Samvinnan - 01.12.1957, Síða 32
Angelo setti hestslíkanið d stólpa og hugsaði sig um.
fyrr en í kvöld,“ svaraði Pino. „En þú
veizt, að eitt sinn samdi ég leikrit fyrir
brúðuleikhús. Ég átti þá undurfagra
brúðu og hún var stjarna flokksins, hún
hafði rjóðar kinnar og drifhvítan barm
og augu hennar voru úr dökku, tæru
gleri. Hún líktist Lucreziu.“
Þegar gamli maðurinn leit á Angelo
eftir nokkra stund, sá hann að bros lék
um varir hans.
„Um hvað ertu að hugsa, Angelo?“
„Ég var að hugsa um þessi litlu tæki,
sem við nefnum orð, og sem við verðum
að komast af með í þessu lífi. Ég var að
hugsa um það, hvernig það getur gjör-
breytt tilveru okkar, að hafa stöðuskipti
á orðum í hversdagslegri setningu. Því
að þegar þú laukst máli þínu áðan hugs-
aði ég: Getur það verið? — Og síðan:
Það getur verið.“
Þeir ræddu nú um stund um aðra hluti
og til þess að gleðja Pino lét Angelo tal-
ið berast að brúðuleikhúsinu. En annað
slagið hvarf brosið af ásjónu gamla
mannsins og þunglyndið tók sér sæti þar
á ný.
„En heyrðu mig nú, Pino,“ sagði vin-
ur hans. „I dag ert þú sjö árum nær
Paradís en þegar við hittumst síðast.
Þar muntu hitta á ný bæði leikbrúðurn-
ar þínar og konuna fögru — því að mér
skilst, að þú sért Demas, ræninginn á
krossinum, sem heitin var Paradísar-
vist.“
„Þarna kemurðu með nokkuð, sem ég
hef lengi brotið heilann um,“ sagði Pino
og klóraði sér í höfðinu með sínum
tveimur fingrum hægri handar. „Ég trúi
því vissulega að ég sé stórsyndarinn,
sem lausnarinn veitti þá von. — En
hvernig fór það eiginlega með ræningj-
ann á krossinum?
„f dag skaltu vera með mér í Paradís,
sagði frelsarinn við hann. En þegar De-
mas birtist við hlið Paradísar að kvöldi
föstudagsins langa, var Kristur þar ekki,
eins og þú veizt, og það liðu fjörutíu
dagar áður en hann kom þangað í allri
sinni dýrð. Óliklegt er að hinn ungi
Himnakonungur hafi á þeim dögum
stórra viðburða getað liaft hugann við
þetta heimboð. Ég veit líka betur en
flestir aðrir hve hikandi og órólegur fá-
tæklega klæddur gesturinn muni hafa
nálgazt hið gullna hlið.
„Og ég hef hugsað um það,“ hélt Pino
áfram, „hver muni hafa verið á verði
innan við hliðið þegar Demas kom að
því, með heimild til að hleypa honum
inn. Klettur kirkjunnar, hinn mikli fiski-
maður Pétur, sat á þeirri stundu í hnipri
að húsabaki æðsta prestsins, fjær Para-
dís en nokkru sinni fyrr eða síðar. María
Magdalena, sem Demas þekkti frá
Jerúsalem, grétt í sitt síða hár og hafði
þá ekki tekið þá ákvörðun að ganga til
grafarinnar. Hinir vingjarnlegu dýrling-
ar, sem við þekkjum nú, heilagur Fran-
cis og Antóníus og hin Ijúfa Katrín,
komu ekki á hið himneska svið fyrr en
mörgum öldum síðar. Hin heilaga guðs-
móðir hefði skilið allt það, sem bjó í
hjarta Demasar á þessari stundu, en hún
var þá ekki orðin Drottning Himnanna.
Hún hefði sjálf komið að hliðinu með
engaliði sínu, — en jafnvel hennar hug-
prúða hjarta gat ekki þolað meira en því
var boðið þetta föstudagskvöld.
„En ég hef hugsað mér, að eftir langa
stund hafi litlu börnin, sem Heródes lét
taka af lífi í Betlehem, komið hlaupandi
og þyrpzt í kring um komumanninn. Ef-
laust hafa þau brosað að þessum vesal-
ing, sem þarna lá, brotinn á handleggj-
um og fótum. Kannski hafa þau bent á
hann með litlu fingrunum sínum, eins
og börn gera við ókunnuga flækinga. En
að lokum hlupu tvö þeirra inn til Heil-
agrar Onnu, hinnar blessuðu ömmu
Krists, og sögðu henni frá komumann-
inum. Og þegar hún kom að hliðinu og
talaði til hans, skildist Demasi, hversu
öll viðhorf eru öðruvísi á himni en á
jörðu, því að jafnvel eftir atburði þessa
langa föstudagskvölds var hún mild og
björt sem kertaljós.
Ég hef hugsað mér eftirfarandi sam-
tal á milli þeirra:
„Komdu inn, segir konan, komdu inn,
góði maður. Við áttum von á þér, en
dóttursonur minn hefur tafizt, því að
hann þurfti að skreppa sem snöggvast
niður til Heljar.
„Ó, náðuga frú, svarar Demas í djúpri
blygðan, það hefur orðið einhver mis-
skilningur, eins og ég óttaðist. Það mun
vera þar niðurfrá, sem ég á að fá að
sjá hann einu sinni enn. Má ég gerast
svo djarfur að spyrja yður til vegar, því
að ég kýs ekki á neitt betra hlutskipti
en að vera þar sem hann er.
„Kemur ekki til mála, segir hin lieil-
aga Anna. Þú átt að gera eins og þér var
sagt. Sjálfa fýsir mig mjög að hafa tal
af einhverjum, sem hefur séð hann ný-
lega.
„Ó, náðuga frú, segir Demas aftur.
Hvernig má slíkur sem ég tala við yður
um það, sem engin orð fá lýst?
„Ég veit það, ég veit það, segir gamla
konan. Hver skyldi vita það betur en
ég? Góði maður, þér sáuð hann ekki þeg-
ar hann var að læra að ganga. Ég hélt
sjálf í aðra litlu hendina hans og móðir
hans í hina. Aldrei hef ég séð barn jafn
líkt móður sinni. Já, það er eins og þér
segið, því verður ekki með orðum lýst.
„Og svo tekur hin heilaga Anna í
hönd hans, eins og hún hafði tekið í hönd
lausnarans þegar hann var lítið barn. og
leiðir hann inn fyrir hlið Paradísar. Og
handleggir hans og fætur eru ekki leng-
ur brotnir.“
Angelo brosti að frásögn vinar síns.
„Já, ef ég hefði enn brúðuleikhúsið
mitt,“ andvarpaði Pino, „þá setti ég
þetta á svið. Yrði það ekki dásamlegt?
— En þú, ferð þú til Paradísar, Angelo?
Eigum við eftir að hittast þar og ræðast
við eins og við gerum nú?“
Það leið löng stund áður en Angelo
fann svarið við þessari spurningu. Hann
tók eitt litla hestslíkanið og setti það
upp á stólpa, ögn til vinstri.
„Maðurinn er meira en einn maður,“
32 SAMVINNAN