Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1963, Síða 14

Samvinnan - 01.10.1963, Síða 14
Frú Hjaltlína ásamt sonum sínum, kon- um þeirra og börnum. Leng-st til vinstri er Þröstur Sigtryggsson skipherra og kona hans Guðrún Pálsdóttir. Fyrir framan þau standa dætur þeirra tvær Lengst til hægri er Hlynur Sigtryggsson, veðurstofustjóri, og kona hans, Jakobína Guðríður Bjarnadóttir. Fyrir framan þau er dóttir þeirra. trygg, og „Þu nafnkunna landið“, lag eftir síra Sigtrygg við ljóð Bjarna Thorarensen. Skólastjórinn að Núpi, Arngrímur Jónsson, flutti lokaorð og að síöustu var sungið „ísland ögrum skorið“. Bauð skólastjórinn öllum hátíðargest- um til kaffidrykkju í leikfimisal skól- ans og voru þar bornar fram rausn- arlegar veitingar. Var fjölmenni svo mikið, eins og áður er sagt, að tví- setj? varð hinn stóra sal. Undir borð- um voru fluttar margar ræður í bundnu máli og óbundnu, þar sem gamlir og nýir nemendur og ýmsir aðrir minntust skólans að Núpi og skólamanna sem sett hafa svip sinn á staðinn. Að lokum tók frú Hjaltlína til máls og þakkaði undirbúnings- nefndinni, forráðamönnum skólans og öllum viðstöddum. Minningarstundinni var lokið. Fólk dreifðist og litaðist um á gamalkunn- ugum stöðum. Gamlir skólafélagar, sem ekki höfðu ef til vill sést síðan þeir voru þar saman í læri, jafnvel fyrir áratugum síðan, tóku tal saman og um skeið voru margir smáhópar um allt skólahlaðið. En smám saman þynntust hóparnir. Menn kvöddust þéttum handtökum, alls ekki svo viss- ir um, að þess yrði síðar kostur, og héldu hver til síns heima. Sunnanmenn héldu brott árla næsta morgun. Framundan var fjórtán tíma akstur, en að baki nokkrar klukkustundir, hinum gömlu Núpverj- um svo dýrmætar í endurminningunni, að þeirra vegna var engin leið of löng. Þegar bifreiðin rann úr hlaði, og ég leit Skrúð augum, komu skyndilega tvær setningar fram í huga mér, sem sagðar voru daginn áður. Þær fannst mér fela í sér flest það, sem sagt var um hinn merka prest og skólamann, Framh. á bls. 31. Þá greip mig fögnuður Ut við „Gamla skóla“ sá ég til ferða Ingimars Jóhannessonar, yngsta nem- andans í fyrsta árgangi Núpsskóla. Það mátti greina á svip Ingimars, að hugur- inn var bundinn því liðna. Hann hafði áður lofað mér að greina nokkuð frá veru sinni á Núpi fyrsta skólaárið og brást Ijúfmannlega við þegar sú beiðni var endurnýjuð. Við settumst í brekkuna ofan við húsaþyrpinguna og hófum spjallið: — Hvað voru margir nemendur fyrsta veturinn? — Tuttugu, öll úr Mýrahreppi. — Hve mörg eru enn á lífi? — Tíu — átta hér á landi og tvö er- lendis. — Hve mörg ykkar eru hér í dag? — Við erum fimm, yngsta 71 árs og hið elzta nær 79 ára. — Hver kenndi við skólann, auk sira Sigtryggs? — Enginn fyrsta veturinn. Síra Sig- tryggur kenndi þar einn. — Hvenær hófst kennsla? — Hún hófst 4. janúar 1907, fyrsta árið og var til marzloka. — Daglegt starf hófst kl. 3 á daginn og var til kl. 8, því að barnaskóli starfaði í sömu stofu fyrri hluta dagsins. — Hvernig voru húsakynnin? — Kennslustofan var allrúmgóður salur í nýju timburhúsi, sem byggt hafði verið sumarið áður, bæði til kennslu og fundarhalda. Stofan var vel máluð og skreytt með ritningarorðum, er síra Sig- tryggur hafði valið og málað síðan efst á veggi stofunnar og loftbitana, t. d. „Kenn hinum unga þann veg, sem hann á að ganga“ o. s. frv. — Hvar bjuggu nemendur? — Ýmist heima hjá sér eða hjá frænd- um og vinum í nágrenni skólans. Núps- hjónin tóku 5 nemendur í fæði og hús- næði — og var þó fjölmennt heimili fyrir, m. a. 6 börn þeirra Núpshjóna, hið elzta 10 ára og yngsta á 1. ári. — Má af því marka, hvílíkt áhugamál Kristni var að stofna skólann. — Hvernig var aðstaðan við undirbún- ing daglegs náms? — Yfirleitt sæmileg — eftir því sem húsakynni voru þá. Það las hver á sínu heimili — eða hjá sínum gestgjöfum. Skólastjórinn skipti sér ekkert af heima- lestrinum, þar sem við vorum dreifð á mörg heimili. — Hvernig var aðstaða til félagslegs samstarfs utan kennslutíma? — Hún var í raun og veru engin, þar sem þetta var kvöldskóli og kennslustof- an í notkun allan daginn. Ekkert skóla- félag starfaði þennan vetur, en góð- templarastúkan „Gyða nr. 120“ tók til starfa ári fyrr en skólinn, 5. janúar 1906 — og flestir nemendurnir voru félagar hennar og tóku þátt í starfseminni af lífi og sál. Þar voru þeir líka skólastjór- inn og þau Núpshjón, Kristinn og Rakel. Síra Sigtryggur hvatti okkur til þátt- töku í félagsstarfinu og leiðbeindi þar Ingimar Jóhannesson við dyr „Gamla skólans“. með gætni og festu. — Hann leiðbeindi stúkufélögum í söng og leikstarfsemi. Hann átti einna mestan þátt í að stúkan sýndi sjónleikinn „Mann og konu“ á fyrstu árum skólans — en það var ekki fyrsta starfsárið hans (1907). — Hvernig fór kennslan fram? — í frásögnum og fyrirlestrum að miklu leyti, en bækur notaðar til stuðnings. Kennslufyrirkomulagið var miðað við lýðskólana dönsku, er Grundtvig hafði mótað. „Fyrir guð og föðurlandið“, voru einkunnarorð skólans og í þeim anda var starfað. Hver kennsludagur byrjaði og endaði með helgistund. • 14 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.