Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1957, Qupperneq 49

Samvinnan - 01.12.1957, Qupperneq 49
fyrsta sætið, að fram fóru aukastökk til þess að skera úr um röðina. Valbjörn, sem fyrr hafði sýnt mesta öryggi stang- arstökkvaranna, varð nú að stökkva af stöng, sem hann hafði aldrei snert áð- ur, og tapaði naumlega, varð þar með annar í röðinni. Þrístökkskeppnin fór frani síðasta daginn, samtímis og stangarstökkið. Byrjað var kl. 5 og var þá enn mikill hiti. Norman, sem hafði keppt á Italíu í landskeppninni, var forsjálli en við hinir. Hann „hitaði upp“, (svo kalla í- þróttamenn undirbúningsæfingar, sem gerðar eru fyrir keppni) í öðrum bún- ingi en þeim, sem hann ætlaði að keppa í. Við Járvi rennbleyttum okkar bún- inga í svita, og höfðurn ekkert til skipt- anna. Mér fannst ég allur eitthvað svo slappur og máttlaus rétt fyrir keppnina. Það var svipuð kennd og einkennt hafði flestar keppnir sumarsins. Aðspurðir hafa margir spekingar sagt, að þetta sýni, að ég kunni nú betur en áður að „slappa af“, útiloka mig frá hugsunum um komandi átök, og sé að geyma eða stafla upp orku til seinni tíma, og komi það út á þennan hátt. Skilyrði voru ekki hagstæð, nema að hlý golan stóð í bakið. Hinar fjaður- magnslausu leirbrautir voru „dauðar“ en harðar, og „brekkan“ var lítið eitt í fangið. Sakir þess, hve völlurinn er mjór, voru áhorfendur rétt við keppendur á báða bóga, mér fannst ég vera urn- kringdur á allar hliðar. Fyrsta stökkið heppnaðist ekki vel, ég stökk upp aftan við plankann. Ann- að var betra, nú kom sér vel stál-hællinn frá Valkama, á hinum hörðu brautum, sem gáfu hnykk við hverja lendingu. í þriðja stökki komst ég 15.95 m, bezti árangur rninn í sumar. Eg fékk auk þess svo slæman hnykk, að eitthvað laskað- ist í baki mér, og fann ég illilega til í síðunni. Iþróttalæknirinn sagði mér, að þetta væri meinlaust sina- eða vöðva- slit. Eg hafði ekki enn sætt mig við að kornast ekki 16 m í sumar. Aldrei hafði vindurinn verið svo hagstæður, en þó löglegur. Þetta var líka örugglega síð- asta keppni sumarsins. „Get ég stokkið meira?“ spurði ég lækninn. „Jú,“ sagði hann brosandi, „en ég býst ekki við því að það þýði mikið, og verkurinn bara eykst“. Nú vann ég eitt mitt mesta íþrótta- afrek: Ég sleppti tveim næstu umferð- um, vitandi að það allra-síðasta varð að duga, og þrátt fyrir eymdina komst ég 15.92 m. Norðurlandablöðin báru óspart lof á íslenzku sveitina. Á þrjá menn fengust 22 stig, Norðmenn með 10 menn fengu 23 stig. Flestir fullyrtu að ísland hefði haft bezta liðið „eftir stærð“. Keppninni lyktaði með yfirburðasigri Norðurlanda, 243 stig móti 177. Dásam- legu ævintýri var lokið. Við höfðum keppt á Aþenuleikvanginuni, og eigum enga ósk heitari en þá, að „Norðrið“ rnegi á ný verða sameinað sem oftast mót Balkan, Bandaríkjunum, Rússlandi eða hverju því ríki sem hefur svipaðan styrkleika i frjálsum íþróttum. Vilhjálmur Einarsson. Kvöldstundir... (Framh. af bls. 43). rétta, ein þeirra stjórnar verkinu með ákveðnu og öruggu fasi, það er hús- mæðrakennarinn, frk. Guðrún Kristins- dóttir. „Þið hellið svo rjómanum yfir „freistinguna“ á tilsettum tíma,“ segir hún um leið og hún hverfur út úr eld- húsinu og gengur til sviðsins, þar sem hún næsta klukkutímann sýnir tilbúning á sömu réttum og þær voru að matreiða í eldhúsinu. Hvað átti hún við með „freistingunni"? Það skaltu nú sjálfur sjá og heyra. Komdu fram og hlustaðu á hana. Og sýnikennslan er hafin. Á borði uppi á sviðinu ægir sarnan bollum og skálum, fötum og diskum, flöskum og hnífum og jafnvel skærum, að ógleymdri síldinni. Guðrún byrjar á byrjuninni, fyrst sýnir hún hvernig flaka á síldina. Þá er komið að síldarréttunum sjálfum og kemur þá í ljós, til hvers öll þessi ílát voru; í þeim er alls konar krydd og mat- væli, sem nota skal með síldinni. Mér kemur í hug sagan um naglann í súp- unni, en var það ekki líka hin bezta súpa, þegar allt kom til alls? Hún sýnir tilbúning livers réttarins á fætur öðrum. Konurnar fylgjast um leið með í bækl- ingnum, þar eru sömu réttir skráðir: það er sýrð síld, síld í þrenns konar sósu, „síldarauga“, „freistingin hans Jóns míns“, síldarsalat og að lokum „sólar- lag“. Það á vel við að enda á „sólarlag- inu“. Guðrún fær sínar þakkir frá frún- um og um leið og hún lýkur máli sínu býður hún þeim að smakka á réttunum, sem lagaðir voru frammi í eldhúsinu. Réttirnir eru bornir inn. Konurnar koma í röð og taka hver sinn pappadiskinn, trégaffalinn, handþurrkuna og hrökk- brauðsbitann, en síðan skammta stúlk- urnar á diskana þeirra. Þær fá einnig maltflösku með sér í sætið, það er betra að renna réttunum niður með því. I hliðarsalnum hefur verið lagt á borð fyrir konurnar. Getur þar að líta lokk- andi kökur og rjúkandi kaffikönnur. Það er ekki amalegt að fá sér kaffisopa svona í Iokin. Konurnar kunna vel að meta það. Hér er glatt á hjalla, og enginn læt- ur sitt eftir liggja. Fer svo að lokum, að margir hafa látið til sín heyra, og mikil ánægja ríkir með fundinn. Konurnar fara hver heim til sín. í eld- húsinu er verið að ganga frá og koma öllu á sinn stað aftur. Framundan eru margir fundir og því ekki til setunnar boðið. Bílnum er ekið að eldhúsdyrun- um, töskum, kössum og körfum komið fyrir á sínum stað. Betra er að ganga frá því núna, heldur en að hefja næsta dag með því. Klukkan er að verða tvö, þegar allt er búið, og þeir, sem að fundinum stóðu, geta gengið til náða. Það er stafa- logn, fjörðurinn spegilsléttur, algjör kvrrð í bænurn og yfir honum gnæfir Hólma- tindur upp úr rökkrinu og stendur sinn eilífa vörð. Á leiðinni heirn til kaupfé- lagsstjórans, þar sem ég gisti, hvarflar hugurinn til næstu daga og funda. Fram- undan er Borgarfjörður eystri, Seyðis- fjörður, Vopnafjörður og Þórshöfn, en þar verður siðasti fundurinn á Austur- landi. I Vestmannaeyjum verður líka fundur, en að honum loknum verða ekki fleiri slíkir í ár. Margt á eftir að ske á langri leið, og þótt ferðin sé oft seinfar- in og þreytandi, þá er hún skemmtileg samt og lærdómsrík. Heima bíður konan mín og börnin, en ég hef það líka á til- finningunni, að „konurnar mínar“ úti um allt land bíði þess, að ég komi til þeirra aftur með fleiri slíka fundi. Orlygur Hálfdanarson frá Viðey. — Nei takk, ég sá þegar hún bjó það til. — SAMVINNAN 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.