hvert
leyndarmál verður hluti af henni sjálfri,
einir töfrar í viðbót, hulinn fjársjóður.
Það er sagt, að tré það, sem morðingi
dysjar hinn myrta undir, visni og deyi,
en að það tré, sem stúlka dysjar barn
sitt undir, beri aukin blómstur og full-
komnari ávexti en önnur tré, — tréð
breytir hinum dulda glæp, vegna dulinn-
ar ástarsorgar, i ljúffengan ávöxt. Eg má
ekki krefjast þess, að hún, að heldur,
segi mér hvað undir trénu leynist.“
Angelo hafði hlé á máli sínu um stund
og horfði út yfir dalinn.
„Eg hef einnig hugsað,“ sagði hann
svo, „að á þeirri stundu, sem ég spyrði
Lucreziu: Hvað gerðist nóttina, sem Le-
onidas Allori kom til þín í húsi víngarðs-
eigandans? Segðu mér það, því að ég
kvelst af óvissunni. Komst meistarinn þá
að því, að við höfðum svikið hann? —
Eg hef hugsað mér, að þá myndi hún líta
á mig með skæru augun dökk af sorg
og svara: Svo þú hefur vitað, í öll þessi
ár, að meistari þinn kom til mín þessa
nótt, og aldrei sagt mér frá því. í öll
þessi ár, dag og nótt, hefur þú leynt því
fyrir mér og jafnvel kossar mínir hafa
ekki megnað að opna varir þínar. — Ef
til vill myndi hún þá hafa yfirgefið mig,
eða orðið áfram hjá mér aðeins vegna
barnanna eða vegna frægðar minnar og
auðæfa. En hún hefði aldrei framar orð-
ið hin hamingjusama, brosandi, hýra eig-
inkona mín.
Og mér hefur skilizt, að hún hefði
haft rétt fyrir sér. — Þannig renna tveir
huldir straumar undir hamingju okkar.“
Pino leit sem snöggvast á vin sinn og
síðan á fjöllin í fjarska, og það Ieið nokk-
ur stund áður en hann tók til máls. —
„Hvernig er það?“ spurði hann. „Getur
þú sofið núna?“
„Sofið?“ hafði Angelo upp eftir hon-
um, eins og hann áttaði sig ekki á því,
við hvað hann ætti. — „Æ, já, þú manst
eftir því, þegar ég gat ekki sofið. — Já,
þakka þér fyrir, nú get ég sofið.“
Aftur varð þögn.
„Nei!“ sagði Pino allt í einu. „Þú hef-
ur rangt fyrir þér. Það vill svo til, að ég
veit það. — Maður, sem hefði áhyggjur
af þessu, — þín vegna, — hefði getað
spurt Lucreziu, — þín vegna, —: Hvað
gerðist, nóttina sem elskhugi þinn lagði
líf sitt að veði fyrir læriföður sinn?
Komst þá hinn rnikli listamaður að því,
að þið tvö, sem hann unni heitast, og
hverra örlögum hann hafði stjórnað eins
og ég leikbrúðunum mínum, — komst
hann að því, að þið höfðuð svikið hann?
Brast þá hans stóra hjarta? Eða stóð
hann undir reiðarslaginu í trausti á lög-
mál hins gullna hluta, þótt hann riðaði?
— Hún myndi þá hafa litið á spyrjand-
ann svo hreinum augum, að hann hefði
skammast sín fyrir að efast um sann-
leiksgildi orða hennar eitt andartak, og
svarað honum: Mér þykir leitt að ég
get ekki sagt þér það, en ég man það
ekki. Ég hef gleymt því.“
„Er það meining þín,“ spurði Angelo
lágri röddu, „að þú hafir spurt hana að
því?“
„Ég hef aldrei litið konu þína augum
SflMVINNAN 31