Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1957, Qupperneq 42

Samvinnan - 01.12.1957, Qupperneq 42
kaupfélagsins. Síðan var haldið til fé- lagsheimilisins á sjálfan fundinn, og að honum loknum var konunum boðið til kvöldverðar í hótelinu. Var þar fram borið hangikjöt og sætsúpa, en á eftir indælis Braga-kaffisopi. Enginn þarf að kvíða leiðindum, sem situr með Þorsteini kaupfélagsstjóra að veizluborði, og sízt af öllu ef konur skipa þar svo til hvert sæti. Ríkti hin mesta kátína bæði á fundunum og við matarborðin, var vm- ist sungið af kappi, ræður haldnar eða skipzt á gamanyrðum. Kvöddu konurn- ar hinar ánægðustu og höfðu það eitt út á að setja, að fundirnir væru alltof stutt- ir. Er mér ekki grunlaust, að svo hafi fleirum fundizt þessa dagana. Afram, áfram, það er engin hvíld. Við höfum kvatt Reyðarfjörð, fundur hefur verið haldinn á Stöðvarfirði hjá Sigurði Guðjónssyni, kaupfélagsstj., og á Fá- skrúðsfirði var fundur í gær. Dagur er að kvöldi kominn og við þiggjum kvöld- kaffi hjá Guðjóni Friðgeirssyni, kaupfé- lagsstjóra, og njótum minninganna frá deginum. Við fórum sem sé í boði Guð- jóns út í Skrúð og gengum á vit „bónd- ans“ þar. Það var dýrlegur dagur; sum- ar, sólskin og sjór. Lendingin við eyna, hellirinn frægi og gangan upp var ævin- týri lík, en þó var mest gaman að „renna“ á leiðinni í land og draga nokkra „gula“. Það hleypti blóðinu fram í kinnarnar, og var mikil sjón að sjá ferðalangana, jafnt konur sem karla, standa i aðgerð og fisk- drætti eins og þeir ættu lífið að leysa. Þegar við kveðjum Guðjón og konu hans er komið undir miðnætti. Það er samt margt fólk á ferli í bænum og þykkum reykjarmekki slær niður úr reykháfi síld- arbræðslu kaupfélagsins, þar sem unnið er að bræðslu þeirrar síldar, sem veiddist fyrir skömmu í aflahrotunni. Það er líka kaupfélagið, sem rekur hótelið hér, eins Á húsmœdraiundunum voru sýnd búsdhöld og hér sjást nokkrar konur virða þau íyrir sér. Konurnar gerðu góðan róm að jundunum og tóku vel eftir því, sem fram fór. og á Ilornafirði og Reyðarfirði og víðar, og þar er dvalið urn nóttina. Næsti áfangastaður er Eskifjörður, þar skal enn einn fundurinn haldinn. Hvað ertu að segja, hef ég gleymt að segja frá sjálfum fundunum? Það er líklega alveg rétt hjá þér. Nú, það er þá líklega bezt að bjóða þér á þann næsta. Þú veizt, að þetta er húsmæðrafundur, og sért þú af hinu veikara kyni, þá þarf víst engar fortölur við þig, en sért þú af hinu svokallaða sterkara kyni, þá þekki ég ekki karlmenn rétt, ef þú ert þess ekki mjög fýsandi að vera um stundarsakir með konunum. Hér við aðalgötu bæjarins standa tvö reisuleg hús andspænis hvort öðru. Ann- að þeirra er félagsheimili bæjarbúa, og þarna koma konurnar úr öllum áttum og ganga rakleitt inn í félagsheimilið. Hitt húsið er kaupfélagið, en það stendur ein- mitt fyrir fundinum í félagsheimilinu, hinum megin götunnar. Við skulum ganga inn í anddyri félags- heimilisins og sjá hvers við verðum var- ir. Konurnar taka af sér yfirhafnir hjá fatahenginu og ganga síðan í fundarsal- inn, en um leið er þeim fenginn dálítill bæklingur með síldarréttauppskriftum. Komdu, við skulum fylgja straumnum eftir, já, þarna eru tveir auðir stólar aft- ast í salnum, eigum við ekki að tylla okk- ur þar? Jæja, við hefðum ekki seinni mátt vera, kaupfélagsstjórinn, Guðni Guðna- son, er einmitt að ávarpa konurnar, lát- um oss heyra niðurlag ávarpsins: „Hér eru mörg verkefni enn óleyst, og þegar ég minnist á framtíðarverkefnin, þá er á mörgu að taka. Eg vil þó sérstak- lega drepa lítillega á atvinnuvegina. At- vinna hér er stopul og oft á tíðum ónóg. Til þess að bæta úr þessu alvarlega ástandi verður að koma á fjölbreyttari atvinnugreinum en nú eru. Ekkert er lík- legra til úrbóta í þessu efni en einmitt það að efla og auka samstarf í anda sam- vinnuhugsjónarinnar. Foreldrum er það eðlilega mikið áhyggjuefni, að ekki skuli vera næg atvinna á staðnum fyrir ungl- ingana, sem komnir eru á þann aldur, að þeir þurfa að fara að vinna fyrir sér. Ekki er enn um annað að ræða en að senda þá í aðra landshluta til atvinnuleitar eða hafa þá áfram á sínu framfæri. Allir hljóta að sjá og skilja, hversu úr- bóta er vant í þessu efni. Að senda að heiman óþroskaða unglinga til vanda- lausra í atvinnuleit er skiljanlegt áhyggjuefni foreldra, en við skulum ekki vera svartsýn, heldur hefjast lianda til úrbóta. Það getum við gert ef samhugur og samstarf fylgir máli. Starfsemi samvinnusamtakanna er orð- ið all fjölbreytt og margþætt, og ekki er unnt að gera henni hér þau skil, sem vert væri, slíkt tæki of langan tíma. En ég get þó ekki látið hjá líða að minnast á einn þátt samtakanna, en það er fræðslu- deildin. Starf deildarinnar er orðið æði fjölbreytt. Samvinnuskólinn og Bréfa- skólinn eru sem kunnugt er á vegum deildarinnar, gefin eru út mánaðarleg tímarit, auk margs annars, svo sem fræðsluerinda og kvikmynda, og síðast en ekki sízt fræðsla sú, er við fáum að njóta hér í kvöld. Því hefur verið haldið fram af sum- um, að starf þessarar deildar sé harla fá- nýtt og það sem hún framleiddi verði ekki í askana látið, en sem betur fer eru fleiri, sem eru á öðru máli, enda ber nú svo kynlega við, að a.m.k. sumt verður í askana látið sem hér er framleitt í kvöld af hálfu deildarinnar. Ég vil svo að lokum færa þessum ágætu fulltrúum fræðsludeildarinnar okk- ar beztu þakkir fyrir komuna og óska þeim góðrar heimferðar og allra heilla. Ykkur, húsmæður góðar, færi ég mínar 42 SAMVINNAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.