Samvinnan - 01.12.1957, Qupperneq 44
Það er búið að selja „Bniarfoss". Þetta
skip hefur þjónað íslenzkum hagsmun-
um í 30 ár. Og af því tilkoma „Brúar-
foss“ olli miklum breytingum á íslenzk-
um framleiðsluháttum, þykir mér hæfa
að senda þessu góða skipi nokkur kveðju-
orð, þegar það hefur lagt leið sína til Lí-
beríu, þar sem það á sjálfsagt eftir að
sinna þýðingarmiklu hlutverki jafnframt
því að „ganga sér til húðar“ sem títt er
um góða og gagnlega gripi á íslandi.
Eimskipafélag Islands sendi hvohljóð-
andi tilkynningu til blaða og útvarps
um söluna þann 30. júní þ. á.:
„Undanfarna 2—3 mánuði hefur Eim-
skipafélag Islands átt í samningum um
sölu á e.s. „Brúarfoss" og hefur þeim
samningum nú lyktað þannig, að skipið
hefur verið selt hr. José A. Náveira, að-
aleiganda skipafélagsins Freezer Shipp-
ing Line, í Monrovia, Líberíu, Vestur-
Afríku, og var skipið afhent hinum nýja
eiganda í Alaborg á föstudaginn.
Mun hann hafa í hyggju að nota skip-
ið til ávaxtaflutninga við strendur Suð-
ur-Ameríku, með því að það er allt út-
búið til kæliflutninga, þótt ekki henti
það íslendingum lengur, með því að
frystivélar þess nægja ekki til þess að
halda nægum kulda til flutnings á hrað-
frystum fiski, nema helzt að vetri til.
E.s. „Brúarfoss“, sem nú hlýtur nafn-
ið „Freezer Queen“, var byggður árið
1926—27 og hefur þannig verið í eigu
Eimskipafélagsins um 30 ára skeið, og
ávallt verið hið mesta happaskip. Sölu-
verð skipsins er um 80.000 sterlingspund,
eða um 3.6 millj. kr. að frádregnum
kostnaði við söluna, og gengur allt sölu-
verðið upp í greiðslu á hinum nýju skip-
um félagsins, sem nú eru í smíðum, en
eins og áður hefur verið skýrt frá, á fé-
lagið nú tvö skip í smíðum, með sam-
tals 200.000 teningsfeta frystirúmi, en
„Brúarfoss“ var með 80.000 tennigsfeta
frystirúmi.
Skipshöfnin verður flutt flugleiðis
heim næstu daga.“
Sauðfjárrækt hefur jafnan verið ein af
máttarstoðum íslenzks atvinnulífs. Mest-
ur hluti afurðanna var þó jafnan not-
aður af landsmönnum sjálfum til fæðis,
klæða og skæða. Þó var jafnan nokkur
útflutningur, einkum á ullarvarningi, ull,
gærum og tólg. Oðru hvoru mun þó hafa
verið flutt út eitthvað af saltkjöti. Sé
litið til baka um 100 ár, þá sést það af
verzlunarskýrslum, að árlega hefur ver-
ið flutt út lítið eitt af saltkjöti. A árun-
um 1855—1875 eru fluttar út að meðal-
tali á ári aðeins tæpar 2000 tunnur. En
á 7. tug 19. aldar er lítið eitt byrjað að
Jón Árnason, bankastjóri:
n
Brúarfoss'' kvaddur
flytja út lifandi sauði. Á árunum 1866—
1880 eru fluttir út 1827 sauðir að meðal-
tali á ári, þegar frá eru talin þau ár, sem
enginn eða nær því enginn útflutningur
átti sér stað. Árið 1880 fer sauðaútflutn-
ingurinn upp í tæp 12.000, en á 10 árum,
1880—1890, nemur útflutningurinn að
meðaltali rúmlega 18.000 sauðum á ári.
Á næstu 10 árum nemur útflutningurinn
að meðaltali rúmlega 32.000 sauðum ár-
lega. Mestur varð hann 1906, alls 60.413
sauðir. Því nær allur þessi útflutningur
var til Stóra-Bretlands.Innflutningur þar
var algerlega frjáls, svo hægt var að fita
sauðina á kjarngóðri beit áður en þeim
var slátrað. Var þess og mikil þörf, því
sauðirnir urðu fyrir miklum hrakningum
á löngum rekstrum til skips að haust-
lagi, og oft ennþá verri hrakningum í lé-
legum skipum, sem fluttu þá til Bret-
lands.
Árið 1896 voru sett lög í Bretlandi,
sem bönnuðu innflutning lifandi sauð-
fjár, nema því væri slátrað í „sóttkví“,
þ. e. strax eftir uppskipun. Var látið
heita svo, að þetta væri gert til að fyr-
irbyggja sýkingu á innlendu sauðfé, en
var af kunnugum talið vera til verndar
innlendri sauðfjárrækt. Það tókst þó að
fá framkvæmd laga þessara frestað að
því er varðaði innflutning frá Islandi um
nokkur ár. Var talið að þetta hefði tek-
izt aðallega fyrir atbeina L. Zöllners í
Newcastle, en hann var aðalumboðs-
maður íslenzku kaupfélaganna í Bret-
landi og aðalkaupandi sauðanna síðari
árin áður en innflutningsbannið var lög-
fest.
Upp úr aldamótum fer að draga veru-
lega úr sauðaútflutningnum, einkum eft-
ir 1903, en þá eykst saltkjötsútflutning-
urinn, enda er þá byrjað að reisa slátur-
hús og vanda meðferð saltkjötsins. í
byrjun heimsstyrjaldarinnar 1914—18
tekur með öllu fyrir útflutning lifandi
sauðfjár, en saltkjötsútflutningur eykst
verulega. Aðalmarkaður íslendinga fyrir
saltkjöt var í Noregi. Eftir stríðið voru
uppi háværar raddir í Noregi um aukn-
ingu kjötframleiðslu þar í landi. Innflutt
kjöt hafði lengi verið tollað í Noregi með
10 au. kg„ en árið 1922 var þessi tollur
hækkaður í 25 au. kg. Næsta ár er toll-
urinn enn hækkaður í 33% au. kg. og
síðar ákveðið að þetta væri gulltollur,
svo raunverulegur tollur í árslok 1923
var 63% au. kg. Þetta voru þungar bú-
sifjar fyrir íslenzkan landbúnað, og þó
samningar tækjust um lækkun tollsins
1924, þá var bersýnilegt, að einhverra úr-
ræða yrði að leita til að afla annara
markaða fyrir íslenzkt kjöt. Var forystu-
mönnum bænda þetta Ijóst löngu fyrr,
enda mikið rætt um nauðsyn þess að
leita annara úrræða um sölu á kjötfram-
leiðslu landsmanna.
Af þeim umræðum, sem mér er kunn-
ugt um, var einkum rætt um þrjár leið-
ir:
1. Nýjan markað fyrir saltkjöt.
2. Útflutning lifandi sauðfjár, einkum
dilka.
3. Útflutning á kældu kjöti.
Á Alþingi 1909 er rætt um að gera
samninga við Thorefélagið um siglingar
og í nefndaráliti samgöngumálanefndar
er talað um að hafa kælirúm í skipun-
um, svo hægt sé að flytja út nýtt kjöt
og smjör. í umræðum um málið á Al-
þingi er bersýnilega átt við ófrosið, nýtt
kjöt, því talað var um að ala sláturfé að
vetrinum og flytja kjötið út smátt og
smátt.
Á síðustu tveimur áratugum 19. aldar
og framan af þessari öld stofnuðu bænd-
ur í flestum héruðum landsins kaupfélög
og sláturfélög. Þessi félög höfðu það
hlutverk fyrst og fremst að afla mark-
aða erlendis fyrir landbúnaðarafurðir,
auk þess sem þau önnuðust innkaup á
nauðsynjavörum. Brátt hófst nokkur
samvinna milli félaganna, einkum um
útflutningsverzlunina. Árið 1915 stofn-
uðu kaupfélögin sína eigin heildsölu, og
var aðalskrifstofan í Kaupmannahöfn,
en var flutt til Revkjavíkur fvrrihluta
árs. 1917.
Eftir að kaupfélagaheildverzlunin —
Samband ísl. samvinnufélaga — var
stofnuð, annaðist hún útflutningsverzl-
unina fyrir kaupfélögin.
Einhver veigamesti þátturinn í þess-
ari starfsemi var sala sauðfjárafurða og
þá fyrst og fremst kjötsalan. Hinir eldri
44 SAMVINNAN