Samvinnan - 01.10.1963, Blaðsíða 12
- HJA HONUM HEFÐI EG
VILJAÐ FERMAST
TVISVAR
Aldarminning
síra Sigtryggs Guðlaugssonar
Rafnseyrarheiði var senn að baki.
Bifreiðin fetaði niður neðstu skrið-
urnar Dýrafjarðarmegin og hélt hik-
laust áfram ferð sinni eftir dalnum,
fyrir Sandafell til Þingeyrar. Skömmu
eftir miðnætti, eftir stutta viðstöðu á
Þingeyri, var lagt í síðasta áfangann,
að Núpi. Ferðagázkinn, sem ríkt hafði
meðal hópsins allt frá því lagt var upp
frá Reykjavík klukkan níu um morg-
uninn, og sem stytt hafði stórum hina
löngu og illfæru leið, var hljóðnaður.
Hvorki olli því þreyta né svefnhöfgi,
en nú var ekið helgar slóðir og menn
farnir til fundar við liðnar stundir,
fornar minningar og nýjar. Hér voru
gamlir Núpverjar, komnir um langan
veg til að minnast þess að liðin eru
hundrað ár frá fæðingu prestsins,
skólastjórans og ræktunarmannsins,
Sigtryggs Guðlaugssonar. Fjölmenn-
astir voru nemendur frá skólastjóratíð
síra Sigtryggs auk nokkurra nemenda
frá síðari árum, að ógleymdum sam-
kennara hans og síðar eftirmanni i
prédikunar- og skólastjórastól, síra
Eiríki J. Eiríkssyni.
Trjágróðurinn í fjarðarbotninum
bærðist í næturgolunni sem heilsaði
hann sérstaklega nemendum hins
víðkunna ræktunarmanns moldar og
manna. Nú blasti Mýrarfellið við sjón-
um beint framundan. Það reis sem
pýramídi og skyggði fyrir útsýn til
hafsins, slegið mildum, dulbláum lit.
Skólabyggðin kom senn í ljós og ör-
litlu nær garðurinn, sem síra Sig-
tryggur ræktaði í gróðursnauðum
hlíðunum undir Núpnum og upprætti
vantrú á skógrækt á Vestfjörðum,
Skrúður.
Síra Sigtryggur ritaði sjálfur um
Skrúð á þessa leið:
„Við bræður töluðum um skólahald
fyrir börn og unglinga. Fræðslu um
menn og menntir fundum við góða
og gagnlega, en ekki einhlíta. Grunn-
tónarnir lægju í setningu Grundtvigs:
„Fyrir guð og föðurlandið." Hver góð-
ur skóli yrði að hafa í huga endur-
fæðingu sálarlífsins, syngja það til
hærri manngöfgi... Eitt meðal til
þess væri blómskrúð jarðar.
Nú vaknaði hugmyndin um skóla-
garð og hversu hann mætti heiðra föð-
urlandið og með öðru skapa því góð
kærleiksbörn. Og að lokum sagði bróð-
ir minn: „Þú mátt velja hvern blett
í landareign minni, ræktaðri og ó-
ræktaðri, sem þú vilt, til gróðurgarðs.“
Mörgum, er séð hafa, hefur þótt ég
hafa illa valið, líkt því er segir í vís-
unni: „Brattur melur, stórgrýtt urð.“
Ástæður mínar eru tilfærðar í skrif-
aðri Árbók Skrúðs. Tilfæri hér tvær:
Mér fannst bruðlunarsemi að gera
umrót í bezt búnu bjargarlandi, og:
„Þar sem við ekkert er að stríða, er
ekki sigur neinn að fá.“ Ég hef líka
jafnan sagt gestum, er við bræður
höfum fylgt um reitinn, að hér sé um
skólagarð að ræða.“
Hinn 27. september 1962 voru liðin
100 ár frá fæðingu síra Sigtryggs.
Gamlir nemendur hans ákváðu að
minnast afmælisins með tvennu móti:
Gefa út bók helgaða minningu hans
og reisa honum minnisvarða í Skrúð.
Bókin mun koma út á hausti kom-
anda, en erindi gamalla og nýrra
nemenda til Núps, Verzlunarmanna-
helgina síðustu, var að afhjúpa minn-
isvarðann. Undirbúning þessara mála
hefur annast sérstök framkvæmda-
nefnd nemenda, sem kosin var á al-
mennum nemendafundi. í nefndinni
eiga sæti: Guðlaueur Rósinkrans, fer-
maður; Baldvin Þ. Kristjánsson, rit-
ari; Sigurður Pétursson, gjaldkeri og
Ingimar Jóhannesson. Aðalhöfundur
bókarinnar verður Halldór Kristjáns-
son, Kirkjubóli, en Ingimar Jóhann-
esson mun sjá um sérstakan nem-
endaþátt, þar sem heyrast munu
raddir úr öllum árgöngum skóla-
stjórnartíðar síra Sigtryggs.
Næsta dag, laugardaginn 3. ágúst,
hvíldust ferðalangarnir fram yfir há-
degi, en héldu þá yfir Sandsheiði til
Ingjaldssands. Síra Sigtryggur hvílir
í kirkjugarði þeirra Sandsbúa, en
hann þjónaði kirkjunni þar alla sína
prestsskapartíð á Núpi. Á Ingjalds-
sandi og nálægum fjörðum lifa marg-
ar sagnir af þeirri umhyggju, sem síra
Sigtryggur sýndi þessari afskekktu og
Formaður nemendanefndar, Guðlaugur Rósinkranz þjóðleikhússtjóri, afhjúp-
ar minnisvarða skólastjórahjónanna — nánustu aðstandendur séra Sigtryggs
til hægri.
12 samvinnan