Samvinnan - 01.10.1963, Blaðsíða 11
SPÁMENN OG SPEKINGAR:
Hinn franski heimspekingur,
Abailard (1079—1142), er tal-
inn einn af fremstu mönnum
skólastíkurinnar, en þekktastur
er hann þó fyrir elsku sína til
Heloise hinnar fögru.
Hann var af keltnesku bergi
brotinn, fæddur í La Pallét í
Bretaníu, og af aðalsættum.
Sextán ára að aldri fór hann
til Parísar og nam þar heim-
speki og rökfræði, stofnaði síð-
an skóla á eigin reikning og
varð hinum meiri skólum borg-
arinnar skæður keppinautur.
Átti hann mikinn þátt í stofn-
un hins fræga Svartaskóla
(Sorbonne), þar sem Sæmund-
ur fróði kvað hafa numið fyrst-
ur íslendinga. Abailard hafði í
huga að gerast kirkjunnar
maður, enda hvað vænlegast
til metorða í þann tið, en þá
bar fundum hans og Heloise
N S H A W
höfundur framhaldssög-
unnar, sem hefst í þessu
blaði, er Bandaríkjamað-
ur af Gyðingaættum,
fæddur í New York 1913.
Framan af ævi þreifaði
hann fyrir sér við ýmis-
konar störf, en náði
frægð sem rithöfundur
1936, er hann gaf út leik-
ritið Bury the Dead
(Jarðið hina dauðu). Hjá
Shaw gætir mjög áhrifa
frá harðsoðna skólanum
svonefnda, og í leikritum
sínum ræðst hann mjög
á hinar venjubundnu
lífsskoðanir borgarans.
Sem skáldsagnahöfundur
hefur hann einnig getið
sér góðan orðstír, eink-
um með sögunni Ungu
ljónin, sem gerist í
heimsstyrjöldinni síðari
og á síðustu árunum fyr-
ir hana. Kvikmynd hef-
ur verið gerð eftir þeirri
sögu og meðal annars
verið sýnd hér á landi.
Lék Marlon Brando þar
aðalhlutverkið.
v__________________________)
saman. Tókst honum með klók-
indum að stilla svo til að fjár-
haldsmaður og frændi stúlk-
unnar, Fulbert að nafni, réði
hann sem einkakennara henni
til handa.
Af heimspekilegum skrifum
Abailards er fátt varðveitt.
Hann var talsmaður svokallaðs
konseptúalisma (dregið af lat-
neska orðinu conceptus = hug-
tak). 1 þá daga deildu menn
um, hvort aðeins hinir áþreif-
anlegu hlutir væru raunveru-
legir eða einnig hin almennu
hugtök, sem á undan þeim
hefðu farið. Abailard fór bil
beggja; hið almenna hugtak
er ekki sjálfstæður raunveru-
leiki, sagði hann, en með hjálp
skynseminnar er hægt að
greina það frá hinu einstakl-
ingslega. Þannig getur hugtak-
ið ,,maður“ aðeins verið til í
hugarheiminum ef það er slit-
ið úr tengslum við þá eigin-
leika, sem það á sameiginlegt
með öllum mönnum. Þykir
þetta minna mjög á kenning-
ar Aristótelesar, enda þótt
Abailard hafi naumast þekkt
rit hins mikla gríska heim-
spekings; þá vakti hinn ungi
Bretóni töluverða athygli með
kenningum sínum varðandi
guðfræði; í bók sinni Sic et
non (Já og nei) benti hann á,
hve erfitt væri að túlka kenni-
setningar trúarinnar á full-
nægjandi hátt, því engin túlk-
un væri svo fullkomin að ekki
mætti fella hana með gagn-
túlkun.
Mesta frægð hefur Abailard
þó hlotið fyrir sjálfsævisögu
sína, ritaða á latínu, sem þá
var alþjóðatunga lærðra
manna. Þar greinir hann frá
kynnum sínum við Heloise
hina fögru. Auk líkamlegs
glæsileika var stúlkan vel viti
borin. „Þegar haft er í huga,
hve sjaldgæfur sá eiginleiki er
hjá konum, verður betur ljóst,
hvilík prýði hann er ungri
stúlku,“ sagði Abailard........
„Þá er ég semsagt fann hjá
henni alla þá eiginleika, sem
elskendur mega að laða, taldi
ég rétt og eðlilegt að stofna til
ástafars við hana, og ég áleit,
að það myndi ganga mér að
óskum. Ber að hafa í huga í
því samhengi, að þá var nafn
mitt velþekkt og þar að auki
var ég í ríkum mæli gæddur
glæsileika æsku og fegurðar,
svo að ég taldi mig ekki þurfa
að kvíða neitun neinnar konu,
sem ég kynni að bjóða ást
mína.“
Heloise endurgalt ástir kenn-
ara síns, „og undir yfirskini
kennslunnar gáfumst við ó-
ILARD
trufluð ástinni á vald, og til
einsemdar þeirrar í fjarlægð
frá augliti annarra, sem ástin
þrái^, veittu kennslustundirnar
okkur rúman aðgang. Þegar
við því höfðum upplokið bók-
um okkar, gerðum við fremur
að skiptast á ástarorðum en
gefa okkur að lestrinum, og
kossarnir urðu fleiri en speki-
yrðin.“
Seint og um síðir uppgötvaði
Fulbert leyndarmálið og fyllt-
ist bræði, sem nálgaðist hreina
geggjun, þegar í ljós kom, að
Heloise átti von á barni. Þar
eð hjónaband hlaut að fyrir-
byggja allan frama Abailards
innan kirkjunnar, vildi hin
göfuga og fórnfúsa Heloise á
engan hátt hindra hann í að
fylgja köllun sinni. „Getur
nokkur, sem sökkvir sér niður
í heimspekilegar og trúarlegar
athuganir, þolað hrinur barn-
anna, vögguvísur fóstrunnar og
Framhald á bls. 26.
í
Frjálslyndi Adenauers
Konrad Adenauer, kanslari Vestur-
Þýzkalands, hefur orð fyrir að vera nokkuð
einráður í skiptum við samstarfsmenn sína
og taka fulllítið tiilit til skoðana þeirra.
Einn af leiðtogum Frjálsra demókrata, sam-
starfsflokks Adenauers í ríkisstjórn, kvart-
aði einhverju sinni um þetta við hann:
— En dr. Adenauer, sagði maðurinn, —
þér getið þó naumast ætlast til að við segj-
um já og amen við öllu, sem þér gerið upp
á eigin spýtur.
—Mín vegna þurfið þér ekki heldur að
segja amen, svaraði Adenauer.
Af reynslunni læra menn
Þýzka tónskáldið og píanóleikarinn Eugen
d’Albert var fremur fjöllyndur í kvenna-
málum og skipti oftlega um eiginkonur.
Einhverju sinni var hann á brúðkaupsferð
á ítalíu og var þá honum og konu hans á
veitingahúsi einu boðið uppá gersamlega
cætt spaghetti. Tónsnillingurinn smakkaði
lítillega á því, henti síðan diskinum með
öllu saman út fyrir veröndina og hreytti
útúr sér um leið:
— Hundafæða! En svo mikið iæri ég þó
af þessu, elskan, að í næstu brúðkaupsferð
fer ég ekki til ítalíu.
Ástin blind er lífsins lind ....
Franski gamanleikjahöfundurinn Beau-
marchais (1732—1799) var góðvinur prins-
ins af Conti, sem var einn þekktasti gleði-
maður þeirra tima. Þegar prinsinn lá bana-
leguna, vitjaði Bsaumarchais hans.
— Ég er hræddur um að ég sé búinn að
vera. sagði prinsinn. — Styrjaldir, vín og
konur hafa brotið niður mótstöðuafl mitt.
— Ö, því þurfið þér ekki að kvíða, svar-
aði Beaumarchais. — Eugen prins hefur
tekið þátt í 21 herferð og hann er orðinn 78
ára. Markgreifinn af Branco drakk daglega
sex flöskur af kampavíni og dó á 84. aldurs-
ári.
— Já, en ástin þá, ástin, stundi prinsinn.
— Frú móðir yðar, tók Beaumarchais
fram í, — varð hún ekki næstum áttræð?
SAMVINNAN 1 1