Samvinnan - 01.12.1957, Side 35
Melbourne, og Koponen, sem stokkið
hafði fyrr í sumar 7.32 m. Valkama vann
auðveldlega með 7.39 m., ég komst 6.99,
en Koponen aðeins 6.84 m.
Finnska liðið var allt mætt úti á flug-
velli í Helsingfors kl. 6, og varð þar Iöng
bið. Eg fór að skoða flugvélina, sem við
skyldum fljúga með, og leizt illa á tækið.
Oskaði ég mér, að kornin væri önnur
hvor hinna nýju véla Flugfélagsins. Vél
þessi, sem flutti okkur, var tveggja
hreyfla amerísk vöruflutningavél frá
„Transair“ flugfélaginu, sem er sænskt
félag.
Aætlunin var þannig, að fyrst skyldi
flogið til Osló og þar teknir Norðmenn
og Islendingar. Þar var lent eftir 2V2
stundar flug, Norðmennirnir bættust við
hópinn, en engir landar. Var mér sagt,
að þeirra væri von í Malmö, þar skvldi
lent næst, og teknir Danir (1 maður) og
Islcndingar. Það stóð heima, þar hitti ég
Hilmar Þorbjörnsson, Valbjörn Þor-
láksson og Guðmund Sigurjónsson far-
arstjóra. Næst átti að lenda í Múnchen
í Þýzkalandi, og þar voru íþróttamenn
enn að bætast í hópinn, þeir sem keppt
höfðu á Rudolf Ilarbig mótinu, en þar
hafði Svavar Markússon unnið aðal-
lilaup mótsins, sællar minningar. Þá
voru loks allir komnir um borð, nema
Svíar. Þeir höfðu háð landskeppni mót
Itölum, og sigrað auðveldlega, sömu
helgina og ég keppti í Varkans. Þessi
ráðstöfun Svía var einn liður í því að
gera flutninga alls liðsins ódýrari og
auðveldaði framkvæmd ferðarinnar.
Súlurnar, sem bera uppi þök hofanna á Akro-
polis eru margvíslegar að formi, en allar mjög
fagrar.
Ráðgert hafði verið að lenda næst í
Belgrad, en vegna óveðurs varð nú að
fara vestan Alpafjalla. Þessi vöruflutn-
niga-hjallur gat aðeins flogið í 12000
feta hæð, og gat því ekki farið beint til
Aþenu, einnig vegna þess að eldsneyti
entist aðeins til fjögurra tíma flugs.
Næsti lendingarstaður var Nissa á
Miðjarðarhafsströnd Frakklands. Þar
eru í næsta nágrenni tveir frægir staðir,
Monte Carlo spilavítið og Monaco,
þar sem Rainier fursti býr með fursta-
frú Grace Kelly.
Dvölin þarna var styttri en margir
hefðu viljað, það átti að fara til Róm og
gista þar. Horfið hafði verið frá því að
þvælast alla Ieið til Aþenu þennan dag,
enda komið nálægt miðnætti þegar lagt
var frá Nissa. Ljós þessara fjögra borga
sáust speglast fagurlega í haffleti Mið-
jarðarhafsins, þegar vélin hækkaði flug-
ið. Ljósin alls staðar meðfram strönd-
inni bentu til þess, að þarna væri nær
samfelld byggð.
Eftir klukkustundar flug, þegar
strendur Italíu sáust framundan í
tunglsljósinu, flugum við inn í svo
grenjandi vitlaust eldingaveður, að því
verður vart með orðum lýst. Elding-
arnar jukust jafnt og þétt, og varð
brátt albjart sem um hádag. Með þessu
hristist vélin, hoppaði og skoppaði, og
virtist nánast stjórnlaus. Hjartað var
komið fremur neðarlega í mér, og þegar
mér varð litið á Hilmar, sem sat við
hlið mér, og aðra menn í næstu sætum,
sá ég að eins var ástatt með þá. í miðj-
um þessum ósköpum finnst mér vélin
stingast á endann niður á við og snúast
og þveitast um leið, sem er merki um
algert stjórnleysi. Hræðslan nær nýjum
hápúnti, mér er litið út um gluggann
og þar sá ég dökkrauðan bjarma, og
heyri rífandi hvin, sem líktist brothljóði.
Eins og leiftur þýtur gegn um huga
minn: „Eldingarnar hafa kveikt í vél-
inni og hún er að hrapa í hafið!!“ Ég
var sem lemstraður í sætinu. Vélin rétti
sig af, náði að snúa til baka út úr ó-
veðrinu, ég áttaði mig smátt og smátt á
því að ég var enn á lífi. Rauði bjarm-
inn hafði verið siglingaljós vélarinnar,
sem lýsti upp haglélið í loftinu um-
hverfis vélina, hávaðinn stafaði af snjó-
höglunum, sem lömdust á skrokk vélar-
innar.
Það var dásamleg sjón að sjá eld-
ingarnar rása fram og aftur úr fjarlægð.
Það var engu líkara en að norðurljós-
unurn hefði slegið niður á jörðina, og
að þau væru að spegla sig í Miðjarðar-
hafinu. Það, að geta séð hamfarir nátt-
úruaflanna úr hæfilegri fjarlægð, hvern-
Vilhjálmur Einarsson á tefingu á hinum forna
leikvangi t Aþenu.
ig eldingarnar geystust frain og aftur,
lýsandi upp dökkgrænt mánaskin
haustkvöldsins, gaf sérstaka unaðs-
kennd. Ef til vill voru tilfinningar mínar
enn örari vegna þess þakklætis, sem
fyllti hjarta mitt yfir því að fá að vera
til. Slík reynsla, eins og að horfast í
augu við dauðann, þótt það sé aðeins
sekundubrot, og þótt það sé við ímynd-
aðar lífshættur, en þær eru jafn raun-
verulegar fyrir það, gefur hlutaðeigandi
aukna tilfinningu fyrir gildi lífsins, og
kennir honum að meta það að meiru.
Snúið var við svo búið til baka til Nissa,
og eftir allt fór það þó svo, að við feng-
um að gista í návist Grace Kelly. Næsta
dag var farið til Aþenu, og var þá ó-
veðrið að mestu gengið yfir.
AÞENA.
Við ókum að kvöldi frá flugvellin-
um inn í borgina og svo áfram 15 km.
frá miðbænum út í þorp sem heitir
SAMVINNAN 35