Samvinnan - 01.10.1963, Blaðsíða 13
torsóttu sókn. í hans tíð var enginn
vegur kominn yfir heiðina og á vetr-
um varð hann að fara gangandi hina
hér um bil 25 km. löngu og snjóþungu
leið. Alls mun hann hafa farið yfir
900 ferðir yfir heiðina. Hann lét ill-
viðri aldrei aftra sér frá skyldustörf-
unum, og þótt kirkjan fyki í aftökum,
þá felldi hann sjaldan niður guðs-
þjónustur, heldur flutti þær inn á
heimilin.
Kirkjan stendur á sjávarbakkanum
miðja vegu milli Barðans og Hrafna-
skálanúps, en fyrir hann hafa Sands-
bændur orðið og verða enn, þegar
heiðarvegurinn lokast af snjóum, að
sækja bjargir sínar til Önundarfjarð-
ar. Það þarf mikla karlmennsku til
að fara slíkar ferðir, enda ekki heigl-
um hent að ganga í tökum með
nokkra tugi kílóa á bakinu um svelluð
klungrin með brim úthafsöldunnar
svarrandi við fæturna í bókstaflegri
merkingu, en hrikalegar skriðurnar
yfir höfði.
Úthafsaldan féll síkvik á fjöru-
sandinn og hafgolan var fersk en nöp-
ur. Hópurinn gekk yfir túnið að kirkj-
unni, fremstir fóru þeir Jón Bjarna-
son frá Álfadal á Ingjaldssandi og
Guðlaugur Rósinkrans, og báru þeir
blómsveig. Við leiði síra Sigtryggs var
staðnæmst. Guðlaugur flutti kveðju-
orð frá Núpverjum og lagði sveiginn
á leiðið. Söngur sameinar öllu öðru
betur, og skyndilega hófst hljómsterk-
ur söngur alls hópsins við undirleik
sjávarniðsins, og fullkomnaði hina
látlausu, en sérstæðu minningarstund.
Sunnudagurinn heilsaði Dýrafirði
bjartur og hlýr. Náttúran bar öll
merki gróandans og fagnaði þessum
minningardegi ræktunarmannsins.
Klukkan um eitt fór fólk að streyma
til kirkjunnar að Núpi, sem ekki gat
rúmað það nærri allt. Urðu margir
að taka sér sæti móti sólu, undir
veggjum kirkjunnar, og hlýða á það
sem fram fór innandyra með hjálp
gjallarhorna. Athöfnin var áhrifarík.
Síra Eiríkur J. Eiríksson prédikaði en
Kirkjukórinn Hljómhvöt og Söng-
flokkur Núpverja í Reykjavík söng
undir stjórn Hauks Kristinssonar,
bróðursonar síra Sigtryggs. Lögin við
sálmana voru öll eftir síra Sigtrygg,
nema eitt eftir Kristinn bróður hans.
Að lokinni hátíðamessu var gengið
fylktu liði frá kirkju í Skrúð. Um það
leyti sem fylkingin lagði af stað, gerði
skyndilega allmikla gróðrarskúr, sem
entist að garðinum, en þá stytti aftur
upp. Fremst í fylkingunni fór fána-
beri, prestur og ekkja síra Sigtryggs,
frú Hjaltlína M. Guðjónsdóttir ásamt
Hjaltlína M. Guffjónsdóttir, ekkja síra
Sigtryggs, viff minnisvarffann í Skrúð.
Fjær varffanum er síra Stefán M. Lár-
usson.
Hér getur að líta nokkurn hluta hins mikla mannsafnaðar í Skrúði, þegar minn-
ingarathöfnin fór fram.
sonum sínum tveim, Hlyni og Þresti,
konum þeirra og börnum, aðrir ætt-
ingjar og undirbúningsnefndin. Mun
láta nærri að alls hafi á 5. hundrað
manns tekið þátt í skrúðgöngunni og
verið viðstaddir athöfnina.
Minnisvarðinn er hlaðinn úr grjóti
og stendur við austurvegg garðsins.
Nánasta skyldulið síra Sigtryggs tók
sér sæti fyrir framan varðann, söng-
kórinn stóð þar skammt frá, en áhorf-
endur á grasflöt við vesturvegg.
Fyrstur tók til máls Baldvin Þ.
Kristjánsson. Bauð hann mannsöfn-
uðinn velkominn til hátíðahaldsins,
minntist áhrifa manna og staðar,
greindi frá skipan samkomunnar og
stjórnaði henni. Formaður skóla-
nefndar, Guðmundur Ingi Kristjáns-
son, skáld á Kirkjubóli, flutti því næst
ávarp í bundnu máli, en að því loknu
söng kórinn lagið „Dýrafjörður" eftir
síra Sigtrygg og er ljóðið einnig eftir
hann. Stjórnandi kórsins í Skrúð var
Kristján Sigtryggsson, bróðursonur
höfundarins. Næst flutti Guðlaugur
Rósinkrans, formaður Núpverjanefnd-
ar, ávarp, og afhjúpaði minnisvarð-
ann, en á hann er festur skjöldur með
lágmynd af þeim hjónum síra Sig-
tryggi og Hjaltlínu, gjörðri af Ríkarði
Jónssyni. Kórinn söng „Látum gróa
grund og móa.“ Lagið er eftir síra
Sigtrygg en ljóðið eftir Kristinn bróð-
ur hans. Yngsti nemandi í fyrsta ár-
gangi skólans, Ingimar Jóhannesson,
flutti minni síra Sigtryggs, og strax
þar á eftir flutti Halldór Kristjánsson,
Kirkjubóli, minni frú Hjaltlínu.
Er Ingimar og Halldór höfðu flutt
minni þeirra hjóna, söng kórinn „Heill
þér héraðsskóli", lag eftir síra Sig-
trygg við ljóð Halldórs Kristjánssonar.
„Ég sit hjá mömmu minni“, ljóð og
lag eftir Kristinn Guðlaugsson,
„Dansvísa“, lag og ljóð eftir síra Sig-
SAMVINNAN 13