Samvinnan - 01.10.1963, Blaðsíða 16
FYRSTA
IDNSTEFNA
SAMVINNU-
MANNA
REYKJAVlK
Iðnstefna samvinnumanna var haldin
í hinu nýja stórhýsi að Ármúla 3 í fyrstu
viku septembermánaðar sl. Var iðn-
stefna þessi hin fyrsta, sem haldin er í
höfuðborginni, en til þessa hafa þær
verið háðar á Akureyri. Þarna sýndu
iðnvarning tíu verksmiðjur SIS og fimm
verksmiðjur kaupfélaga víðs vegar af
landinu. Framkvæmdastjóri þessarar
glæsilegu sýningar var Jón Arnþórsson.
Margvíslegar nýjungar í iðnframleiðslu
komu fram á sýningunni, og er ekki að
efa, að þær eigi eftir að setja svip sinn
á markaðinn á næstu mánuðum. Þótti
sýningin í heild takast vel, enda sýning-
arsvæðið rýmra og hentugra en nokkru
sinni fyrr, um sex hundruð fennetrar að
stærð. — Fjöldi gesta kom á stefnuna,
þar á meðal forseti Islands, herra Ásgeir
Ásgeirsson, og ráðherrarnir Bjarni Bene-
diktsson og Gylfi Þ. Gíslason. — Iðn-
stefnunnar er nánar getið í fréttabréfi
septemberblaðsins, en hér látum við
fylgja nokkrar rnyndir, er Þorvaklur
Ágústsson tók á sýningunni.
16 SAMVINNAN