Samvinnan - 01.10.1963, Blaðsíða 24
allt
Áhlaup gerði á Góu og snjóaði ákaft.
Urðu bílar hart úti í ófærð — brutu öxla
og biluðu illa. Þá kvað Jóhann:
Gcði köldu Góa hlœr,
gremur marga að vonum,
eyðilagði illa í gœr
undir bílstjóronum.
Þingeyingar voru að skemmta sér við
vísnagerð og skyldu svara því, hvort
æskilegra væri að vera grafinn eða
brenndur þá ævi væri öll. Karl Sigtryggs-
son á Húsavík, svaraði:
Minni rílcu moldarþrá
myndi bálið ama,
en þeim, sem vísan eldinn á
œtti að vera sama.
Ingibjörg á Refsteinsstöðum sendir Guð-
mundi á Höfða þessa kveðju með þökk
fyrir vísuna í blaðinu í sumar:
Kwtti jljóðið lcveðjan hlý.
Ilvar er slóð til junda?
Mínum bróður Braga í
bið ég góðra stunda.
Og nú kæru vísnavinir mínir, þarna get-
ið þið fengið tækifæri til að kveðast á.
Sendið hvert öðru stökur í blaðið. ég skal
koma þeim til skila. Og munið eftir værð-
arvoðinni. Nú fer að kólna og nefndin
hefur ekki enn kvcðið upp dóminn.
Sex spergil . , ..
Brúnaður spergill.
V2 kg spergill
salt
2i/z msk. hveiti
1 egg
3—4 msk. fínt brauðrasp
hvítur pipar
smjör
Afhýðið spergilinn og skerið hann í
ca 15 cm langa bita. Sjóðið hann hálf-
meyran í eins litlu vatni og hægt er,
söltuðu. Látið vatnið síga vel af, velt-
ið honum vandlega upp úr hveiti, eggi
og síðast brauðraspi með ofurlitlu
salti. Steikið spergilinn fallega gul-
brúnan í smjörinu og berið strax
fram.
Þennan rétt má nota annað hvort
sem fyrir- eða eftirrétt. Ágætt er að
bera hann fram með hálfum tómöt-
um fylltum hrærðu smjöri með sítr-
ónusafa og saxaðri steinselju.
Spergilbakstur.
y2 kg meðalstór spergill
salt
2 msk. smjör
4 msk. hveiti
hvítur pipar
4 egg
200 g soðin skinka
10—20 saxaðar olífur
2 msk. brauðrasp
1 msk. bráðið smjör
Afhýðið spergilinn og skerið í smá-
bita. Sjóðið. Látið síga vel af honum.
Bakið smjörið upp með hveitinu og
bætið í ca. 2 msk. af spergilsoðinu.
Takið af hitanum og kælið lítið eitt,
áður en eggjarauðunum er hrært
saman við einni í einu. Bætið spergil-
bitunum í ásamt grófsaxaðri skink-
unni og söxuðum olífunum, síðast
mjög stífþeyttum eggjahvítunum.
Látið í vel smurt, eldfast mót, bræddu
smjöri og brauðmylsnu stráð yfir.
Mótið sett í ofn og bakað í vatnsbaði
ca. 45 mín. við 225° hita.
Borið fram beint úr ofninum ásamt
brúnuðu smjöri með sítrónusafa og
saxaðri steinselju.
Og hér er vísa frá Hólmavík:
Þjóð, sem vandar verkin sönn
vemdar andans hróður.
Aldrei grandar tímans tönn
trú á landsins gróður.
Framhald af bls. 7.
skreytið með laxræmum og saxaðri
steinselju. Berið fram með söxuðum
eggjum — rauða og hvíta saxað hvort
í sínu lagi — og afganginum af krydd-
sósunni.
Með sperglinum má bera fram smá-
brauð, og hvítvín er ómissandi.
24 SAMVINNAN