Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1963, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.10.1963, Blaðsíða 20
VENUSARBÚAR Framhaldssaga eftir IRWIN SHAW NÚTÍÐIN Á ÞAÐ TIL AÐ STANDA ÓÞÆGILEGA í VEGI, TÍÐINNI. HETJA ÞESSARAR SÖGU ÁTTI EFTIR AÐ VERÐA Hann hafði verið á skíðum síðan snemma um morguninn og vildi nú gjarnan hætta og snæða hádegisverð niðri í þorp- inu, en Mac sagði: „Við förum eina ferð til fyrir mat,“ og þar eð þetta var síðasti dagurinn hjá Mac, samþykkti Robert að verða honum samferða upp- eftir. Veðrið var heldur á milli vita, en himininn heiður að nokkru og skyggni sæmilegt. Skíðalyftuklefinn var troð- fullur af fólki, og þeir urðu að ryðjast innanum peysur, hlífð- arúlpur, nestispakka og loð- feldi. Dyrnar skullu í lás og klefinn sveif uppaf stöðinni, yfir furubeltið sem óx við fjallsræturnar. Farþegarnir stóðu svo þétt að erfitt var að draga upp vasaklút eða kveikja sér í vindlingi. Robert var klesstur — og kunni því ekki sérlega illa — uppvið unga og laglega ítalska konu, ólundarlega á svip. Hún var að útskýra fyrir einhverjum, sem stóð handan við Robert, hve ömurleg borg Mílanó væri að vetrarlagi: „Milano si trova in un toacino deprimente,“ sagði konan, „ba- gnato dalla pioggia durante tre mesi all’ anno. E, nono- stante il loro gusto per l’opera, i Milanesi non sono altro che volgari materialisti che solo il denaro interessa." Robert kunni nægilega mik- ið í ítölsku tilað ná þræðinum úr máli hennar; að Milanó stæði í andstyggilegri lægð, sem væri gegnsósa af regni þrjá mánuði ársins, og að borgarbúar væru, þrátt fyrir smekk sinn fyrir óperum, fúl- lyndir og jarðbundnir og hugs- uðu aðeins um peninga. Robert brosti. Enda þótt hann væri ekki fæddur í Bandaríkjunum, hafði hann verið borgari þar síðan 1944, og það var ánægjulegt, hér í hjarta Evrópu, að heyra ein- hverja aðra en Bandaríkja- menn ásakaða um efnishyggju og ofurást á peningum. „Hvað segir kontessan?“ hvíslaði Mac yfir rautt og hrokkið hár smávaxinnar konu, er stóð á milli hans og Roberts. Mac var lautinant í setuliðinu í Þýzkalandi og var nú í leyfi. Hann var búinn að vera þrjú ár í Evrópu og kallaði allar fallegar ítalskar stúlkur kontessur, tilað sýna að hann væri ekki venjulegur ferðalangur. Robert hafði kynnzt honum fyrir viku á bar hótelsins þarsem þeir bjuggu báðir. Þeir voru á svipuðu stigi hvað skíðamennskuna snerti, báðir stöðugt á höttun- um eftir ævintýrum og erfið- leikum; þeir höfðu rennt sér saman á hverjum degi síðan og voru þegar farnir að ráðgera að hittast hér í næsta vetrar- fríi, ef Robert fengi þá tíma tilað koma austurum frá Am- eríku. „Kontessan segir, að þeir í Mílanó hafi ekki áhuga á öðru en peningum," sagði Robert á lægri nótunum, enda þótt skvaldrið í klefanum væri of hávært til þess að veruleg hætta væri á að til þeirra heyrðist. „Ef ég væri í Mílanó,“ sagði Mac, „og hún einnig, myndi ég hafa áhuga á einhverju samhliða peningunum.“ Hann virti ítölsku stúlkuna fyrir sér með ódulinni aðdáun. „Geturðu komist að því hvar hún ætlar að renna sér?“ „Því þá það?“ spurði Robert. „Vegna þess að ég ætla sömu leið,“ svaraði Mac glottandi. „Ég hef í hyggju að fylgja henni einsog skugginn henn- ar.“ „Mac,“ sagði Robert. „Vertu ekki að eyða tímanum til einskis. Þetta er síðasti dagur- inn þinn hérna.“ „Það skemmtilegasta skeður alltaf síðasta daginn,“ sagði Mac. Hann leit á stúlkuna með velþóknun, risavaxinn, upp- gerðarlaus og óbrotinn. Hún veitti honum enga athygli, enda önnum kafin að kvarta við kunningja sinn, í þetta sinn yfir íbúum Sikileyjar. Sólin gægðist útúr skýja- þykkninu um nokkurra mín- útna skeið. Það var heitt i klefanum, enda troðfullur af fólki. Robert hlustaði hálf- mókandi en með vissri vel- þóknun á raddirnar, sem töl- uðu frönsku, ítölsku, ensku, Schweizerdeutsch og þýzku öllumegin við hann. Hann kunni vel við þetta óformlega þing ólíkra þjóðtungna. Sú var ein ástæðan til þess, að hann brá sér á skíði til Sviss hvenær sem tóm gafst til. Á þessum viðsjárverðu tímum var þessi sundurleiti kór, sem brosti við ókunnugum og hafði safnast saman til saklauss gamans við sól og snjó, sannur geisli von- arinnar. Þessi andblær almennrar al- úðar, sem Robert kenndi á þessum ferðum, varð honum enn nákomnari sökum þess, að mestur hluti fólksins í skíða- lyftunum og á rennibrautunum kom honum kunnuglega fyrir sjónir. Skíðamenn mynduðu einhverskonar óformlegan, al- þjóðlegan klúbb, og sömu and- litin birtust ár eftir ár í Mé- géve, Davos, St.Anton, Val d’ Isére, svo að þegar fram í sótti fékk maður það á tilfinninguna að maður þekkti næstum alla. Þarna í klefanum voru fjórii eða fimm fulltrúar banda- rískrar æsku, sem Robert var sannfærður um að hafa séð um jólin í Stowe. Þau höfðu komið austurum í einni þess- ara leigðu flugvéla, sem Swiss- air gerði útaf örkinni á hverj- um vetri, með niðursettum fargjöldum. Þau voru ung og full hrifningar, ekkert þeirra hafði verið í Evrópu fyrr, og þau létu óspart í ljós aðdáun sína á öllu, sem fyrir augun bar — Ölpunum, matnum, snjónum, veðrinu, bændunum í bláu vinnuskyrtunum, glæsi- leika skíðakvennanna og leikni og aðgætni kennaranna. Þorps- búum geðjaðist vel að þeim, vegna þess hve þau skemmtu sér áberandi vel. Auk þess voru þau að bandarískum sið örlát á þjórfé, og var það i augum Svisslendinganna elsku- legt tillitsleysi gagnvart þeirri staðreynd, að fimmtán prósent þjónustugjald hafði verið lagt á hvern reikning, áður en þeim var fenginn hann. Tvær stúlknanna voru mjög aðlað- andi, og annar piltanna, renglulegur náungi frá Fila- delfíu og óformlegur fyrirliði hópsins, var frábær skíðamað- ur og fór fyrir hinum niður brautirnar og hjálpaði við- vaningunum. Fíladelfíubúinn, sem stóð í nágrenni við Robert, ávarp- aði hann er klefinn sveif upp- með brattri, snæþakinni fjallshlíðinni. „Þér hafið rennt yður hér fyrr, er ekki svo?“ spurði hann. „Jú,“ svaraði Robert, „nokkr- um sinnum." „Hvaða braut er bezt um þetta leyti dags?“ spurði sá frá Fíladelfíu. Hann talaði með hinum jafna, seimdregna Nýja-Englandshreim, sem Evr- ópumenn nota jafnan þegar þeir herma eftir Bandarikja- mönnum úr liærri stéttunum. „Það er allt í lagi með þær allar í dag,“ sagði Robert. „Hvar er þessi braut, sem allir láta svo mikið af?“ spurði pilturinn. „Kaiser eitt eða annað?“ „Kaisergarten,“ svaraði Ro- bert. „Það er fyrsta rásin til hægri eftirað upp er komið.“ „Er hún erfið?“ spurði drengurinn. 20 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.