Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1963, Blaðsíða 7

Samvinnan - 01.10.1963, Blaðsíða 7
Sex spergilréttir SPERGIL (ASPARGUS) MÁ NOTA í MARGT FLEIRA EN AÐEINS SÚPU OG JAFNING. HÉR ERU NOKKRAR TILLÖGUR: Pólskur spergill. 1 kg meðalstór spergill salt 3 harðsoðin egg 3 matskeiðar brauðrasp 4 matskeiðar smjör Afhýðið spergilinn frá höfðinu og niðureftir, fjarlægið neðsta trénaða hlutann. Látið hann í kalt vatn og látið fljóta vel yfir. Bætið í ca y2 msk. af salti móti 1 1. vatns. Leggið lok yfir, sem fellur vel, og sjóðið sperg- ilinn ca 10 mín. eða þar til hann er meyr, en gætið þess, að hann ofsoðni ekki. Prófið hann með gaffli til ör- yggis. Færið spergilinn upp með gata- spaða og leggið hann á heitt fat. Blandið saman söxuðum eggjunum og brauðraspinu og hrærið út í brún- að smjörið á pönnunni. Hellið því yfir spergilinn og berið strax fram. Notið spergilinn sem forrétt, ef vill ásamt grænum salatblöðum í krydd- sósu. Amorette-salat. 200 g valinn spergill ca 300 g soðið hænsna- eða kjúklingakjöt (afgangur) 10 olífur 100 g mayonnaise 1 tsk. karry 1 msk koníak i/2 dl rjómi Skerið hráan, afhýddan spergilinn og olífurnar í þunnar sneiðar og blandið saman við grófsaxað hænsnakjötið. Skiptið því í ábætisskálar eða glös. Hrærið mayonnaise með karry og koníaki og bætið stífþeyttum rjóman- um í. Látið ofan á í glösin, sem síðan eru höfð í frysti í ca. 1 klst. Amorette-salat borið fram með smábrauði, er ákjósanlegt sem fyrsti réttur í miðdegisverðarboði. Spergilbrauð. Ca y2 kg stór spergill salt 4 samlokur eða stórar form- brauðsneiðar smjör 4 þykkar sneiðar feitur ostur paprika Afhýðið og sjóðið spergilinn á sama hátt og áður er sagt og látið síga mjög vel af honum. Brúnið franskbrauð- sneiðarnar í smjöri á báðum hliðum og leggið þær á smurt, eldfast fat. Raðið sperglinum ofan á og dreypið ofan á ofurlitlu bræddu smjöri. Legg- ið ostsneiðarnar yfir og smyrjið með smjcri. Stráið papriku yfir og bakið í mjög heitum ofni — 275° — ca 5 mín. Berið strax fram, með grænu salati, ef vill. Spergill í kryddsósu. 1 kg stór spergill salt 8 msk. olífuolía 2 msk. edik hvítur pipar ca 200 g léttreyktur lax 1 búnt steinselja 3—4 harðsoðin egg Afhýðið og sjóðið spergilinn sem fyrr segir, en reiknið með ofurlítið lengri suðutíma. Færið upp og látið síga vel af sperglinum, leggið hann á djúpt fat. Hrærið eða hristið sósu úr oliu, ediki, ofurlitlu salti og pipar og hellið helmingnum af henni yfir spergilinn. Látið bíða í 2 klst. en ekki í ísskáp. Hellið vökvanum af sperglinum og Framh. á bls. 24. junaráklðeöi Gefjunaráklæðin breytast sífellt í litum og munztrum, því ræður tízkan hverju sinni. Eilt breytist þó ekki, vöruvöndun verk- smiðjunnar og gæði íslenzku ullarinnar. Alll þetta hefur hjálpað til að gera Gefj- unaráklæðið vinsælasta húsgagnaáklæð- ið í landinu. lUllllllllllllii niiimiiiiiii" MOLVARIN • NYJUNG OLL AKLÆÐIN MOLVARIN • NYJUNG: OLL AKLÆÐIN KAFFIBREGZT ALDREI SAMVINNAN 7

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.