Samvinnan - 01.10.1963, Blaðsíða 23
KVEÐIÐ
A
SKJÁINN
Vísur, sem heyrandi í holti
hefur tínt saman
Símon Dalaskáld þótti hraðkvæður með
afbrigðuni, enda mun hann hafa látið
flest fjiika, sem á tungu kom. Var það
að vonum ekki allt skáldskapur. En
Símon gat brugðið fyrir sig skemmti-
legum kveðskap svo sem þessar tvíræðu
vísur bera með sér:
Með því nú er komið Icvöld
otj lcœrstur liðinn dagur,
rennur undir rekkjutjöld
röðull klceða fagur.
Sál min brynni af sjafnareld
sai uni njólustundir,
ef hjá mér rynni hýr i kveld
hringasólin undir.
Sturla Friðriksson, mag. scient., fer um
sveitir og metur kalskemmdir, þegar
hann kveður í gestabók bónda:
Svartan bala séð ég hef
og sviðinn dalinn bjarta.
Varla skal þó œmia ef
ei er kalið hjarta.
Stefán Jónsson, rithöfundur, og Valborg
Bentsdóttir, hittust sem fulltrúar á þingi
Bandalags starfsmanna ríkis og bæja.
Þau voru gamalkunnug, skólafélagar og
frændsystkin. Stefán var ritari þingsins,
þegar Valborg flutti skýrslu unr störf
nefndar, sem fjallað hafði um launa-
mál kvenna. I nefndinni voru auk Val-
borgar, Kristján Thorlacius og Sigurður
Ingimundarson. Stefán kvaðst hafa bók-
að ræðuna á þennan veg:
Uni kvensemisleysi eru Kristján og
Sigurður sekir,
því sagt hefur Valborg frá.
Ef karlmenn eru ekki aðgangsharðir
og frekir
er cftirtekjan svo smá.
Valborg svaraði:
Á þvi hafa flaskað fleiri
að fara ei rétt með kvenmanninn.
En eftirtekjan yrði meiri,
ef við hittumst. Stefán minn.
Stefán taldi óvíst að það yrði til bóta:
Að við fœrum enn á mis
ótrúlegt ei vœri.
Elliglöp það yrðu og slys,
ef öðruvísi fœri.
Valborg var þessu sammála, þó henni
þætti illt:
Þó við öpum ungra sið
ei má sköpum renna.
Elliglöpum eigum við
okkar töp að kenna.
I annan tíma var það á þingi B.S.lí.B.
að Valborg skýrði frá tillögu um skipun
í nefnd þar sem vera skyldu tveir ríkis-
starfsmenn og einn bæjarstarfsmaður, og
var tillaga um að varamenn skyldu vera
tveir, einn frá hvorum aðila og Eiríkur
Pálsson tilnefndur varamaður fvrir rík-
isstarfsmenn. Séra Jakob Jónsson beindi
þá þeirri spurningu til Valborgar: Hvers
vegna ekki væru tveir varamenn frá rík-
isstarfsmönnum. Valborg svaraði: Ei-
ríkur er á við tvo. Stefán var fljótur til
að bóka á þennan veg:
Ur þvi Valborg segir svo
sjálfsagt hefur hún meint það,
að Eiríkur sé á við tvo.
Ætli hún hafi reynt það?
Og enn hittust þau frændsystkin á þingi
B.S.R.B. í fyrrahaust. Þar yar mikið
rætt um kjör Ijósmæðra og aðild þeirra
að bandalaginu. Valborg var ákafur
talsmaður þess að allar ljósmæður ættu
aðild að bandalaginu. Um það kvað
Ivristján Jakobsson:
Ljósmœðrunum Valborg vel
vill og hreppstjóronum.
Ef það tekst ég öruggt tel
að enn sé von á mörgum sonum.
Valborg sat ásamt fleiri kvenfulltrnum
beint á móti útihurðum, sem oftast voru
opnar og gustaði kalt um fætur kvenna.
Minnug þess, að kona hafði eitt sinn
kennt trekkvindi um þunga sinn, kvað
Valborg:
Enn er von á fréttafurðum
um fœtur okkar vindur hvín.
Ef látið þið ei lolca hurðum
Ijósmóðurþörfin verður brýn.
Stefán kvað þá:
Ljósmœður sœkja um aðild að
B.S.R.B.,
við bjóðum þœr velkomnar, jafnvel
þótt augljóst sé,
á konum, sem hér eru, að þeim
mun ei framar þörf
á þjónustusemi, sem kennd er við
Ijósmóðurstörf.
Valborgu, sem skilað hafði af sér þrem
börnum, fannst Stefán, frændi sinn,
barnlaus maður, taka munninn of full-
an. Hún svaraði:
Meðan líf ið lélc við mig
Ijósmœðra ég þekkti störf.
En vœru aðrir á við þig
ekki vœri stéttin þörf.
Jón Rafnsson er eins og fleiri socialistar,
‘vlgismaður þjóðnýtingar. Eitt sinn var
liann í sumarfríi á Reykjalundi, en flest-
ir aðrir sumargestir voru konur. Vinur
hans spurði hann að því, hvernig hon-
um líkaði þessi félagsskapur. Jón svar-
aði:
Mörgum finnst að farnist mér
frarnar öllum vonum.
Þér að segja, þá ég er
þjóðnýttur af konum.
Ein vinkona hevranda í holti var að
biðja Jóhann Ólafsson á iMiðhúsum í
Óslandshlíð urn vísur í þáttinn. Jóhann,
sem er á áttræðisaldri, svaraði:
Að bregðast þínum björtu vonum
bölvað finnst mér dálítið.
Því gjaman vil ég geðjast komim,
en get svo lítið núorðið.
En þó fór svo, að hann lét þættinum
í té fáeinar vísur. — Teresía Guðmunds-
son, sem nú hefur látið af embætti veð-
urstofustjóra, hefur lengst af verið talin
bera ábyrgð á veðrinu. Það hefur Jó-
hann í huga þegar hann hlustar á veð-
urspá og kveður:
Vist er þessi veðurspá
af vizku og þékking sprottin.
Þó vill til þau takist á
Teresia og drottinn.
SAMVINNAN 23