Samvinnan - 01.10.1963, Blaðsíða 6
ÚTPRJÓN
FYRIR
SINGER-
PRJÓNAVÉLAR
III
Herrapeysa
Efni: 550 (650 gr. af 4-þættu ullargarni
Stærð: Brjóstvídd 96(4 (102) cm, sídd frá axlasaum 56 (61)
cm, ermasaumur 46 (49(4) cm.
Prjónfesta: Munsturprjón; 24 umf. og 14 lykkjur = 5 cm,
stillirinn hafður á 7. í snúning er stillirinn hafður á 5.
Munstur: Nálaborðstennur standast á.
Nálastaða —
Afturborð: I.I.I.I.I.I.I.I.I.I.I
Framborð: I.I.I.I.I.I.I.I.I.I
Aftursleði: rauður lykill.
Framsleði: grænn og gulur lykill.
Bakið: Fitjið upp á 133 (149) nálar, 67 (75) nálar á afturb.
og 66 (74) nálar á framb.) á snúning 1—1 (1 sl og 1 br.).
Prjónið 25 (29) umfr. Skiptið yfir í munsturprjón og
prjónið 144 (156) umfr. Handvegur. Takið úr 4 1., með
því að flytja endalykkjurnar af bæði aftur- og fram-
borði á báðum hliðum, inn á næstu nálar. Takið þannig
úr í 4. hverri umfr., þar til 33 (41) 1. eru eftir. Þræðið
þær upp á band.
Framstykkið: Prjónið framstykkið á sama hátt og bakið,
og takið úr fyrir handvegi, þar til 45 (53) 1. eru eftir.
Hálsmál. Setjið 25 (30) nálar í biðstöðu og prjónið áfram
þær 20 (23) 1., sem eftir eru. Haldið áfram að taka úr
fyrir handveginum í 4. hverri umfr., eins og áður og
setjið jafnframt tvær nálar í biðstöðu í 2. hverri umfr.
(hálsmáls megin), þar til 12 nálar eru komnar í bið-
stöðu. Þræðið á band lykkjurnar 2, sem eftir eru og þær
12, sem hafa verið settar í biðstöðu. Setjið í prjónastöðu
20 (23) 1., en hafið áfram í biðstöðu miðnálarnar 5 (7),
og prjónið seinni öxlina á sama hátt og þá fyrri. Nú
eiga að vera 33 (41) 1. í hálsmálið.
Ermi: Fitjið upp á 61 (65) nálar á snúning 1—1 (31 (33)
nálar á afturb. en 30 (32) nálar á framb.). Prjónið 25
(29) umfr. Skiptið yfir í munsturprjón og prjónið 24
umfr. Aukið þá út 4 1. (1 1. á bæði fram- og afturb. á
hvorri hlið) í 12. hverri umfr., þar til komnar eru 109
(117) 1. Prjónið 30 umfr. til viðbótar, án þess að auka
út frekar. Handvegur. Takið úr á sama hátt og á bak-
stykkinu, þar til 9 1. eru eftir. Þræðið þær upp á band.
Listinn í handveginn: Fitjið upp á 13 nálar á þéttum snún-
ing (7 nálar á afturb. og 6 nálar á framb.). Stillirinn á
7. Prjónið 21 cm langan lista. Þræðið lykkjurnar upp á
band. Prjónið annan lista eins.
Framhald á bls. 26.
Gamalt brauð veröur nýtt
Þegar hittist svo á, að húsmóðirin á ekkert nýtt
með kaffinu, þegar gesti ber fyrirvaralaust að garði,
getur hún meðal annars bjargað málinu á eftirfar-
andi hátt: Hún tekur steikarapönnuna, hitar hana
vel upp, slekkur síðan á plötunni, leggur brauðið á
hana og lok yfir. Síðan er pannan látin standa, þar
til hún er orðin næstum köld, en þá er brauðið líka
sem nýbakað.
6 SAMVINNAN