Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1963, Blaðsíða 2

Samvinnan - 01.10.1963, Blaðsíða 2
Ungfrú Guðrún Bjarnadóttir, Miss International, brosir til Ijósmyndarans og lesenda yfir eina af hinum alkunnu og vinsœlu Singer-prjónavélum, sem V éladeild SIS hefur á boðstólum. Ljósm: Myndiðn. Samvinnan OKTÓBER 1963 — LVII. árg. 10. Útg-: Samband ísl. samvinnufélaga. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðmundur Sveinsson. Blaðamenn: Örlygur Hálfdánarson. Dagur Þorleifsson. Efni: 2. Skynjun landsins í lífsskoðun íslend- inga, Guðmundur Sveinsson. 3. Frá aðalfundi Stéttarsambands bænda- 4. Samvinnubankinn hefur starfsemi- 6. Útprjón fyrir Singerprjónavélar, III Erla Eggertsdóttir. 7. Sex spergilréttir- 8. Ómar Khayyam, Guðmundur Sveins- son. 9. Krossgátan- 11. Spámenn og spekingar: Abailard. 12. Hjá honum hefði ég viljað fermast tvisvar, aldarminning síra Sigtryggs Guðlaugssonar, Örlygur Hálfdánarson. 14. Þá greip mig fögnuður. . •, rætt við Ingimar Jóhannesson, Örlygur Hálf- dánarson. 15- Hver dagur sem dýrleg jól ..., Örlygur Hálfdánarson ræðir við Baldvin Þ. Kristjánsson. 16. Fyrsta iðnstefna samvinnumanna í Reykjavík. 18- Bréf til æskufólks, Páll H. Jónsson. 20. Framhaldssagan: Venusarbúar, eftir Irwin Shaw, Dagur Þorleifsson þýddi. 23. Kveðið á skjáinn. 25- Bridgeþáttur Samvinnunnar. 27. Bókasafn á hjólum. 30. A markaðinum. Ritstjórn og afgreiðsla er í Sambands- húsinu, Reykjavík. Ritstjórnarsími er 17080. Verð árg. er 200 kr., í lausasölu kr. 20.00. Gerð myndamóta annast Prentmót h.f. Prentverk annast Prentsmiðjan Edda h.f. Skynjun landsins í lífsskoðun íslendinga Aldrei hefur jafnmörgum íslendingum gefizt tækifæri til að kynnast landi sínu, ferðast um byggðir þess og óbyggðir, líta undur þess og öræfi, — eins og nú, á öld hraðans. Þótt þessi kynning verði kannski stundum yfirborðskennd nokkuð, og meira lagt upp úr því að komast sem lengst og komast sem fyrst, heldur en hinu, að hljóta verulega snerting við ókunn héruð og lifa sig inn í framandi aðstæður, — þá verður naumast hjá því komizt, að ferðir og dvöl á ólíkum stöðum fái að orka með nokkrum þunga á tilfinningalíf einstakl- inganna og hugmyndaheim. Undirritaður spáir því þess vegna, að á næsta leyti kunni að vera ný hræring, er fari um hugi íslenzku þjóðarinnar allrar og veki hana til með- vitundar um, að skyldur hennar við það land, sem hún byggir séu aðrar og miklu meiri en þær, sem þegar hafa verið inntar af hendi. Enginn getur um ísland ferðast án þess að verða þess áþreifanlega var, hversu fjarri fer því, að land okkar hafi verið numið til nokkurrar hlítar. Landið bíður enn í fjötrum óræktar og afskiptaleysis. — Þetta er ekki sagt til að kasta steini að liðnum kynslóðum eða þeim, sem í dag vinna að ræktun landsins. — Síður en svo. Hér er aðeins um augljósa staðreynd að ræða, áþreifanlegan vitnisburð um, að hin fámenna þjóð við yzta haf hefur ekki haft mátt og magn til að þreyta kapp við víðáttur lands síns og sigrast á torfærum þess, leysa úr læðingi gróðuröfl þess og vaxtar. Slikt hefur heldur ekki verið á valdi þjóðarinnar. — Öld véla og verkfæra hefur þar fyrst umbreytt og gefið um það vonir og fyrirheit, að þar mætti nú reyna landnám, er langflestir strönduðu áður. Það hefur á þessu ári mikið verið rætt um framtíðarskipan íslenzks atvinnulífs. Það er hollt og skylt að horfa til framtíðarinnar og leiða að því hugann, hvað hún kunni að bera í skauti og hversu skuli að unnið, að framtiðin gæti sem björtust orðið börnum íslands. En vafalaust eru það fleiri en undirritaður, sem óneitanlega hefur sakn- að þess, hversu lítið hefur, í sambandi við framtíðaráætlanir á þjóðhags- og framkvæmdasviðum, verið rætt um land okkar og skyldur þjóðarinnar við það. Yfirleitt hefur allt í þessum áætlunum snúizt um aukning tekna, þjóðartekna og einstaklinga, og er það í sjálfu sér ágætt svo langt sem það nær. Bættur fjárhagur og gróði eru harla ákjósanleg fyrirbæri, ef fyrir þau er ekki fórnað öðrum verðmætum, sem kunna þegar fram i sækir að reynast ekki síður mikilvæg og ef til vill þess eðlis, að raunveru- legri hagsæld og heillum var á glæ kastað, er um þau var ekki skeytt. Þjóð, sem eins og við íslendingar hefur byggt menning sína og lífsskiln- ing að verulegu leyti á skynjun lands síns, töfrum þess og stórfengleik, er vissulega í miklum vanda stödd, ef þessi skynjun er skyndilega tekin frá henni og land hennar gert framandi í vitund hennar. En sú hefur þróun og umbreyting atvinnulífsins verið undangengna áratugi og allt bendir til, að áfram yrði haldið á þeirri braut. Hin nýja snerting þjóðarinnar við furður lands síns gætu haft þau áhrif, að þjóðin vaknaði til vitundar um, að land hennar á líka kröfur á hendur börnum sínum og það því fremur, sem tengsl lands og þjóðar hafa verið nánari allt frá upphafi íslandsbyggðar en vera mun um flest önnur þjóð- lönd. íslendingar eru ein þeirra þjóða, sem skapað hafa sérstæða menning við að takast á við þá erfiðleika, sem umhverfi þeirra hefur búið yfir. Þeir hafa látið eggjun umhverfisins hvetja sig til dáða. Sigrar í átökum við hamfarir náttúrunnar hafa verið stolt þeirra. Nýja menningarstrauma er- lendis frá hefur þjóðin tileinkað sér og gert að sínum með því að skynja dýpt þess boðskapar, sem í þeim fólst, í gegnum eigin reynslu, er hún leit- aðist við að rækja skyldur við land sitt og tryggja þar líf sitt og sinna. Hver nýr menningarþáttur varð að sanna ágæti sitt í eldskírn íslenzkra átaka, hvort sem þau fóru fram í huga eða lausnin fundin með höndum, og verða þannig samgróin lífskviku þjóðarinnar. Svo mikilvægur þáttur í lífi og menningu íslendinga hefur skynjun landsins verið og vitundin um skyldurnar við það, að vandi er að sjá, að íslenzk þjóð og íslenzk menning fái varðveitzt án hennar. Þessa ber vel að gæta á öld hraðans og fyrirheitanna. Guðmundur Sveinsson. 2 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.