Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1957, Qupperneq 38

Samvinnan - 01.12.1957, Qupperneq 38
7'ii dœyraátifttinfar tA(Th DlMi — Ég hugsa að það sé eitthvað að lömpunum og svo hefur dagskráin verið léleg undanfarið, ef þér vilduð vera svo góður að lagfcera hana um leið. — Hann ku vera svo afskaplega hneddur um kon- una sina. — 11) Sagan af Sherlock Holmes Sherlock Holmes er sjálfsagt frægasti leyni- lögreglumaður sögunnar eða öllu heldur bók- menntasögunnar. En svo raunveruleg hefur þessi meistaralega sögupersóna Arthur Conan Doyle's orðið, að margir halda, að hann sé eða hafi verið af holdi og blóði. í ensku blaði var nýlega frá því sagt, að enn þann dag í dag fái Shorlock Holmes mikinn fjölda bréfa frá að- dáendum. Sumir leita þar ráða hjá honum með ýmisleg vandræði og fjöldi af kvenfólki býðst til að sjá um húsverkin fyrir hann. Eftir þvi sem eftirfarandi saga segir, fékk Sherlock Holmes fljótlega verkefni hinum megin, en eins og vanalega var það mjög auðvelt fyrir hann að leysa það. Sagan er svona: Þegar Sherlock Holmes kom til Himnarikis tók Sankti Pétur á móti honum og bað hann í guðs bænum að hjálpa sér. Vandræðin voru þau, að Adam og Eva urðu svo þreytt á rit- handasöfnurum, að þau breyttu á sér andlitun- um og hurfu í englaskarann. Nú þurfti Pétur endilega að ná tali af þeim, en þau svöruðu ekki köllum hans. Bað hann Sherlock Holmes nú að finna þau fyrir sig. Eftir fáa daga kom Sherlock Holmes með Adam og Evu og andlit þeirra voru enn ó- þekkjanleg. Þegar þau höfðu játað, sneri Sankti Pétur sér undrandi að Sherlock Holmes og spurði: „Hvernig í ósköpunum fórstu að því að finna þau, herra Holmes?" — „Auðvelt, í raun og veru mjög auðvelt", svaraði Sherlock Holmes. Spurningin er: Hvernig fór Sherlock Holmes að því að þekkja Adam og Evu? £t7w á t>b. Sl 1) Það tilheyrir jólunum og skammdeginu að fást við hverskonar dægrastyttingar. Fyrir þá, sem hafa gaman af að leggja sig í líma við gátur og þrautir, er hér verkefni. Menn hafa lengi fengist við þá list að búa til margskonar þrautir úr einhverjum hlutum eða einungis strikum. Góð dægrastytting fyrnist aldrei frem- ur en góð saga eða snjöll vísa. Þessar myndaþrautir, sem hér birtast eru mjög léttar að undanskilinni þeirri hér að of- an (nr. 1) enda er hún gamalfræg. Eins og sjá má, er þetta ílangur ferhyrningur, sem skiptist í 5 reiti. Allur galdurinn er að draga eitt samfellt strik, sem sker hverja hlið hvers einstaks reits aðeins einu sinni. Það er alveg sama hvar strikið byrjar eða endar. 2) Það er tlmaspursmál, sem hér er á ferðinni. Myndunum er hér raðað eftir tímaröð, A, B, C og D, en það er ekki rétt. Með því að athuga myndirnar nákvæmlega á að vera mjög auðvelt að raða þeim í rétta röð og það má ekki taka lengri tíma en eina mínútu. 3) Hér er fangelsi, sem er byggt eins og völ- undarhús, en ólíkt öðrum fangelsum að því leyti, að það er opið. Fangaklefinn er merktur með X. Þaðan er ein opin leið, sem síðan greinist á fjölda vegu. Fanginn er frjáls ferða sinna, ef hann kemst út. Vilt þú, lesandi góð- ur, setja þig í spor fangans og reyna að komast út. Útgangur er, eins og sjá má, aðeins á einum stað. 38 SAMVINNAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.