Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1957, Qupperneq 47

Samvinnan - 01.12.1957, Qupperneq 47
skipafjölda heimsins og lágra flutnings- gjalda og sumpart af óvenjulega lágu verði á járni, stáli og öðrum málmum á heimsmarkaðinum. Á fullveldisdaginn, þann 1. desember 1926, var hið nýja skip sett á flot hjá Flydedokken. Fór sú athöfn hátíðlega fram. Grethe Nielsen, dóttir Emils Niel- sens framkvæmdastjóra, skírði skipið. Hlaut það nafnið „Brúarfoss“. Jafnframt því, að rætt var um og und- irbúin kaup á kæliskipi, var hafinn und- irbúningur að byggingu frystihúsa. Það voru kaupfélögin og sláturfélögin, sem önnuðust þær framkvæmdir. Var tals- vert kapp milli félaganna um bvggingu húsanna, en vegna fjárskorts var ekki hægt að fullnægja öllum óskum manna í þessu efni. Sambandið hafði forystu þess- ara mála og tókst að ná samningum við félögin um að fylgja fyrirfram gerðri áætlun um byggingu frystihúsa, og var þeirri áætlun fylgt að mestu. Frystihúsin voru lítil, en vönduð að allri gerð. Var ekkert hús svo stórt, að það tæki alla haustslátrun viðkomandi héraða. Varð því að gera ráð fyrir, að hægt yrði að taka a.m.k. einn skipsfarm af kjöti á meðan stóð á haustslátrun og þá helzt tæma húsin, svo hægt væri að fvlla þau á ný áður en slátrun Iyki. „Brúarfoss“ fór í fyrstu ferð sína með frosið og kælt kjöt haustið 1927. Lagði skipið af stað frá Reykjavík 27. sept. og lestaði frosið kjöt í Reykjavík, Hvamms- tanga og Akureyri, alls 16.462 skrokka, en ófrosið kjöt á Húsavík og Reyðar- firði, alls 1918 skrokka. Guðmundur Vil- hjálmsson seldi kjötið á meðan skipið var á útleið. Verðið var til muna hærra en á saltkjöti, enda var nú lagt allt kapp á að fjölga frystihúsum. Þetta fyrsta haust voru aðeins til 3 frystihús, sem gátu fryst kjöt til útflutnings, en næstu 3—4 árin bættust 9 hús við. Með þess- um húsakosti var hægt að frysta allt að % af dilkakjötsframleiðslunni með því að „tvíhlaða“ í hvert frystihús á haust- in. Haldið var áfram að byggja frystihús alls staðar þar sem aðstaða leyfði og nauðsyn krafði. Því nær öll kaupfélög og sláturfélög, sem aðstöðu höfðu til út- flutnings á kjöti, voru búin að koma sér upp frystihúsum fyrir 1940. Sala á freð- kjöti til Danmerkur og Svíþjóðar hófst 1930 og var talsverð sala á íslenzku freð- kjöti í þessum löndum næstu 10 árin.1) Júlíus Júliníusson var ráðinn skip- J) Alls voru fluttir út 1927—1939, að báðum árum meðtöldum, um 1.360.000 frosnir dilka- skrokkar. stjóri á „Brúarfoss“. Þetta var alveg sér- stakt lán fyrir útflytjendur, því þó öll meðferð væri vönduð eftir föngum í frystihúsunum, meðal annars fengnir þrír sérfræðingar frá Englandi árið eftir að útflutningur hófst, sem ferðuðust milli frystihúsanna til að leiðbeina og kenna meðferð á kjöti í sláturhúsum og frystihúsum, þá hefði það ekki komið að fullum notum, ef kjötið hefði sætt mis- jafnri meðferð í flutningum. En Júlíus skipstjóri, sem var orðlagt snyrtimenni í allri umgengni á skipum þeim, sem hann stjórnaði, lét sér alveg sérstaklega annt um kjötflutningana, langt umfram það, sem hægt var að krefjast af hon- um. Sem dæmi um árvekni hans vil ég geta um eitt atvik, sem sýnir þetta ljós- lega. í fyrstu ferð „Brúarfoss“ á haust- in lögðu kaupfélagsstjórar mjög mikla áherzlu á að koma sem mestu af kjöti með skipinu. Svo var það einu sinni. að kappgjarn kaupfélagsstjóri var að láta skipa út kjöti, að skipstjóri lætur stöðva lestunina, þegar komið er nálægt því, að útskipun ætti að vera lokið. Hann skoð- ar svo kjötið, sem síðast var komið með að skipshlið og þykir það linfrosið, og skipti það engum togum, að hann neit- aði að taka við því. Hér áttu matsmenn að vera á verði, en hafði yfirsézt. Þá var það og, að á miklu valt fvrir kaupfélögin að Iosna við sem mest af kjötinu í sláturstíð. „Brúarfoss“ varð að lesta á 10—12 höfnum frá Reykjavík norður urn land til Reyðarfjarðar. í þau 14 ár, sem Júlíus skpistjóri annaðizt þessa flutninga, man ég ekki eftir að það kæmi nema einu sinni fyrir, að liann vrði að sigla framhjá útskipunarhöfn vegna óveðurs, en svo lánlega tókst til, að hann gat komið við og tekið kjötið á þessari höfn degi síðar, og hafði þá tekið farm á næstu höfn í millitíðinni. — I’að er sagt um Odd Ófeigsson á Mel í Mið- firði, sem var mikið í kaupferðum, að „hann var farsælli en aðrir menn“. Ég held ekki, að á neinn sé hallað þó sagt sé um Júlíus skipstjóra, að hann hafi verið farsælli en aðrir menn, eða sú er mín reynsla. Ég lét þess getið í upphafi þessarar greinar, að tilkoma „Brúarfoss“ hefði valdið miklum breytingum í íslenzkum framleiðsluháttum. Væri réttara að orða það svo, að hér hefði orðið atvinnubylt- ing. Hún var að vísu hægfara fyrst fram- an af, einkum í meðferð sjávarafurða. En þegar góð reynsla var fengin um út- flutning á frosnu kjöti, var árið 1930 hafizt handa um tilraunasendingar á frosnum fiski til útlanda. Þó hægt væri af stað farið, þá slitnaði þráðurinn aldrei. Nú er freðfiskur Iang veigamesta út- flutningsvara íslendinga, og því nær allt kjöt, sem selt er til neyzlu innanlands og utan, er nú fryst, og fyrir frosið kjöt er áreiðanlega ótæmandi markaður í ná- grannalöndum okkar, hvað mikið sem við þurfum að flytja út af þeirri vöru. Og upphafið að þessari mikilsverðu þróun má rekja til kaupanna á „Brúar- fossi“. Reykjavík, júlí 1957 Jón Árnason. Norrænn sigur... (Framh af bls. 36). valla Aþenuborg, sem liggur á láglend- inu umhverfis hæðina, og teygir sig upp í hlíðar og dalverpi fjarlægra fjalla. Eitt er að sjá Akrópólis neðan úr borginni, annað, enn áhrífameira, er að ganga hinar grá-hvítu máðu klappir á hæðinni sjálfri, virða fyrir sér hofin ná- lægt, hinn svipmikla og hreina dóriska byggingastíl, og að sjá borgina við fæt- ur sér þegar horft var lengra. KEPPNIN. Vegna hitans á daginn var horfið að því að keppa eftir kl. 8 á kvöldin. Var þá kveikt á ágætum ljóskösturum og keppt við rafmagnsljós. Ekki mun ég fjölyrða um keppnina, því svo ítarlegar fréttir hafa þegar borizt frá henni. Ferðin heppnaðist frábærlega fyrir okkur, Hilmar vann 100 m. hlaupið, varð annar í 200 m hlaupi, tók auk þess þátt í tveim boðhlaupum, sem bæði unnust. Valbjörn varð fyrir því óláni að brjóta stöngina sína í annari tilraun á 4,40. Ilann var svo jafn öðrum með — Reyndu nú að líta á björtu hliðarnar — eftir 16 tíma verðurðu kominn í rúmið aftur. SAMVINNAN 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.