Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1963, Blaðsíða 30

Samvinnan - 01.10.1963, Blaðsíða 30
Dralon er þýzkt gerviefni, sem skipaði sérstakan heið- urssess á nýafstaðinni iðn- stefnu samvinnumanna. Er- lendis hefur það þegar getið sér frægð, en er spánnýtt á íslenzkum markaði. Gefjun hefur þegar sent á markað- inn sængur, kodda, glugga- tjaldaefni og prjónagarn úr draloni, og vinnuföt úr sama efni eru væntanleg. Dralon hefur marga frá- bæra eiginleika. Sængurnar úr því eru mjög léttar og ganga þar næst dúnsæng- D R A L O N um. Verið er úr 100% næloni, en það er fyllt með dralon. Sængur þessar má þvo úr volgu vatni (ekki yfir 50° heitu) án þess að þær missi nokkuð af hinum jákvæðu eiginleikum sínum. Gefjun hefur þegar hafið fram- leiðslu á þeim í mörgum stærðum. Gluggatjaldaefni úr dralon þolir vel þvott án þess að breyta lögun sinni að nokkru og birtu án þess að upplit- ast. Það er komið á markað- inn í margvíslegum litum og munstrum. Dralongarn fæst nú einn- ig í fimm litum, barnalitun- um svokölluðu, hvítum, bleikum, gulum, ljósbláum og ljósgrænum. Það er talið sérstaklega upplagt í barna- fatnað, hleypur ekki, þófnar ekki né lætur lit. Vinnuföt úr dralon eru væntanleg innan skamms. Buxur úr efni þessu eru al- gerlega vatnsheldar og þola sýrur einnig ágæta vel. Dralonfötin eru ákaflega slitsterk. Þau munu einnig fást í nokkrum litum. Sængurnar kosta 400— 1050 kr. í smásölu, eftir stærð, og koddarnir ca. 88 til 300 kr. Gluggatjaldaefni úr Dralon. 1 /1 | f | II vr | 1 rn ' 1 J W 1 1 1'E ; \ V 1 P % ■ 1 ■ il 1 Teið á undanhaldi í „eigin“ landi í brezku samvinnublaði gat fyrir skömmu að lesa, að kaffineyzlan þar í landi hefði fjórfaldast síðan á árunum fyrir stríðið. Jafnframt sýna skýrslur, að hver Breti hefur árið 1962 notað hálfpundi minna af tei en árið áður. Bendir þetta til þess, að teið, sem fram til þessa hefur verið ástfólgnasti þjóðar- drykkur Breta, sé nú mjög á undanhaldi hjá þeim. Á fleiri sviðum tekur smekkur brezkra neytenda einnig breytingum. Þeir drekka nú þriðjungi meiri mjólk en árið 1959, á sama tíma hefur fiskneyzla minnkað um tuttugu prósent, en kjötneyzla aukizt að sama skapi. Sérstaklega er kjúklingaát í örum vexti. Þá eykst smjörneyzla stöðugt á kostnað smjör- líkis. v______________________________________________/ Bréf til . . . . Framhald af bls. 18. meðfædd og heilbrigð for- vitni og fróðleikslöngun á svo sannarlega að vera næg vörn gegn þeim. Að kynna sér hlutina, afla sér þekk- ingar á þeim sjálfur, jafn- framt því, sem hlustað er á hófsamar og skynsamlegar rökræður — og slíkur mál- flutningur á ekkert skylt við villukenningar — er einhlít- asta ráðið til þess að vita hið rétta. Bláköld skynsemi mælir með því að æskufólkið á ís- landi gerist ekki tómlátt um félagsmál yfirleitt og sízt af öllu um samvinnufélögin. Það er viturlegur undirbún- ingur, áður en lífsstörfin hefjast fyrir alvöru, að ger- ast félagsmaður, sækja fundi og hlýða á mál manna, taka sjálfur þátt í umræðum og leit að úrlausnum, flytja gagnrýni af vinsemd og löngun til umbóta. Góðvild æskunnar er hverju máli hinn mesti styrkur. Samvinnufélög í frjálsum löndum svifta menn ekki einstaklingsfrelsi né per- sónuleika. En þau samstilla krafta fólksins, svo gera megi lífsbaráttuna léttari og ævina auðugri. Slíkt er sann- (-------------: —\ Heimsins dýrasta mjólk Franska blaðið Selec- tion skýrir svo frá, að músamjólk muni vera hin dýrasta í heimi. Segir það frá rannsóknarstofu nokkurri, þar sem 30 lítrar fengust með því að tutla 20.000 mýs. Vegna mikils framleiðslukostn- aðar og annars umstangs yrði að verðleggja slíka mjólk á um 430.000 kr. líterinn, segir blaðið. Verður því líklega nokk- ur bið á því, að hinn al- menni neytandi geti veitt sér þennan munað! L_______________________> arlega í samræmi við óskir og þarfir æskunnar í land- inu. Páll H. Jónsson. 30 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.